miðvikudagur, september 12, 2007

Léttara hjal

Var að blaða í gömlu dagbókinni minni í gærkvöldi svona á meðan maður lét hugann reika aftur til grunnskólaáranna. Því miður skrifaði ég ekki mjög djúpstæðar færslur og tímabilið sem ég skrifaði var alltof stutt. Fann samt eina sniðuga sem ég ætla að láta flakka hérna, vildi óska að ég myndi eftir þessum tónleikum:

Laugardagur 10. maí 1986

Ég vaknaði um klukkan níu. Klukkan tvö fór ég á mína fyrstu tónleika. Stebbi P. bauð mér. Á tónleikunum léku: Herbert Guðmundsson, Fölu frumskógardrengirnir, The Vokes, Megas, Possabillis og Næturgalarnir frá Venus. Ég ætlaði að taka á vídeóleigu kvikmyndina Vitnið en hún var ekki inni svo ég tók í staðinn Villigæsirnar II (Wild Geese II). Roger Taylor er hættur í Duran Duran, að minnsta kosti í bili. Ég lauk við að raða frímerkjunum sem mamma gaf mér fyrir nokkrum dögum í frímerkjabók. Ég horfði á Wild Geese II til klukkan eitt í nótt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið að gerast fyrir 21 ári