miðvikudagur, júlí 07, 2010

Aðgerðin á Akureyri

Saumarnir voru teknir úr hausnum á Loga Snæ á sunnudeginum, áður en við lögðum af stað heim. Jóhanna var öll hin sprækasta og réðst á verkefnið í náttbuxum og flíspeysu (man ekki hvort hún var í rauðu Crocs-urunum sínum), vopnuð „saumakitinu“ sínu. Engin vídeóvél var á svæðinu svo myndavélin varð að duga og var skotið í gríð og erg, svona til að auka pressuna á kellunni.

„Davíð, þú gerir mig stressaða með myndavélinni“


Tími fyrir reykpásu?


Kannski best að fá aðstoðarmann á ljósið


2/3 af afrakstrinum, 1/3 týndist í sófanum


Gríðarlega sátt með græjurnar sínar

1 ummæli:

Villi sagði...

Flott að sjá. En hvernig er það, þarf ekki að sótthreinsa fyrir svona? Flíspeysuhjúkka... líst ekki alveg á svoleiðis gellu...