laugardagur, september 29, 2007

Meira af mér

Ég opnaði augun í morgun og sagði við sjálfan mig:
„Davíð, nú verður þú að fara í ræktina.“

Eða opnaði ég augun í morgun og konan sagði við mig:
„Davíð, nú verður þú að fara í ræktina.“

Skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að ég fór í ræktina í morgun. Eftir skriljón mánaða hlé.

Mikið af sömu andlitunum. Búttaða gellan sem er alltaf í Valsæfingatreyjunni virðist nú vera svipað búttuð og áður og sköllótti karlinn sem er alltaf í hlýrabol er í ósköp svipuðu formi og áður. Það voru ákveðin vonbrigði að sjá að þetta lið sem er örugglega búið að vera að mæta samviskusamlega á meðan ég var í öðrum verkefnum er ekki orðið helköttað og skorið. Til hvers þá að vera að þessu? Svarið kom á vigtinni eftir spriklið. Ca 3 kíló kominn á karlinn frá því fyrir skriljón mánuðum. Greinilega nauðsynlegt að mæta og gera eitthvað þó ekki væri nema til að halda magninu af sjálfum sér í réttum hlutföllum. Allt er gott í hófi, líka ég.

Engin ummæli: