þriðjudagur, desember 12, 2006

Hve glötuð er vor æska?

Fór í ræktina í dag eftir vinnu. Ekkert stórvægilegt við það svo sem, fór svo í sturtu eins og gengur og gerist. Það er vitaskuld þverskurður af þjóðfélaginu í ræktinni og maður hefur séð margan furðufuglinn en þetta sem ég varð vitni af í dag í sturtunni var too much.

Þrír félagar saman í ræktinni í sturtu, svona ca 17 ára og allir með útlitið á hreinu og umræðan, sem var á háværari nótunum, frekar meinlaus. Þeir voru í vandræðum með að mæla sér mót á sama stað á morgun því einn af þeim sá ekki fram á að geta vaknað klukkan 1 eftir hádegi eins og hinir vildu. Svo var rætt um próteindrykki o.s.frv. en síðan fór þetta á hálan ís.

"Varstu að raka þig í gær?" heyrðist í einum.
"Já, ég er að fá einhverjar djö... bólur eftir það, þoli þetta ekki." svaraði annar.
"Af hverju notar þú ekki háreyðingarkrem?" heyrðist þá í þeim þriðja.

Mér til mikillar skelfingar voru þeir ekki að tala um þessi týpísku andlitshár heldur svæðið í kringum félagann, enda kom á daginn að piltarnir voru allir frumskógarlausir á því svæði.

Þegar ég yfirgaf búningsklefann þá ætlaði ég varla að komast út því þeir voru allir að klæða sig fyrir framan spegilinn.

Kannski er þetta bara ég en það er eitthvað við þetta sem mér fannst too much.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahhhahhahahaaa *grenj úr hlártri*

Nafnlaus sagði...

Athyglisvert og frekar fyndið get bara ekki sagt annað

Nafnlaus sagði...

Sigríður verður þá ekki í vandræðum með að velja jólagjöf handa þér, bara spurning hvort það verði vél eða krem.