laugardagur, maí 22, 2010

Endalok leikskólans hjá þessu eintaki

Nú styttist í að ferli Loga Snæs sem leikskólabarns fari að ljúka. Frá og með 1. júní er leikskólinn off og hefðbundin skólaganga hefst svo í haust. Maður er sem sagt ekki að verða yngri.

Í gær var haldin meðalformleg útskriftarathöfn fyrir elstu börnin, þau sem eru að fara í skóla í haust. Söngur, dans, útskriftarmöppur og kökur í athöfninni. Drengurinn fór á kostum í valsinum og fóstrurnar grétu nánast af gleði.1 ummæli:

jóhanna sagði...

sæti litili á leið í grunnskóla OMG!!!! rosalega lýður tíminn hratt