þriðjudagur, apríl 10, 2007

Farið á kostum

Var alveg eins og asni í morgun. Vissi að hlutirnir voru ekki eins og þeir áttu að vera þegar ég keyrði inn á bílastæðið í leikskólanum í morgun því venjulega er það þéttsetið af bílunum. Núna var hinsvegar ekki einn einasti. Ekki einn. Fyrir utan minn.

Ákvað samt að drösla Loga Snæ út úr bílnum en var ekkert rosalega hissa þegar kom í ljós að hurðin var harðlæst. Skimaði inn og sá tilkynninguna á hurðinni fyrir innan þar sem kom fram að dagurinn í dag væri einhver skipulagsdagur. Meiriháttar.

Sem betur fer fyrir mig var mamma hans Loga ekki að kenna í dag en var þó að vinna í ákveðnum undirbúningi niðri í skóla og var búin að undirbúa sig andlega undir það að hafa Ísak Mána hjá sér. Hún var samt ekkert sérstaklega ánægð með þessar fréttir þegar við feðgarnir komum heim aftur því það var nokkuð ljóst hver fengi að hafa yfirumsjón yfir yngri drengnum þennan dag.

Ég vil þó taka það fram að Logi Snær fór ekki á leikskólann þarna nokkra daga fyrir páskafrí þannig að það var ekki skrítið að þessi auglýsing hafi farið fram hjá okkur. Í alvöru.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yea right !!!!

Villi sagði...

Hva, er Namibía tæknivæddari er Ísland? Hér fær maður allar svona upplýsingar sendar í tölvupósti...

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að segja að ég náði að redda þessu með sóma, enda Ísak Máni afbragðs barnapía, tók Loga Snæ með sér í feluleik og fótbolta með félögunum á skólalóðinni.