mánudagur, desember 04, 2006

Sögur af sjúklingnum

Logi Snær búinn að vera lasinn, hefur ekki mætt á leikskólann í viku og sama sem ekkert farið út úr þessum 90 fermetrum sem við höfum til umráða á þeim tíma. Spennandi. Fyrst einhver kvefpest með hita og þurrum lungnahósta sem leiddi síðan út í eyrnabólgu. Kannski ekki skrítið að það sé svona almenn la-la stemming hérna. Þetta horfir nú allt til betri vegar, hann verður sendur út í umheiminn á miðvikudaginn ef allt gengur upp.

Þetta er harðákveðinn ungur maður og að nota smekk er ekki ofarlega á vinsældarlista þessa dagana. "Nei pabbi, ég borða bara yfir" sem þýðir að hann vilji frekar borða yfir disknum en nota smekk.

Engin ummæli: