fimmtudagur, október 27, 2011

893-9538

Í dag brutum við odd af oflæti okkar og leyfðum frumburðinum að versla sér GSM síma og höfum þá væntanlega aðeins skriðið upp vinsældarlistann. Erum ekki alveg eins vond eins og venjulega. Greyið er búinn að berjast fyrir þessu í einhvern tíma og loksins hafði hann þetta í gegn. Til samanburðar má geta þess að allir nemendurnir í bekknum sem Sigga kennir eiga GSM síma, hver einn og einasti. Sigga kennir 3. bekk. Ísak Máni er í 7. bekk.

Logi Snær? Fyrst Ísak Máni fékk að kaupa sér síma þá fékk Logi handbolta sem pabbi borgaði. Handbolta með geðveikt góðu gripi. Spurning hvort hann þarf að bíða eftir símanum fram í 7. bekk.

Daði Steinn kom óneitanlega verst út úr þessum degi.

2 ummæli:

Jóhanna sagði...

Komin tími til að unglingurinn fengi gemsa.... Daníel fékk sinn í 2.bekk og byrjaði að nota hann í 7.bekk. Þetta var ekkert svo spennandi þegar öllu var á botninn hvolt

Tommi sagði...

Iss... ég er enn að bíða eftir að pabbi gefi mér gsm síma... NMT síminn minn er hættur að virka.