Körfuboltatímabilið er hafið. Kostaði mig rúnt á Sauðárkrók þessa helgi sem var að líða. Vekjaraklukkan hringdi 07:00 á laugardagsmorguninn og við Ísak Máni vorum mættir upp í íþróttahús Seljaskóla kl. 08:15. Gekk allt vel bara, 3 bílar voru notaðir til að ferja liðið norður eftir og vorum við komnir klukkan rúmlega 12. Þetta var 8. flokkur sem var að berjast þarna en Ísak Máni er formlega í 7. flokki. ÍR ákvað að senda inn 8. flokk líka (ári eldri drengir) þrátt fyrir að það sé bara einn drengur á því ári að æfa hjá ÍR. 7. flokks strákarnir fá því að hljóta góðs af því, spila sem sagt bæði sem 7. og 8. flokkur í vetur. Allt hlýtur þetta að fara í reynslubankann.
Þeir spiluðu svo tvo leiki á laugardeginum, við Tindastól og Fjölni B en síðan var leikin önnur umferð á sunnudeginum. Þeir unnu bæði liðin og töpuðum líka fyrir báðum þannig að þetta var allt í járnum. Menn fengu framlengingu, flautukörfutilraunir, vafasama dóma á ögurstundum svo það má segja að menn hafi fengið eitthvað fyrir allan peninginn. Ég verð að viðurkenna að mér finnst erfiðara að horfa á körfuna heldur en fótboltann, veit ekki hvað veldur en stressfaktorinn virðist vera meira í körfunni.
Mættir í höfðuborgina um kaffileytið á sunnudeginum og rétt náðum að anda áður en farið var á fyrsta heimaleikinn í körfunni hjá meistaraflokknum. Tap gegn nýliðunum frá Þorlákshöfn staðreynd. Verður að segjast að það var ljúft að leggjast á koddann um kvöldið.
mánudagur, október 17, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli