fimmtudagur, júlí 01, 2010

N1 mótið á Akureyri - dagur 1 og 2

Ísak Máni er að keppa á N1-mótinu í fótbolta á Akureyri eins og stendur og vitaskuld er öll fjölskyldan á svæðinu, svona quality time. Allir í góðum gír hjá Jóhönnu en hvorki ég né Sigga erum í fararstjórahlutverki í þetta skiptið. Enda nóg að hugsa um hina maurana tvo.

Mótið byrjaði í gær það var ekki laust við að maður fyndi fyrir smá spennu. Liðið hans Ísaks þykir nokkuð sterkt á pappírunum og er, þegar þetta er skrifað, á toppnum í riðlinum sínum á Íslandsmótinu. Þetta byrjaði vel, tveir leikir sem báðir unnust og þetta líka flotta veður. Dagurinn í dag var ekki alveg jafngóður, hvorki úrslitslega eða veðurlega séð, 2 töp og 1 sigur og dass af rigningardrullu ekkert úrhelli þó. Ljósi einstaklingspunkturinn hjá eintakinu mínu hvað daginn í dag varðar var að kappinn setti eitt stykki mark. Það gerist ekki á hverjum degi enda oftar en ekki niðurnegldur í vörninni. Núna hefur hann verið spila á vinstri kanti á milli þess sem hann er í vörninni og er þá vitanlega framar á vellinum. Markið bætti líka upp bylmingsskotið sem hann átti í leiknum á undan sem small í þverslánni. Það er leikur á móti KR á morgun sem verður einfaldlega að vinnast ef sæti í undanúrslitum á að nást, annars erum við að tala um neðrisætaúrslit.

Nokkrar myndir, Logi Snær æfir sig svona bara á meðan á hliðarlínunni:

Engin ummæli: