laugardagur, maí 22, 2010

Djö... munur

Aðeins í óbeinu framhaldi af síðasta pistli. Maður gleymir því alltof oft hvað netið getur verið magnaður hlutur. Datt í Wratchild America flash-back dauðans á YouTube, og smá gúgúl með því. Band sem virðist hafa verið hálfóheppið með tímasetningar og annað þannig að heimsfrægðin kom aldrei. Breyttu nafninu síðan í Souls at Zero áður en þetta datt að mestu leyti upp fyrir hjá mannskapnum fljótlega eftir það. Nema hvað að trommarinn, Shannon Larkin, er að lemja húðir hjá Godsmack í dag. Þetta komst ég að á nokkrum mínútum ásamt því að geta hlusta/horft á tóndæmi af öllum þessum böndum.

Fór þá aðeins að hugsa um hvernig fór maður að í gamla daga í almennri upplýsingaöflun? Fór maður bara á bókasafnið og fletti í gömlum blöðum?

Djö... munur.

Engin ummæli: