mánudagur, október 16, 2006

Dagbækur

Dagbækur eru skemmtilegt fyrirbrigði. Svo skemmtilega vildi til að ég hélt dagbók á mínum yngri árum, í tveimur skorpum ef kalla má. Fyrra tímabilið var þegar ég var 11 ára og svo aftur þegar ég var 15 ára. Ætli aðalverðmætin í þessu séu ekki bara fyrir mig sjálfan, að eiga upplýsingarnar og pælingarnar sem koma fram í þessum skrifum þótt þetta sé langt frá því að vera djúpstætt eða merkilegt. Mér finnst meira varið í síðara tímabilið, af einhverjum ástæðum örlítið skemmtilegri lesning. Kannski orðin aðeins meiri hugsun í manni á þeim árum, ef hugsun mætti kalla. Núna finnst mér bara verst að ég hafi ekki verið duglegri að skrifa í dagbókina á þessum árum því óneitanlega er gaman að eiga þetta. Þetta er líklega ein af ástæðum sem maður er að dúlla í þessu bloggi, það er vonandi að ég geti haft eitthvað gaman af því að skoða gamlar færslur seinna meir.

Annars var ég búinn að reyna mana Jóhönnu systir upp dagbókarskrif á netinu. Díllinn var þannig að ég myndi birta eitthvað af dagbókinni minni á þessum vettfangi og þá myndi hún gera slíkt hið sama. Hún hélt, að eigin sögn, ansi athyglisverða dagbók á táningsárunum þegar hormónarnir og gelgjan voru í sögulegu hámarki. Hvað get ég sagt, hún tók það ekki í mál. Hún hefur líklega haldið að hennar dagbók innihaldi safaríkari lýsingar en mínar ég-vaknaði-kl-8-fór-í-fótbolta-borðaði-kjötbollur-fór-að-sofa-kl-23 lýsingar. Það er líklega rétt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið rétt Davíð minn. mín dagbók heldur miklu krassandi lýsingar en þín held ég. En hey ef þú byrjar þá skal ég. Og það verður að vera eitthvað almennilegt engar klukkulýsingar og fótbolti og eitthvað kjaftæði......
Múhahahha þú þorir örugglega ekki

Davíð Hansson Wíum sagði...

Shit, ég verð greinilega að grafa eitthvað upp en ég er hræddur um að ég finni ekkert sem þú myndir kalla nógu krassandi. En ég verð að leita...

Nafnlaus sagði...

athyglisvert þó ekki sé meira sagt