föstudagur, apríl 27, 2007

Skólahreysti 2007

Sigga og Ísak Máni fóru á Skólahreysti-keppnina í gær þar sem grunnskólarnir keppa sín á milli í líkamshreysti. Breiðholtsskóli komst í úrslitakeppnina sem haldin var í Laugardalshöllinni og mín og minn gátu ekki skorast undan að fara með sem hluti af klappliðinu. Við Logi Snær gátum horft á þetta í beinni útsendingu á Skjá einum, eins og úthald leyfði. Breiðholtsskóli gerði sér lítið fyrir og hirti 3. sætið sem verður að teljast frábær árangur. Hnuplaði hérna myndum af Breiðholtsskólavefnum og birti hér. Læt líka fylgja mynd að einum keppandanum, honum Kalla en hann býr í stigagangnum hjá mér.

Engin ummæli: