föstudagur, október 14, 2011

Drengjafréttir

Heilt yfir fín stemming. Daði Steinn er í góðum gír í leikskólanum og verður meiri gaur með hverri vikunni. Logi Snær er í fimleikum og finnst það rosalega fínt. Hann byrjaði svo í körfuboltanum í haust og finnst það gaman þannig að það er komið á fullt. Eins og það væri ekki nóg þá datt hann svo inn á handboltaæfingu með félaga sínum og mér heyrist að þeir séu æstir í að halda honum enda örvhentur og að öðru leyti nokkuð fínn getulega. Einhversstaðar verður að draga mörkin og ég held að við slökum á með hann í fótboltanum a.m.k. fram að áramótum. Þetta er náttúrulega komið út fyrir öll skynsemismörk. Ísak Máni er í körfunni og mun í vetur keppa með tveimur flokkum þannig að það eykst um helming mót og keppnisferðir frá því síðasta vetur. Sú fyrsta er einmitt núna um helgina á Sauðárkróki. Hann er áfram í píanóinu en þarf eitthvað að minnka fótboltann a.m.k. fram að áramótum, það eru of mikið af árekstrum með æfingar. Maður finnur að þetta verður stífara með hverju árinu hjá honum en sjáum hvernig fer.

Engin ummæli: