föstudagur, janúar 26, 2007

Við Becks

David Beckham hefur verið talsvert í fréttunum síðustu vikur sökum félagaskipti sín frá Real Madrid yfir í LA Galaxy og sitt sýnist hverjum. Hafa hatursmenn hans verið ófeimnir að drulla yfir drenginn en hann hefur minn stuðning. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það sem hann gerði fyrir Manchester United á sínum tíma og mér gæti ekki staðið meira á sama um ástæðunni fyrir þessum félagsskiptum. Vonandi nær hann eitthvað að vekja áhuga á fótbolta í Bandaríkjunum.

Það er nú bara þannig að við félagarnir eigum nokkuð sameiginlegt í lífinu:

-Við berum vitaskuld sama skírnarnafn.

-Við erum báðir fæddir í maí 1975.

-Frumburður okkar beggja voru drengir, fæddir 1999.

-So far eigum við báðir bara drengi.

-Við eigum báðir drengi sem eru fæddir 20. febrúar.

Reyndar verður að teljast að himinn og haf skilji okkur að í því sem merkilegra telst, þ.e. knattspyrnugeta og bankabókainnistæða en hver þarf það. Ég spila bara í minni utandeild á Íslandi og reyni bara reglulega að trappa niður yfirdráttinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo má ekki gleyma plakatinu góða sem ég vann í manchester með því að smella boltanum í skeytin inn... Hvað vannst þú þá??? hehehehehe