Tókum Bæjarins bestu, Kolaportið o.s.frv. og enduðum miðbæjartúrinn á toppnum í Hallgrímskirkju, nokkuð sem Logi Snær er búinn að tala um í talsvert langan tíma og loksins fékk hann að gæjast út um toppinn. Daði Steinn nennti ekkert að sofa þegar fjörið var svona mikið, toppaði nú alveg ferðina að vera þarna uppi þegar klukkufjandinn sló tvö.
Vorum rólegri í dag enda held ég að þessi rúntur í gær hafi aðeins tekið í Daða Stein. Við Logi Snær fórum samt út á sparkvöll á meðan Daði svaf í vagninum sínum. Restin af liðinu svo væntanlegt á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli