þriðjudagur, maí 25, 2010

Meira úr firðinum fagra

Sól og blíða um hvítasunnuhelgi í Grundarfirði. Hvað er þá betra en að skella sér í smá vatnsstríð?

Höfum gert þetta áður. Einhverjar rándýrar vatnsbyssur með pumpum sem gera ekkert annað en að bila hafa reynst okkur illa. Það er því bara best að bjarga sér í sveitinni og nota það sem til er í kotinu. Balar, fullir af ísköldu vatni, og 1/2 lítra flöskur virka fínt.

En myndir segja meira en þúsund orð, smella á til að stækka:


Tveir á móti einumKarlinn að fá góða gusu......beint í smettiðLogi Snær hélt sig í ákveðni fjarlægðÍsak Máni sýndi minni virðinguTekist áMenn aðeins farnir að missa sigEf menn eru að missa sig þá fá menn það í „bakið“ÚppsLogi Snær fékk líka gusu úr bala í lokin, ekki sáttur


En allir sáttir í leikslok, bara svolítið kalt

Engin ummæli: