Þeir spiluðu svo tvo leiki á laugardeginum, við Tindastól og Fjölni B en síðan var leikin önnur umferð á sunnudeginum. Þeir unnu bæði liðin og töpuðum líka fyrir báðum þannig að þetta var allt í járnum. Menn fengu framlengingu, flautukörfutilraunir, vafasama dóma á ögurstundum svo það má segja að menn hafi fengið eitthvað fyrir allan peninginn. Ég verð að viðurkenna að mér finnst erfiðara að horfa á körfuna heldur en fótboltann, veit ekki hvað veldur en stressfaktorinn virðist vera meira í körfunni.
Mættir í höfðuborgina um kaffileytið á sunnudeginum og rétt náðum að anda áður en farið var á fyrsta heimaleikinn í körfunni hjá meistaraflokknum. Tap gegn nýliðunum frá Þorlákshöfn staðreynd. Verður að segjast að það var ljúft að leggjast á koddann um kvöldið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli