sunnudagur, maí 16, 2010

Helgin hérna

Enn ein sveitahelgi hjá konunni. Reyndar fór hún bara á laugardagsmorgninum og tók Ísak Mána með sér í þetta skiptið þannig að hinir tveir hausarnir voru hjá mér í bænum. Bongóblíða hérna á laugardeginum þannig útivera var á matseðlinum. Nennti ekki að rölta hérna um hverfið og ákvað að drösla vagninum niður í bæ og taka smá down-town á þetta. Lentum í talsverðu fjöri sem var vegna listahátíðar, fjölþjóðleg skrúðganga og fleira í þeim dúr, ég hafði reyndar ekki hugmynd um þetta en bara gaman að því.

Tókum Bæjarins bestu, Kolaportið o.s.frv. og enduðum miðbæjartúrinn á toppnum í Hallgrímskirkju, nokkuð sem Logi Snær er búinn að tala um í talsvert langan tíma og loksins fékk hann að gæjast út um toppinn. Daði Steinn nennti ekkert að sofa þegar fjörið var svona mikið, toppaði nú alveg ferðina að vera þarna uppi þegar klukkufjandinn sló tvö.





Vorum rólegri í dag enda held ég að þessi rúntur í gær hafi aðeins tekið í Daða Stein. Við Logi Snær fórum samt út á sparkvöll á meðan Daði svaf í vagninum sínum. Restin af liðinu svo væntanlegt á eftir.

Engin ummæli: