mánudagur, júlí 26, 2010

Á góðri stund 2010

Við fórum til Grundarfjarðar og það varð ljóst að einhver sá að sér því fyrir utan þennan rigningarúða sem stóð yfir í 20 mínútur á laugardeginum þá var þetta bara meira sól og sumarylur. Jóhanna og co létu sjá sig líka og því var þetta smá púsluspil að koma einni 5 manna fjölskyldu og annarri 4ra manna (ég tel Búbba ekki með) fyrir á Smiðjustíg 9. Það gekk hins vegar vel upp og allir sáttir og gleðin við völd á öllum vígstöðum:1 ummæli:

Jóhannan sagði...

Ég tel okkur sem fimm.... aumingja Búbbi að þurfa að dúsa í bílskúrnum heila helgi. Hann var svo frelsinu fegin þegar við komum aftur á Súganda að hann fór og veiddi þennan myndarlega skógarþröst og færði mömmu sinni í morgun... toppaðu það ;)