Jæja, var að ýta á enter. Skóli eftir áramót. Diplómanám í markaðsfræðum.
Sá að þeir hjá HR voru að bjóða upp á þetta núna eftir áramót, 6 kúrsa pakki frá jan 2009 og eitthvað framundir næstu jól. Ákvað að skella mér á þetta þar sem ég er nú búinn með 2 af þessum 6 kúrsum og fæ því rólegri ferð heldur en hinir. Þetta er samt kennt í skorpum eins og það sem ég er búinn að vera taka en breytingin er sú að núna er kennt 2x í viku en ekki 1x og því verður þetta eitthvað strembnara fyrir karlinn.
Undirritaður mun líka eiga eitthvað meira af frídögum á næsta ári en í hefðbundnu ári og kannski er hægt að samnýta það frí eitthvað bæði í barn og skóla.
Þrír litlir grísir. Er þá ekki um að gera að skella sér í skóla með vinnu svo maður geti nýtt dauða tímann í eitthvað?
sunnudagur, desember 14, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli