mánudagur, janúar 08, 2007

Vinnan

Fór í vinnuna í dag eins og á venjulegum mánudegi. Það sem var óvenjulegt við þennan dag var að í lok dags var okkur boðið á Hótel Nordica þar sem okkur starfmönnunum voru sýndar myndir af væntanlegri nýbyggingu sem fyrirtækið er að fara að láta reisa og á að hýsa allar starfsemina. Massaflott af myndunum að dæma og meira pláss fyrir allt og alla, nokkuð sem flestir láta sér dreyma um í dag. Til glöggvunar má benda á það að síðan 1994 þegar um 20 starfsmenn voru á svæðinu hafa 9 fyrirtæki verið keypt og starfsmannafjöldinn er kominn í kringum 80. Þá var allt í einu húsi en núna eru við að tala um 4 hús á höfðuborgarsvæðinu og eitt á Akureyri. Allur mannskapurinn fór svo niður í Klettagarða 19 þar sem allir fengu skóflu í hönd og fyrsta skóflustungan var tekin, eða stungur réttara sagt. Get ekki sagt að ég hafi mikla reynslu í svona skóflustungum en það var nokkuð ljóst að -7 stiga frost eru ekki kjöraðstæður fyrir svona gjörning. En maður reyndi að krafla sig niður fyrir snjóinn og niður á smá möl svo þetta væri allt eftir bókinni. Nú geta stórtæku vinnuvélarnar tekið við og ekki veitir af, dagsetningin 30.12. 2007 er sett sem viðmið til innflutnings.

Það er bara eins gott að þeir banni ekki Cheeriosið, ég segi nú ekki meira.

Engin ummæli: