Snjóbrettið var í gær, þ.e. þeir sem treystu bakinu sínu í það.
sunnudagur, desember 30, 2007
miðvikudagur, desember 26, 2007
Alþjóðlega Breiðholt
þriðjudagur, desember 25, 2007
Jólin
Jólin gengin í garð og tærnar uppi í lofti. Reyndar hefur sú athöfn, þ.e. að hafa tærnar uppi í lofti ekki verið eins þægileg og oft áður. Ástæða þess er sú að undirritaður og fjölskylda skelltu sér í sund núna um helgina en vegna þess hve langt er liðið frá síðustu sundferð og almennt hreyfingarleysi hefur háð kappann þá fóru einhverjar hopp- og skopphreyfingarnar í sundinu illa í karlinn og bakið búið að vera helv... slæmt síðan.
Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.
Smelltum okkur upp í Mosó í hádeginu í dag, í hangikjöt og tilheyrandi. Það fór að kyngja niður þessum líka alvöru jólasnjó og á tímabili fór maður að hafa smá áhyggjur að verða veðurtepptur en öll komust við nú heim. Fínt að komast heim í íþróttabuxur og bol. Við Ísak Máni tókum okkur til og kíktum á einn af þeim hlutum sem hafði leynst í einum pakkanum í gær, Play Sport leikinn fyrir Playstation tölvuna. Þetta er hreyfileikur með tilheyrandi hoppi og skoppi. Sem fór ekkert alltof vel í alla bakveika. Það var allavega hægt að nota það sem afsökun fyrir tapinu.
Hvað um það, aðfangadagur gekk bara vel fyrir sig, drengirnir voru heilt yfir alveg að lifa biðina af þótt spenna hafi verið í loftinu. Hamborgahryggurinn var alveg að gera sig sem fyrr og sú framkvæmd heppnaðist sem önnur á þessum degi en vitaskuld var mesta stemmingin í kringum pakkana. Út úr því komu allir sáttir, talsvert um fatapakka en dótið leyndist líka inn á milli. Aðfangadagskvöld fór t.a.m. í að setja saman hið ýmsa playmódót.

sunnudagur, desember 23, 2007
laugardagur, desember 22, 2007
Undirbúningur jólanna
Svei mér ef það hefur bara ekki verið allt vitlaust að gera þessa rúmlega síðustu viku.
Síðasta helgi fór eitthvað í matarboð, á föstudeginum hjá vinahjónum okkar hérna í hverfinu og svo var farið í skötu upp í Mosó á laugardeginum. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá hélt ég mér við fiskréttinn, þ.e. það sem var boðið upp á fyrir þá sem þykjast ekki geta borðað skötu.
Ísak Máni keppti svo í fótbolta á jólamóti í Egilshöllinni á sunnudeginum. Þeim gekk svona lala, 2 jafntefli og 2 töp. Minns var í markinu í tveimur leikjum en færði sig svo í vörnina og stóð sig vel. Sem fyrr, hlutlaust mat.
Síðan hefur þetta verið svona að gera og græja fyrir jólin. Maður reynir nú að halda ró sinni en það þarf vitaskuld að kaupa einn eða tvo pakka. Svo voru það jólakortin og vitaskuld þurfti maður að redda einhverju í jólamatinn. Sem sagt, allt svona hefðbundið.
Villi og co mætt á svæðið og farið var í útskriftarveislu til þeirra í gær, Dagmar var að setja upp hvíta kollinn. Fjöldi manns samankomin í Æsufellinum, fínasta partý þótt yngstu drengirnir voru eitthvað ekki alveg með skilgreininguna á partýi á hreinu. Eða bara það að þeim fannst þetta ekkert partý. Ekki gott að segja.
Annars held ég að þetta sé allt að skríða saman og mín vegna mega jólin alveg koma.
Síðasta helgi fór eitthvað í matarboð, á föstudeginum hjá vinahjónum okkar hérna í hverfinu og svo var farið í skötu upp í Mosó á laugardeginum. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá hélt ég mér við fiskréttinn, þ.e. það sem var boðið upp á fyrir þá sem þykjast ekki geta borðað skötu.
Ísak Máni keppti svo í fótbolta á jólamóti í Egilshöllinni á sunnudeginum. Þeim gekk svona lala, 2 jafntefli og 2 töp. Minns var í markinu í tveimur leikjum en færði sig svo í vörnina og stóð sig vel. Sem fyrr, hlutlaust mat.
Síðan hefur þetta verið svona að gera og græja fyrir jólin. Maður reynir nú að halda ró sinni en það þarf vitaskuld að kaupa einn eða tvo pakka. Svo voru það jólakortin og vitaskuld þurfti maður að redda einhverju í jólamatinn. Sem sagt, allt svona hefðbundið.
Villi og co mætt á svæðið og farið var í útskriftarveislu til þeirra í gær, Dagmar var að setja upp hvíta kollinn. Fjöldi manns samankomin í Æsufellinum, fínasta partý þótt yngstu drengirnir voru eitthvað ekki alveg með skilgreininguna á partýi á hreinu. Eða bara það að þeim fannst þetta ekkert partý. Ekki gott að segja.
Annars held ég að þetta sé allt að skríða saman og mín vegna mega jólin alveg koma.
fimmtudagur, desember 13, 2007
þriðjudagur, desember 11, 2007
Taka 2
laugardagur, desember 08, 2007
Tilraunaeldhúsið
Eftir að Ísak Máni fékk humarsúpu hjá vini sínum og varð svona rosalega hrifinn hefur reglulega komið upp sú umræða um að foreldarar hans þyrftu að elda svona súpu við tækifæri. Tala nú ekki um eftir að hann fékk uppskriftina á upprunastaðnum.
Tækifærið kom í dag. Sigga og drengurinn fóru í búð og versluðu það sem til þurfti fyrir tilefnið, m.a. nokkur grömm af humri á 15.9oo kr eða eitthvað álíka. Eitthvað fór eldamennskan ekki eins og til stóð og þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir, m.a. með áfengum drykkjum, var innihald pottsins úrskurðar vanhæft til inntöku og endaði í vaskinum. Sem betur fór var ljóst hvert stefndi áður en hið dýrmæta fiskmeti var notað.
Til að það fari nú ekki til spillis er áætlað að gera tilraun nr. 2 á næstu dögum. Annars var kvöldmat kvöldsins reddað með einhverju léttmeti en til að koma aðeins á móts við svekkelsi humarsúpuleysisins þá var Ben & Jerry ís í eftirmat. Hann klikkar aldrei ef létta á lund heimilisfólksins hérna.
Tækifærið kom í dag. Sigga og drengurinn fóru í búð og versluðu það sem til þurfti fyrir tilefnið, m.a. nokkur grömm af humri á 15.9oo kr eða eitthvað álíka. Eitthvað fór eldamennskan ekki eins og til stóð og þrátt fyrir ítrekaðar lífgunartilraunir, m.a. með áfengum drykkjum, var innihald pottsins úrskurðar vanhæft til inntöku og endaði í vaskinum. Sem betur fór var ljóst hvert stefndi áður en hið dýrmæta fiskmeti var notað.
Til að það fari nú ekki til spillis er áætlað að gera tilraun nr. 2 á næstu dögum. Annars var kvöldmat kvöldsins reddað með einhverju léttmeti en til að koma aðeins á móts við svekkelsi humarsúpuleysisins þá var Ben & Jerry ís í eftirmat. Hann klikkar aldrei ef létta á lund heimilisfólksins hérna.
föstudagur, nóvember 30, 2007
Rúmið góða
Við hjónaleysin erum vitaskuld nettklikkuð, staðreynd sem erfitt er að mótmæla og engin áætlun um að gera slíkt hér.
Mjög snemma keyptum við rúm fyrir Ísak Mána, þ.e. eftir að hann hætti að vera í rimlarúminu. Af einhverjum ástæðum keyptum við rúm í fullri stærð að því að það átti að vera svo hagkvæmt, skella sér beint í eitthvað sem endist. Mín niðurstaða af fenginni reynslu í kjölfar þeirrar ákvörðunar: Tóm tjara.
Við erum að tala um 90x200 skrímsli fyrir smágrísling. Ef menn eru kunnugir hefðbundinni herbergjaútfærslu í Bakkahverfinu í Breiðholti þá vita menn að herbergin eru ekkert voðalega stór. Að auki fannst okkur sniðugt að kaupa svona rúm sem er á einhverri upphækkun, t.a.m. gat Ísak Máni (þegar við keyptum rúmið) staðið undir því og þar töldum við okkur vera að fá auka pláss sem annars væri ekki til staðar með hefðbundnu rúmi. Önnur tóm tjara. Við fullorðna fólkið þurftum alltaf að vera bogra undir þessu gímaldi til að tína saman dót, ryksuga o.s.frv. Heildarniðurstaðan að helv... gripurinn tók allt herbergið og við vorum aldrei almennilega sátt.
Síðan þá hefur þessi gripur þvælst á milli herbergja með allskonar heimagerðum breytingum. Þetta er orðið svo mikið að ég man ekki þetta ekki allt 100% en hérna er þetta helsta, svona til að gefa innsýn inn í okkar brenglaða hugarheim:
1. Kaupum gripinn og hann fer inn í herbergi B.
2. Færum gripinn inn í herbergi A, sem er breiðara og látum taka lóðrétt úr undirstöðunum (ég veit, hljómar illa) til að rúmið passi upp við gluggavegginn.
3. Sigga fær pabba sinn til að smíða upphækkun á undirstöðurnar (ég veit, hljómar ekki betur) svo hægt sé að hafa skrifborð undir rúminu.
4. Logi Snær kominn til sögunnar og rúmið fært á sinn upprunarlega stað í herbergi B. Undirstöðuhækkunirnar rifnar undan aftur en þær notaðar sem endargaflar í nýtt heimasmíðað rúm handa Ísaki Mána en Logi Snær fær gripinn sem er hér í aðalhlutverki. Báðir sofa í herbergi B. Fótagaflinn á nýja rúminu, sem var haft 70 cm breitt, fer undir meðalháa gamla gripinn og ekkert meira pláss í herberginu. Foreldrarnir pirraðir á ástandinu.
5. Báðar græjurnar tættar í sundur og styttar þannig að þær passi við gluggavegginn á þessu herbergi B og jafnframt er gamla gímaldið mjókkað í 70 cm. Heimatilbúnu undirstöðuhækkanirnar, sem núna eru rúmið hans Ísaks Mána eru einfaldlega skellt undir gripinn og útkoman: Koja sem passar í endann á herberginu og allt í einu er herbergið sem maður þurfti nánast að bakka út úr orðið risastórt. Foreldrarnir sáttir.
Þetta hefur verið í gegnum tíðina rugl mikil vinna sem hefur aðallega lent á smiðnum á heimilinu. Ægilegt púsluspil til að láta allt passa saman. Núna höfum við heitið því að það verður ekki losuð ein skrúfa á þessum sambræðingi nema þegar hann fer á haugana. Mér finnst það skiljanlegt, sérstaklega eftir lestur á þessum punktum hérna að ofan, að menn muni taka þeirri fullyrðingu með semingi.


Nú þurfum við bara að vona að það slitni ekki upp úr bræðrakærleiknum í nánustu framtíð og þeir fáist áfram til að sofa í sama herberginu.
Mjög snemma keyptum við rúm fyrir Ísak Mána, þ.e. eftir að hann hætti að vera í rimlarúminu. Af einhverjum ástæðum keyptum við rúm í fullri stærð að því að það átti að vera svo hagkvæmt, skella sér beint í eitthvað sem endist. Mín niðurstaða af fenginni reynslu í kjölfar þeirrar ákvörðunar: Tóm tjara.
Við erum að tala um 90x200 skrímsli fyrir smágrísling. Ef menn eru kunnugir hefðbundinni herbergjaútfærslu í Bakkahverfinu í Breiðholti þá vita menn að herbergin eru ekkert voðalega stór. Að auki fannst okkur sniðugt að kaupa svona rúm sem er á einhverri upphækkun, t.a.m. gat Ísak Máni (þegar við keyptum rúmið) staðið undir því og þar töldum við okkur vera að fá auka pláss sem annars væri ekki til staðar með hefðbundnu rúmi. Önnur tóm tjara. Við fullorðna fólkið þurftum alltaf að vera bogra undir þessu gímaldi til að tína saman dót, ryksuga o.s.frv. Heildarniðurstaðan að helv... gripurinn tók allt herbergið og við vorum aldrei almennilega sátt.
Síðan þá hefur þessi gripur þvælst á milli herbergja með allskonar heimagerðum breytingum. Þetta er orðið svo mikið að ég man ekki þetta ekki allt 100% en hérna er þetta helsta, svona til að gefa innsýn inn í okkar brenglaða hugarheim:
1. Kaupum gripinn og hann fer inn í herbergi B.
2. Færum gripinn inn í herbergi A, sem er breiðara og látum taka lóðrétt úr undirstöðunum (ég veit, hljómar illa) til að rúmið passi upp við gluggavegginn.
3. Sigga fær pabba sinn til að smíða upphækkun á undirstöðurnar (ég veit, hljómar ekki betur) svo hægt sé að hafa skrifborð undir rúminu.
4. Logi Snær kominn til sögunnar og rúmið fært á sinn upprunarlega stað í herbergi B. Undirstöðuhækkunirnar rifnar undan aftur en þær notaðar sem endargaflar í nýtt heimasmíðað rúm handa Ísaki Mána en Logi Snær fær gripinn sem er hér í aðalhlutverki. Báðir sofa í herbergi B. Fótagaflinn á nýja rúminu, sem var haft 70 cm breitt, fer undir meðalháa gamla gripinn og ekkert meira pláss í herberginu. Foreldrarnir pirraðir á ástandinu.
5. Báðar græjurnar tættar í sundur og styttar þannig að þær passi við gluggavegginn á þessu herbergi B og jafnframt er gamla gímaldið mjókkað í 70 cm. Heimatilbúnu undirstöðuhækkanirnar, sem núna eru rúmið hans Ísaks Mána eru einfaldlega skellt undir gripinn og útkoman: Koja sem passar í endann á herberginu og allt í einu er herbergið sem maður þurfti nánast að bakka út úr orðið risastórt. Foreldrarnir sáttir.
Þetta hefur verið í gegnum tíðina rugl mikil vinna sem hefur aðallega lent á smiðnum á heimilinu. Ægilegt púsluspil til að láta allt passa saman. Núna höfum við heitið því að það verður ekki losuð ein skrúfa á þessum sambræðingi nema þegar hann fer á haugana. Mér finnst það skiljanlegt, sérstaklega eftir lestur á þessum punktum hérna að ofan, að menn muni taka þeirri fullyrðingu með semingi.
Nú þurfum við bara að vona að það slitni ekki upp úr bræðrakærleiknum í nánustu framtíð og þeir fáist áfram til að sofa í sama herberginu.
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Gestir.is
Það hefur verið mikið um gesti hérna síðustu daga og í dag varð engin breyting á. Það var nú samt frekar óvenjulegur gestur ef svo má segja. Logi Snær á góðan félaga í leikskólanum, hann Óðinn, og um daginn fékk Logi Snær að fara heim með honum eftir leikskólann. Forsaga var nefnilega sú að Óðinn á eldri systur sem er reyndar í bekk með Ísaki Mána og hún var alltaf að fá einhverja vini heim. Óðni fannst þetta hrópandi óréttlæti og fór að nefna það að hann þyrfti nú að fara að fá einhverja vini sína í heimsókn. Logi Snær fór s.s. til hans um daginn og nú var kominn tími á að Óðinn fengi að koma til Loga.

Þetta gekk nú svona stórslysalaust fyrir sig, voru svolítið eins og villuráfandi sauðir á milli þess sem að þeir gleymdu sér í einhverjum leikjum. En ekki hægt að ætlast til að menni kunni þetta alveg upp á 10, vinaheimsóknir hljóta að krefjast svolitlar reynslu eins og annað.
Þetta gekk nú svona stórslysalaust fyrir sig, voru svolítið eins og villuráfandi sauðir á milli þess sem að þeir gleymdu sér í einhverjum leikjum. En ekki hægt að ætlast til að menni kunni þetta alveg upp á 10, vinaheimsóknir hljóta að krefjast svolitlar reynslu eins og annað.
miðvikudagur, nóvember 28, 2007
Fleiri gestir
Jóhanna og Aron Kári eru stödd í Reykjavík, það fer ekki fram hjá neinum. Hún bauð sér í kvöldmat hérna í Eyjabakkanum og hafði kjötsúpu og kók úr krafsinu. Aron Kári var hinsvegar svona la-la sáttur, fór svolítið eftir því hversu langt var í mömmu.
þriðjudagur, nóvember 27, 2007
Gestkvæmt
Við hverju býst maður þegar gesti ber að garði? Mögulega skemmtilegum samtölum og slúðursögum af sameiginlegum vinum og kunningjum. Ekki kannski alveg að gesturinn taki upp tölvu úr töskunni sinni, breiði makindalega úr sér í sófanum þínum og fari að spila Football Manager af miklum móð. Og að það eina sem heyrist frá þessum gesti er að sófinn þinn sé ekki nógu þægilegur og spurningar um hvar sé best að tengja tölvuna í rafmagn án þess að þurfa mikið að hreyfa sig.
Kannski er þetta bara ég.
Kannski er þetta bara ég.
mánudagur, nóvember 26, 2007
Litlu atriðin sem lífga upp á lífið
Stundum eru lítil atriði svo kostuleg að þau bjarga alveg deginum hjá manni. Minnir endilega að ég hafi einhvern tímann séð auglýsingu á einhverri erlendri rás þar sem þessar aðstæður voru leiknar. Örugglega bjórauglýsing.
Vegna vinnu minnar var ég staddur í matvörubúð hér í bæ á dögunum og var að tala við unga konu sem vinnur í búðinni, sem ég hef oft talað við og ekkert fréttnæmt við það í sjálfu sér. Þegar samtali okkar er lokið er ég að rölta einn hring í búðinni og er að virða eitthvað fyrir mér þegar ég heyri að einhver er að labba fyrir aftan mig og ég heyri rödd konunnar sem ég var að tala við áðan segja: "Fyrirgefðu, en ertu eitthvað upptekinn í kvöld?"
Ég sný mér við, hálffurðulegur, en sé þá mér til mikillar kímni að konan er í símanum. Hún sér greinilega að mér hafði orðið hálfhverft við og verður hálfvandræðaleg. Hún heldur samt ótrauð áfram framhjá mér og heldur áfram að tala.
Ég gat ekki annað en brosað. Þessi litlu atriði...
Vegna vinnu minnar var ég staddur í matvörubúð hér í bæ á dögunum og var að tala við unga konu sem vinnur í búðinni, sem ég hef oft talað við og ekkert fréttnæmt við það í sjálfu sér. Þegar samtali okkar er lokið er ég að rölta einn hring í búðinni og er að virða eitthvað fyrir mér þegar ég heyri að einhver er að labba fyrir aftan mig og ég heyri rödd konunnar sem ég var að tala við áðan segja: "Fyrirgefðu, en ertu eitthvað upptekinn í kvöld?"
