fimmtudagur, maí 13, 2010

Eðlilegur eður ei?

Hérna á heimilinu er verið að bíða eftir niðurstöðu í ákveðið mál. Þessi niðurstaða mun nú ekki liggja ljós alveg strax held ég en það er gaman að velta þessu fyrir sér.

Staðan á heimilinu í dag er þessi:

Undirritaður: Örvhentur + örvfættur.
Betri helmingurinn: Rétthent + réttfætt.
Ísak Máni: Rétthentur + réttfættur.
Logi Snær: Örvhentur + örvfættur.
Daði Steinn: ???

Einhversstaðar heyrði ég að hlutfall örvhentra sé ca. 10-13%. Það er því ljóst að þessi fjölskylda er, eins og í svo mörgu öðru, langt frá því að vera eðlileg. Tala nú ekki um þegar ég er farinn að hallast að því að nýjasta eintakið sé örvhent, mér sýnist boltaköstin með vinstri vera aðeins öflugri en þau með hægri. Erfiðara að lesa í lappirnar, það er meira svona labbað á fullri ferð í átt að boltanum og svo virðist vera meira tilviljun háð hvort vinstri fóturinn eða sá hægri lendir á tuðrunni.

Kemur allt í ljós.

Engin ummæli: