laugardagur, júlí 10, 2010

Úrvalsbúðir 2010

Ísak Máni fékk skemmtilegt bréf í pósti núna á vordögum en það var frá KKÍ, þ.e. Körfuknattleikssambandi Íslands ef menn eru ekki sterkir á svellinu í þessum skammstöfunum öllum. Kom þá í ljós að hann hafði verið tilnefndur af ÍR til að taka þátt í æfingabúðum fyrir úrvalshópa KKÍ eins og það heitir víst en er nokkurskonar undanfari yngri landsliða. Ekki samt alveg eins og sé búið að velja hann í eitthvað landslið enda góður slatti af strákum úr liðum frá öllu landinu tilnefndir í þetta. En þetta þykir talsverð upphefð og flott enda unglingalandsliðsþjálfarar og fleiri reyndar kempur sem stjórna þessum æfingum. Þetta eru æfingar yfir tvær helgar, sú fyrri var í byrjun júní en sú seinni verður um miðjan ágúst. Við rákumst svo á þetta myndband á netinu eftir þessa fyrri helgi og þar glittir nokkrum sinnum í guttann á fyrstu hálfu mínútunni, reyndar ekki í „action“ en honum fannst þetta ekki slæmt.

Gaman að þessu.

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Flottur hann frændi minn :)