fimmtudagur, maí 20, 2010

Dio

Sá á netinu að ein goðsögnin í rokkinu féll frá um helgina. Mér fannst karlinn alveg eiga skilið að fá pistil hérna en mig minnti hins vegar að ég hafi verið búinn að spjalla um þennan heiðursmann. Gróf það upp og til að ég sé nú ekki að endurtaka mig þá er hægt að lesa um samband mitt og Dio - HÉRNA -

Verð að segja að ég man nú ekki eftir þessum tónleikum þarna 1992 í íþróttahúsinu á Akranesi sem menn hafa verið að rifja upp síðustu daga. Það hefur væntanlega verið þegar ég var á Laugarvatni, áður en ég flutti mig yfir á Skagann. Maður var of ungur og vitlaus til að grípa þetta tækifæri. Hvað um það, sá á upprunarlega pistlinum að linkurinn á myndbandið góða var ónothæfur svo ég gróf þetta bara upp aftur. Gargandi snilld og svona menn eiga ekkert nema virðingu skilið:

Engin ummæli: