Ísak Máni þeytti próf á dögunum, nánar tiltekið samræmdu prófin í stærðfræði annars vegar og íslensku hins vegar. Á mínum grunnskólaárum tók ég nú bara samræmd próf í stærðfræði og íslensku í 10. bekk (var einmitt í fyrsta árgangnum sem var nefndur 10. bekkurinn) en núna eru próf í 4., 7. og 10. bekk. Minnir að það hafi verið eitthvað flökt á þessu prófformum því ég held að einhverjir af árgöngunum í kringum mig hafi verið líka í samræmdu prófum í dönsku og ensku.
Anyway, ég fékk 6 í báðum prófunum og var bara þokkalega sáttur ef ég man rétt, minnir a.m.k. að ég hafi ekki átt von á miklu meira og eftir því „sáttur“.
Ísak Máni fór hins vegar á kostum í sínum prófum, 8,5 í íslensku og 9,5 í stærðfræði.
Útlitið mitt en íslensku- og stærðfræðikunnáttan frá mömmu sinni, mögnuð blanda.
þriðjudagur, desember 23, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli