miðvikudagur, janúar 03, 2007

Markaðsetning dauðans

Nú er jólahátíðin að renna sitt skeið á enda og timburmenn hennar væntanlegir á næstu vikum, vona svo sannarlega að menn hafi ekki farið yfir strikið bæði í fjárhagslegu og andlegu samhengi.

Ekki það að hugleiðingar mínar í dag tengist svo sem eitthvað jólunum, ekki nema þessi blessaða jólakúla sem ég fann hérna á netinu. Ég get bara ómögulega sætt mig við þessa jólakúlu. Mér finnst hún standa fyrir það sem ég þoli ekki. Ég þoli ekki þegar menn missa sjónar á því sem gerði það að verkum að þeir eru þar sem þeir eru í dag. Kannski klúðurslega orðað hjá mér en hvað um það. Allt í lagi ef menn þróast og breytast frá upprunanum, óþarfi að hjakka í sama farinu alla tíð en mér finnst að menn verði að muna hvaðan þeir komu.

Í þessu tilfelli leyfi ég mér að draga það í efa að þessir ágætu menn í þessu annars ágæta bandi þurfi að selja jólakúlur með logoinu sínu á til að láta fjárhaginn hjá sér vera réttu megin við núllið.

Ekki það að ég þekki það svo sem af eigin reynslu en skiptir í raun einhverju máli hvort þú átt ógeðslega mikið af peningum eða viðbjóðslega ógeðslega mikið af peningum?

Best að enda þetta á textabroti úr laginu Whiplash með Metallica frá árinu 1983, ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta eins langt frá merktum jólakúlum og barnasamfellum og hugsast getur. Raulist með ofurhröðu gítarriffi í huga.

The show is through the metal is gone
It is time to hit the road
Another town Another gig
Again we will explode
Hotel rooms and motorways
Life out here is raw
But we will never stop
We will never quit
cause we are Metallica


Vona bara að mínir menn gleymi þessu aldrei.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég efast nú um að þeir hafi brúkað uppá þessu sjálfir. Finnst svona líklegra að einhverjir gráðugir jakkafataslebbar hefðu komið með þessa snilldar hugmynd.

Og hvað í andskotanum varstu að gera þegar þú "óvart" fannst jólakúlu á netinu???

Davíð Hansson Wíum sagði...

Ég lít svo á að þeir skrifi upp á allt sem ég finn inn á metallica.com, óháð því hvort einhverjir jakkafataslebbar komi með hugmyndina eða þeir sjálfir.