Fótboltamót hjá Ísaki Mána í dag. Spilað var í Risanum í Hafnarfirði en þar hafði Ísak Máni ekki spilað áður, ég hef spilað þar a.m.k. einu sinni. Samkvæmt planinu sem gefið var upp fyrir mót var drengurinn í B-liði en þegar á hólminn var komið var hann "hækkaður" upp í A-lið vegna þess að eitthvað mættu fleiri en ráðgert var og því þurfti að endurskipuleggja þetta á staðnum. Fyrir þessa breytingu höfðu A-liðs drengirnir áhyggjur af því að þeir væru markmannslausir en með tilkomu Ísaks Mána þá var hann fenginn til að taka stöðuna milli stanganna. Hann ætlaði nú bara að taka fyrstu tvo leikina í hönskum en þetta gekk svo vel og var svo gaman að hann kláraði alla fjóra leikina sem nr. 1.
Þeir spiluðu við Víking, Stjörnuna, FH-1 og FH-2. Tveir 1:0 sigurleikir, 2:1 sigur og 0:0 jafntefli var niðurstaðan við mikinn fögnuð enda gaman þegar vel gengur. Hann fékk sem sagt bara eitt mark á sig í leikjunum fjórum og stóð sig rosalega vel. Það er smá pressa á drengnum, að ég tala nú ekki um með foreldrana á bak við markið alveg með hjartað í hnút þegar andstæðingarnir nálgast markið hjá drengnum. En hann stóðst þetta allt sem sagt með prýði.
Smábrot með kappanum í stórræðum:
Af hinum, Logi Snær fór út að hjóla í dag með mömmu sinni og fékk að prófa tvíhjólið hans Ísaks Mána. Hjálpardekkin voru vitaskuld sett undir og það var alveg magnað hvað hann var duglegur og flakkaði aðeins um, fór meira að segja út í Tomma-blokk. Datt reyndar tvisvar en lét það ekki stoppa sig og fór jafnharðan á bak aftur. Það er því ljóst að nú þarf að fjárfesta í nýjum fák fyrir Ísak Mána, staðreynd sem var nú ljós fyrir daginn í dag. Sá eldri fær nýtt en sá yngri fær þetta gamla, gangur lífsins?
Nammidagurinn í dag gleymdist eiginlega í allri þessari dagskrá þannig að samið var um að það að fresta honum um einn dag. Furðulegt að þetta hafi gleymst svona, það er kannski ekki meiri áhuga fyrir þessu. Þetta virðist vera sama áhugaleysið og hefur ríkt í kringum páskaeggin tvo sem gleymdust heima. En við sjáum til, þetta er framundan á morgun:
laugardagur, apríl 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Frábært hjá báðum strákunum, þetta eru hörku strákar. Hlakka til að sjá þá í sumar.
Kveðja
Glæsileg markvarsla, Ísak Máni, ég skil varla hvernig þú fórst að þessu!
Villi.
Þvílíkur nagli. Spurning hvort að hann fari ekki að slá þig úr markinu hjá Vatnsberunum. Amk ef að þú ætlar að úða þessum súkkulaðiklessum í trantinn á þér fyrir leikinn á eftir.
Skrifa ummæli