fimmtudagur, október 13, 2011

Erlendis

Karlinn kominn heim frá Þýskalandi. Skaust á matvælasýningu í Köln á vegum vinnunnar laugardaginn síðasta og heim aftur á þriðjudaginn. Það var nokkuð gott bara, reyndar alveg botnlaus vinna og keyrsla yfir daginn en þetta var víst jú vinnuferð. Gistum í Dusseldorf og keyrðum á milli sem var nú ekki langur spotti en gat verið drjúgur tímalega séð þegar traffíkin var sem mest. Gat ekki annað en brosað að því að nokkur hundruð metrum frá hótelinu var H&M staðsett en ekki hafði maður tök á því að kíkja þangað inn, kannski sem betur fer, maður slapp þá við að fylla töskuna af sokkabuxum og nærfötum úr barnadeildinni. Það detta kannski inn fleiri utanlandsferðir á næstunni, hver veit.

Engin ummæli: