föstudagur, september 07, 2007

Árviss togstreita

Þokkalega liðið á september og ég er ekki enn svo mikið sem farinn að spá í ræktarprógrammið þennan veturinn. Man að á tímabili hafði ég sett mér það takmark að byrja áður en allir þeir sem höfðu ekkert mætt í ræktina í sumar (samanber mig) myndu fara að mæta. Áður en auglýsingarnar um aðhaldsnámsskeiðin færu af stað. Enn hef ég þó ekki lagt í hann þrátt fyrir að aðhaldsauglýsingarnar frá líkamsræktarstöðvunum séu komnar og farnar sömuleiðis ef út í það er farið.

Veit ekki alveg hvað veldur, stöðin sem ég hef samviskusamlega styrkt síðustu mánuði er að flytja í nýtt húsnæði í lok ársins þar sem allt á að verða miklu flottara en það er í dag. Ef maður ætlar að halda þessu eitthvað áfram þá er nauðsynlegt að kíkja eitthvað af stað áður en sú breyting verður, annað er bara glatað. Svo á að verða einhver líkamsræktaraðstaða þegar vinnan flytur sig í nýtt hús, nokkuð sem gerist um næstu áramót. Er samt varla að sjá mig fara mikið á hlaupabrettið í vinnunni. En kannski verður það málið.

Svo var alltaf spurning um að drífa sig bara út og skokka reglulega einn hring í hverfinu, svona áður en snjórinn kemur.

Ætli sé ekki best að sofa á þessu...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Veistu að það er heví mál að segja upp þessu líkamsræktarkorti sem ég er búinn að vera að borga af núna í eitt ár... 3990 á mánuði og get væntanlega talið þá tíma sem ég hef mætt í á fingrum annarar handar