fimmtudagur, september 20, 2007

Á Slysó

Fékk símtal frá leikskólanum skömmu eftir hádegið í dag, „Logi Snær datt og lenti á hnakkanum, það þyrfti að láta líta á hann.“ Ég fer niður eftir og fæ drenginn afhentan, hálfvankaðan og með þessa líka rosakúlu á hnakkanum. Hefði mátt halda að einhver hefði dúndrað golfkúlu upp í krakkann og kúlan hefði nánast gengið út hinumegin. Nánast. Spurning hvort myndin nær að lýsa þessu:


Stemming upp á Slysó, bið eftir lækni, bið eftir myndatöku, bið eftir niðurstöðu úr myndatökunni. Logi Snær var nú samt nokkuð góður í gegnum þetta allt. Var settur í einhvern höfuðskanna þar sem hann þurfti að liggja grafkyrr í ca 2 mínútur sem hafðist þegar honum var tjáð að þessi kyrrseta væri nauðsynleg ef hann ætlaði að sjá kindurnar í sveitinni á laugardaginn. Allan tímann var ég búinn að vera með æludall í eftirdragi því drengurinn var vitaskuld eins og næpa í framan og kúlu dauðans á hnakkanum. Hélt öllu niðri...þangað til við vorum á leiðinni heim að kappinn skilaði máltíðum dagsins í fangið á sér. Sem betur fer vorum við nánst komnir heim og því lítið annað að gera en að opna rúðurnar og drífa sig.

Sem betur fer var niðurstaðan úr þessu að allir komust heilir heim og ættu væntanlega að komast heilir frá þessu öllu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi greyið litla þetta hefur verið sárt

Nafnlaus sagði...

Áiiiiiiiiiii, maður fær bara sársaukatilfinningu við að sjá og lesa þetta, en vonandi aftrar þetta honum ekki í að sjá kindurnar á morgun. Góða skemmtun, kveðja Inga