föstudagur, apríl 27, 2007

Karlinn horfir á fréttirnar

Mér er spurn hvort ég eigi eftir að verða vitni af því að íslenskur ráðherra segi af sér vegna vafasamra vinnubragða? Ég held bara í alvörunni ekki.
En þetta mál með Jónínu Bjartmarz ber svipaðan keim og leikfimisfötin hans Héðins bekkjarbróðir míns sem gleymdi fötunum í töskunni sinni eftir notkun yfir allt jólafríið hérna um árið. Þetta lyktar. Hvernig getur allt þetta lið sem kom nálægt þessu svarið af sér allt og haldið því blákalt fram að engin hafi vitað um nein tengsl. Erum við fífl? Maður nennir ekki að velta sér upp úr þessu og kannski er það mergur málsins. Hver man eftir þessu í næstu viku? Ætli ég verð ekki búinn að gleyma þessu.

Var varla búinn að ná mér eftir þessa frétt þegar á skjáinn kom sú stórfrétt að söngvarinn Jónsi úr Í svörtum fötum hefði komist í gegnum flugfreyju/þjónaskólann (eða hvað sem þetta heitir) og væri því að hefja störf í kaffiuppáhellingum í háloftinu. Sjónvarpið var á staðnum eins og þetta væri þvílíkt plögg í gangi og tók viðtal við kappann. Frábærast fannst mér þó þegar sýnt var þegar hann skrifaði undir starfmannasaminginn, þetta leit nánast út eins og þegar Beckham skrifaði undir hjá Real Madrid á sínum tíma nema að þetta var bara frat. Frétt minn rass.

Má bjóða þér að versla eitthvað úr Saga Boutique?

Engin ummæli: