laugardagur, júlí 03, 2010

N1 mótið á Akureyri - dagur 4


Þá er þessu móti lokið. Lið Fram gersigrað í dag en tap fyrir FH með minnsta mun í kjölfarið skilaði liðinu hjá Ísaki Mána 10. sæti af 28 liðum. Heilt yfir bara fínt, ég var alla vega rosalega sáttur með mitt eintak en mér finnst kappinn vera að taka miklum framförum. Annars fengum við allskonar veður í dag, rigningin sem skall á okkur innihélt dropa á stærð við golfkúlur. Alltaf gott veður á Akureyri, bara mismunandi gott.

Kveðjum Jóhönnu og Aron Kára á morgun og höldum heim á leið. Vinna á þriðjudag, úff.

Engin ummæli: