föstudagur, júlí 09, 2010

Decision drama

Voðalega er þetta orðið mikið drama í kringum þessa karla, ekki skrítið að þeir séu meira og minna hálf veruleikafirrtir. Ég verð nú að vera sammála gömlu hetjunni minni, Sir Charles Barkley, auðvitað átti karlinn að halda sig í Cleveland og reyna að landa titlinum þar. Að taka þetta með Miami er ekki sami sjarminn og svo er þetta líka liðið hans Dwayne Wade. Ef þú ert 25 ára, ungur og graður, þá áttu bara að reyna að kýla á þetta með liðinu þar sem þú ert maðurinn. Þegar árin fara að færast yfir og hnéin og bakið fara að gefa sig þá er alltaf hægt að fá sig treidaðann yfir í eitthvað líklegt meistaralið og reyna taka þetta á lokametrunum sbr. Gary Payton, Karl Malone og vitaskuld Sir Charles þótt það hafi nú ekki gengið hjá þeim öllum.

En svo er kannski meira stuð í Miami heldur en Cleveland þegar þú ert bara 25 ára.

Engin ummæli: