Það er nú bara þannig að við félagarnir eigum nokkuð sameiginlegt í lífinu:
-Við berum vitaskuld sama skírnarnafn.
-Við erum báðir fæddir í maí 1975.
-Frumburður okkar beggja voru drengir, fæddir 1999.
-So far eigum við báðir bara drengi.
-Við eigum báðir drengi sem eru fæddir 20. febrúar.
Reyndar verður að teljast að himinn og haf skilji okkur að í því sem merkilegra telst, þ.e. knattspyrnugeta og bankabókainnistæða en hver þarf það. Ég spila bara í minni utandeild á Íslandi og reyni bara reglulega að trappa niður yfirdráttinn.
1 ummæli:
Svo má ekki gleyma plakatinu góða sem ég vann í manchester með því að smella boltanum í skeytin inn... Hvað vannst þú þá??? hehehehehe
Skrifa ummæli