þriðjudagur, október 18, 2011

Myndabeiðni

Ég fékk póst fyrir nokkru, fyrirspurn um að fá að nota eina mynd af drengjum í körfubolta sem er á þessari síðu í kynningarefni hjá menntastofnun einni. Það var svo sem auðsótt mál, ég sá a.m.k. enga ástæðu til að neita bara til þess að neita.

Gaman að þessu, en ég sé reyndar enga jákvæða breytingu í heimabankanum mínum. Karlinn eitthvað linur í þessum samningamálum.

3 ummæli:

Tommi sagði...

Hehehehehe góður... þú hefðir alltaf getað farið inná myndstef.is og rukkað eftir taxta. Þó svo að þeir hefðu væntanlega leitað eitthvað annað enda taxtarnir þar dulítið háir.

Vel gert.

Jóhanna sagði...

Töff mynd... gaman að þessu :)

Jóhanna agin sagði...

Já btw þetta er nú ekki í fyrsta skipti, mannstu við notuðum mynd frá þér fyrir einhverjum árum í kynningarefni frá okkur. Þorskamyndin mannstu !