sunnudagur, desember 10, 2006

Tölvuvæðing heimilisins komin út fyrir alla skynsemi

Ástandið hérna á heimilinu er hálffurðulegt. Það eitt og sér telst kannski ekki til tíðinda en maður veit ekki alveg hvernig maður á að taka þessu öllu.

Fyrr á þessu ári sem er að líða hrundi fartölvan mín, eina tölvan á heimilinu og því var lítið annað hægt en að fjárfesta í nýrri því ekki gengur að hafa engan svoleiðis grip á heimilinu. Mig minnir að ég verði löggiltur eigandi gripsins um mitt næsta ár.

Hvað um það, svo gerist það í vinnunni hjá mér að ég fékk nýja tölvu, gamli borðhlunkurinn var fjarlægður og ég fékk fartölvu í staðinn. Þannig að nú var kominn möguleikinn á að vera með tvær fartölvur á heimilinu, þótt reyndar ég nenni nú alls ekki alltaf að dröslast með vinnutölvuna heim. Rosa gaman að við hjónaleysin gætum núna verið á netinu á kvöldin í sitt hvorri tölvunni svona á meðan maður horfði á sjónvarpið með öðru auganu. Klikkað.

Ef þetta var ekki nóg fyrir heimilisfólkið þá dúkkaði 3ja gripnum upp núna fyrir helgi. Málið var þannig að fyrir fáránlega löngum tíma fjárfestu atvinnurekendurnir hennar Siggu í einhverjum fjölda af fartölvum sem átti að útdeila meðal vissra starfsmanna. Eitthvað stóð á útdeilingunni en þetta hafðist nú loksins og Sigga var meðal hinna heppnu.



Ástandið í stofunni getur því núna verið ansi athyglisvert, 3 fartölvur, allar með sitt hleðslutæki og mismunandi gögn í hverri. Maður ráfar því stundum á milli græjanna eins og geðsjúklingur því í vinnutölvupósturinn er í einni en myndaalbúm fjölskyldunnar er í annarri. Svo var alltaf spurning í hvaða grip þetta eða hitt skjalið var.

Það eru mismunandi vandamálin í heiminum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við Elli erum nú með sitthvora. Hann á sýna og ég á mína. Er þetta bara einn partur af því að láta hjónabandið ganga upp.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð búin að slá okkur Gunna við, við höfum bara tvær, en við sitjum alltaf á kvöldin með sitthvora tölvuna og horfum á sjónvarpið með öðru :-)

Nafnlaus sagði...

Svo að muna bara að taka backup Dabbi minn. Sérstaklega af HP græjunni, hef heyrt slæma hluti hehehe