þriðjudagur, desember 26, 2006

Líf óskast

Eftirfarandi póstur kom á spjallsíðu knattspyrnufélgasins Vals núna um hátíðirnar:

Upplýsingar um liðið
gusti | 24. des. 2006 17:35
Jaja árið að líða og nýtt tímabil að hefjast. Langt síðan hópurinn hefur verið svona stór og ætla mætti sterkur. Hef mikla trú á að næsta ár geti liðið náð lengra en undanfarið. Hvernig er annars ástandið á liðinu? Er ekki einhver sem getur tjáð sig um stöðu mála hjá meistaraflokknum reglulega svo hægt sé að fylgjast með því hvað er að gerast. Myndi bara skapa verulega skemmtilega stemmningu fyrir áhugamenn. T.d. liðsuppstillingar, hverjir eru að æfa, meiðsl ofl. Annars bara jólakveðjur

Jú, jú, gott þegar menn hafa áhuga á liðinu sínu en öllu má nú ofgera. Það var aðallega dagsetning póstsins sem ég staldraði við, og tímasetninguna. Eru þetta pælingarnar sem eru efst í kollinum á manni 25 mínútur áður en jólin skella formlega á? Sr. Friðrik heitinn yrði kannski ánægður, kannski ekki.

Get a life.

Engin ummæli: