Svo fór drengurinn að biðja um nýja takkaskó, n.b. ekki nýja gervigrasskó heldur skó með alvöru tökkum. Foreldarnir voru ekki alveg að sjá notagildið í þeim kaupum en féllust á það að ef hann færi að æfa þá fengi hann nýja takkaskó. 8. júní sl. mætti hann á fótboltaæfingu hjá 8. flokk ÍR og tók fullan þátt eins og að drekka vatn. 11. júní var svo mætt niður í Jóa Útherja, nánast á sama tíma og nýja adidas-sendingin með HM skónum sem var viðeigandi því á meðan við vorum þarna að máta skó komst S-Afríka yfir á móti Mexíkó í opnunarleik HM.
Hann er búinn að mæta á þessar vikulegar æfingar síðan, svona þegar við höfum verið á svæðinu. Svo kom að því. Á æfingu í gær var tilkynnt að það yrði vinaleikur, eins og það var kallað, á móti Breiðablik í dag. Menn urðu nokkuð spenntir enda var tilkynnt að þeir ættu að koma í öllum græjum en fengju keppnistreyjur á staðnum. Við yfirferð á græjunum þóttu Lotto-stuttbuxurnar sem komu víst upprunarlega frá Jökli frænda engan vegin nógu góðar þannig að splæast var í nýjar stuttbuxur. Reyndar kom svo í ljós að búningastjórinn var erlendis þannig að menn þurftu að láta sér vesti duga, sem var smá skúffelsi hjá mínum.
En gleðin var við völd í blíðvirðinu í Kópavoginum og það var víst fyrir öllu.
2 ummæli:
Hamingjuóskir til Loga Snæs - tvö mörk, ekki slæmt.
Foreldrarnir hljóta þá núna að vera farnir að skipulega ferðir á fleiri knattspyrnumót næstu árin...
Ég vona að hann hafi fengið fótbolta hæfileikana frá móður sinni. Þú þvældist nú bara fyrir í markinu.
Kveðja Torfi
(Halldór Torfi)
Skrifa ummæli