laugardagur, maí 15, 2010

Af fjölskyldustuðningi

Á dögunum var ég að spjalla í símann við eina manneskju sem er tengd mér. Ég vil nú ekki nafngreina hana en við skulum bara segja að þetta er systir mín sem er þremur árum yngri en ég, hefur verið búsett á Suðureyri við Súgandafjörð en er nú að nema hjúkrun á Akureyri. Meira gef ég ekki upp.

Í þessu samtali mínu við þessi manneskja sem við skulum bara kalla Jóhönnu (svona til að kalla hana eitthvað), þá var verið að fara yfir stefnuskrá dagsins, hvaða verkefni hvor um sig sæi fram á að þurfa leysa þann daginn. Ég lýsti þar þeim áhuga mínum að henda í eina köku og athuga hvort það kæmi ekki sterkt inn. Jóhanna (sem er vitaskuld ekki hennar rétta nafn) vildi nú kippa mér niður á jörðina með það sama. Kannski væri það mér mögulegt svona ef ég fengi eins og eitt stykki Betty Crocker eða eitthvað sambærilegt upp í hendurnar, svona no-brainer dæmi. Sem sagt, ef þetta væri meira en að blanda saman dufti og vatni þá væri þetta hopeless-case og best væri ef ég tæki þá bara röltið strax út í bakarí.

Veit ekki hvort þetta sé það sem þeir kalla öfug sálfræði en með þetta í farteskinu ákvað ég samt að henda mér í þetta, opnaði KitchenAid bókina og byrjaði.


Marmarakakan varð fyrir valinu
Ekkert dass hérnaVélin látin sá um mesta puðiðKomin í ofninn
Dómstóll götunnar sáttur, ísköld mjólk og íþróttafréttinar punkturinn yfir i-ið

3 ummæli:

Inga sagði...

Góður, enda ofurpabbi á ferð og ofurpabbar geta alveg bakað kökur :-)

*hóst-hóst* sagði...

ok ok fínt fínt.......

Tommi sagði...

thumbs up