föstudagur, október 28, 2011

3ja stiga skotið góða um árið

Fjallaði um það hérna þegar Ísak Máni smellti niður 3ja stiga körfu í leikhléi á leik Hauka og ÍR, fyrir tæplega ári síðan. Pistilinn má lesa með því að smella -HÉR-. Ég man að ég var að reyna að taka mynd af þessu á símann minn þegar á þessu stóð, nokkuð sem virkaði engan veginn.

En félagi Ísaks Mána fann svo link af atburðinum inn á YouTube ekki alls fyrir löngu. Þið getið séð það með því að smella -HÉR-. Endursýning í slow-motion og alles, greinilega toppmenn hjá Haukar TV. Helv... vel gert hjá stráknum, það var ekkert að þvælast fyrir honum að vera í úlpunni og með húfuna á hausnum. Hann hefði reyndar þurft að gera eitthvað í fagninu. Það er alltaf næst.