miðvikudagur, janúar 10, 2007

Árið byrjar með látum

10 dagar búnir af árinu. Af þeim eru 8 dagar sem ég hef annað hvort farið í ræktina eða fótbolta enda get ég ekki sagt annað en skrokkurinn sé farinn að kalla á hvíld. Ég er líka að fara að veita honum hana, enda ekki tvítugur lengur. Engin rækt næstu fjóra daga enda Köben ferðin á föstudaginn og ég reikna ekki með að taka stuttubuxurnar með þangað, frekar regnstakkinn miðað við veðurfréttirnar. Það á að reyna að stunda ræktina af krafti næstu vikurnar, vona að það gangi eftir. Ef það gengur en líkamsformið batnar ekki þá gef ég bara skít í þetta og fer að éta snakk í morgunmat og egg og beikon áður en ég fer að sofa á kvöldin og allskonar viðbjóð þess á milli.

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að ef planið mitt heldur þá þarf ég ekki að mæta aftur í ræktina ipodlaus. Ef ég get verið í ræktinni og hlustað á I don´t feel like dancin´ með Scissor Sisters og annað viðbjóð þá hlýt ég að vera talsvert öflugari með mína kjörtónlist í eyrunum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður sér alltaf auglýsingar um hvatningarverðlaun frá Hreyfingu í sjónvarpinu, um leið og ég sá það þá fattaði ég þetta allt saman

aaahhhhh þess vegna er Davíð í ræktinni ÓKEY !!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Maður sér alltaf auglýsingar um hvatningarverðlaun frá Hreyfingu í sjónvarpinu, um leið og ég sá það þá fattaði ég þetta allt saman

aaahhhhh þess vegna er Davíð í ræktinni ÓKEY !!!!!!!

Nafnlaus sagði...

Það er ekki furða að þú svarar ekki í símann... chump