mánudagur, janúar 01, 2007

2007 mætt á svæðið

Þá er það komið, árið sem ég verð 32ja ára. Ekkert panic ástand hérna yfir því, ekki enn. Spurning hvernig stemmingin verður hjá mér í lok maí.

Ég eyddi öðrum áramótunum í röð (man ekki lengra aftur) bograndi yfir flugeldakassa. Það er alveg ljóst að maður missir af megninu af sprengjunum þegar maður er meira og minna með stjörnuljós í annarri og reyndi að hafa yfirumsjón yfir þeim flugeldum sem maður sjálfur er með. En þetta fylgir þessu víst. Vorum hjá Guðrúnu í Engjaselinu yfir áramótin, bara hefðbundið, nóg að borða og skaupið í kjölfarið.

Ísak Máni uppgötvaði nýja snilli á meðan hann var að drepa tímann í gær. SingStar í Playstation var alveg málið. Ég verð að viðurkenna að ég bjóst ekki við að þetta væri eitthvað fyrir hann sérstaklega vegna þess að þetta eru lög sem hann þekkir ekki. SingStar með íslenskum slögurum væri eitthvað hins vegar sem myndi steinliggja fyrir hann, það veit ég. Hvað um það, ég held að hann hafi keyrt Karma Chameleon með Culture Club örugglega í gegn á þriðja tug skipta þessa kvöldstund og m.a. í keppni við mömmu sína og pabba sinn. So far mitt eina performance í SingStar, vonandi ekki annað væntanlegt í bráð en hvað gerir maður ekki fyrir þessi blessuðu börn. Held að mömmu hans hafi fundið þetta æðislegt.Logi Snær vakti mannskapinn svo í morgun kl. 11:02 sem að ég held að sé útsofunarmet á þessum bæ, a.m.k. í langan tíma. Mjög langan tíma. Skelltum okkur svo í Mosó í mat og spil en þessi dagur er búinn að líða áfram í hálfgerðu móki, svona eins og þessir blessuðu hátíðardagar gera stundum.

Engin ummæli: