Ég vil nú líka skrifa þetta áhugaleysi á annan reikning. Málið er að Ég-á-Íslandi er ekki sami og Ég-í-útlöndum, a.m.k. ekki hvað matarmenningu varðar. Ég vann í húsi við hliðina á McDonalds í einhver 3-4 ár og ég held að allan þann tíma hafi ég farið 3-4 sinnum þangað að éta í hádeginu. Hins vegar er ekki óalgengt að á ferðum mínum til Bretlandseyja þá fari ég einu sinni á dag á McDonalds. Það hlýtur eitthvað að tengjast stemmingunni, eða eitthvað.
Ég man líka að á tímabili hélt ég því fram að Burger King væri málið en McDonalds væri rusl. Segja þeir ekki að eldsteikt sé ekta? Var því alveg sáttur þegar sú keðja mætti á svæðið þótt það hafi ekki verið sami spenningurinn og með Taco Bell. En hvernig fór sú saga? Þann 18. febrúar 2004 opnaði fyrsti Burger King staðurinn á Íslandi og núna eru 3 staðir starfræktir á landinu en enn á ég eftir að fara á einhvern þeirra. Maður er náttúrulega þokkalega furðulegur.
Nú er bara spurning hvað maður gerir með Tacoið. Situr bara heima og hugsar til ársins ´96 eða peppar sig upp í það að mæta á svæðið? Ætli maður lifi ekki djarft og næli sér í burrito við tækifæri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli