sunnudagur, nóvember 25, 2007

Næstum því

Ég horfði á dráttinn fyrir undankeppni HM 2010 í sjónvarpinu í dag. Ísak Máni og tveir félagar hans voru hérna heima líka og það var talsverð stemming í stofunni. Það var rosaleg spenna þegar ljóst var að í riðli Íslands yrðu annan hvort Ítalir eða Hollendingar. 50% líkur að fá heimsmeistarana en því miður varð það ekki raunin og því fáum við drengina í appelsínugulu búningunum. Alls ekki slæmur kostur og í heild rosa flottur riðill: Holland, Skotland, Noregur, Makedónía og Ísland. Mér sýnist á öllu að maður styrki KSÍ eitthvað fjárhagslega í þessari undankeppni.

Annars væri nú flott að fara á lokakeppnina sem verður haldin í Suður-Afríku, djö... upplifun væri það. Reyndar talsvert ferðalag og kostnaður eftir því en maður lifir nú bara einu sinni. Spurning hvort sé eitthvað hægt að nota sín diplómatísku sambönd þarna niður frá á næsta bæ, þ.e. reyndar ef sú sambönd verða ekki búin að fá sig flutt í einhvern annan heimshornakrika þegar keppnin verður.

2 miða á úrslitaleikinn takk...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HALLÓ ..... var ekki talað um að merkja fótboltafærslur betur..... mar bara slysast til að lesa þetta

Nafnlaus sagði...

Þetta er flottur riðill. Hefði verið flott að fá HEIMSMEISTARANA hingað með Materazzi fremstan meðal jafningja en Holland er flott líka. Við fjölmennum á völlinn og hendum skeifum í Rút van Nistilsnút og rymjum... rút rút rút rút rút