Braut odd af oflæti mínu og kíkti á Old-boys æfingu í kvöld, hina fyrstu ever. Á 99 ára afmælisdegi íþróttafélagsins Vals, furðuleg tilviljun. Samkvæmt pappírunum hefði ég getað verið að hefja mitt 5-ta tímabil í þessum heldrimannaflokki en sem fyrr segir hef ég ekki stigið þetta skref hingað til. Þrátt fyrir þrýsting að mæta á æfingar hjá Fylkir og ákveðnir möguleikar hafi verið til staðar hjá Þrótti (hljómar eins og maður sé þvílík eftirsótt kempa) þá ákvað ég að þreyta frumraun mína með hverfisklúbbnum. Vissi svo sem ekkert hverjir væru að spila í þessum hóp en einhverjir 18 hausar á svæðinu, kannaðist lauslega við 2 þannig að það var engin sérstök böddí-stemming. Byrjaði í markinu en tók svo centrocampista á þetta og setti meira að segja eitt kvikindi. Gamlir unnu samt.
En það gengur eitthvað illa að finna aftur gleðina í þessu, spurning hvað maður gerir.
þriðjudagur, maí 11, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Neistinn er sloknaður alveg eins og á Hlíðarenda öll ljós slökkt þar.
Skrifa ummæli