Ég sný mér við, hálffurðulegur, en sé þá mér til mikillar kímni að konan er í símanum. Hún sér greinilega að mér hafði orðið hálfhverft við og verður hálfvandræðaleg. Hún heldur samt ótrauð áfram framhjá mér og heldur áfram að tala.
Ég gat ekki annað en brosað. Þessi litlu atriði...
sunnudagur, nóvember 25, 2007
Næstum því

Annars væri nú flott að fara á lokakeppnina sem verður haldin í Suður-Afríku, djö... upplifun væri það. Reyndar talsvert ferðalag og kostnaður eftir því en maður lifir nú bara einu sinni. Spurning hvort sé eitthvað hægt að nota sín diplómatísku sambönd þarna niður frá á næsta bæ, þ.e. reyndar ef sú sambönd verða ekki búin að fá sig flutt í einhvern annan heimshornakrika þegar keppnin verður.
2 miða á úrslitaleikinn takk...
laugardagur, nóvember 24, 2007
Með Georgi á jólahlaðborði

Æi, samt var þetta ekkert yfirgengilega æðislegt. Af tvímenningunum fannst mér Friðrik Ómar koma mikið betur út en hinn færeyski Jógvan. Maturinn var svona allt í lagi, hálfgerður mötuneytisfílingur í þessu en maður kvartar ekkert alvarlega.
Eftir showið fórum niður í bæ og enduðum á Vitabarnum þangað til við fórum heim um klukkan 6 um morguninn. Eða ekki.
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Jólaundirbúningurinn
Hérna er jólaundirbúningurinn hafinn með öllu sínu piparkökuáti. Reyndar eru við löngu byrjuð að éta piparkökur en eftir þrýsting frá börnunum var farið í að skreyta þær aðeins. Aðkeyptar piparkökur, menn eru ekki farnir að baka hérna.


Reyndar er undirbúningurinn ekki kominn það langt að við séum farin að skreyta nokkuð, menn eru ekki alveg búnir að missa það þótt við séum búin að sletta smá drullukremi á nokkrar piparkökur. Við erum ekki einu sinni búin að fara í nýju dótabúðirnar...
Reyndar er undirbúningurinn ekki kominn það langt að við séum farin að skreyta nokkuð, menn eru ekki alveg búnir að missa það þótt við séum búin að sletta smá drullukremi á nokkrar piparkökur. Við erum ekki einu sinni búin að fara í nýju dótabúðirnar...
McVæl
Af hverju hugsa menn ekki áður en þeir opna munninn? Vill bara benda Hr. McLeish á að hinn línuvörðurinn flaggaði fyrst á rangstöðu þegar Ítalir áttu að með réttu að komast í 0:2 og hélt svo flagginu niðri þegar Skotarnir jöfnuðu metin með rangstöðumarki.
En það er vitaskuld ekki talað um það í Skotlandi, starfskraftar hans eru velnothæfir á skoskri grund í framtíðinni.
En það er vitaskuld ekki talað um það í Skotlandi, starfskraftar hans eru velnothæfir á skoskri grund í framtíðinni.
laugardagur, nóvember 10, 2007
Löngu kominn frá Köben
Þá er maður mættur heim á klakann eftir skreppitúr til Köben. Fórum út á fimmtudeginum fyrir rúmri viku og komum heim núna á þriðjudaginn. Fínasta ferð alveg, gott að komast aðeins af skerinu og sjá eitthvað annað, stíga varla inn í bíl og chilla bara. Eitthvað var verslað, svona aðeins enda það víst nauðsynlegt ef þú ert íslendingur í Köben. Höfuðstöðvarnar voru heima hjá Ingu og Gunna en svo var líka skroppið til Erlu og co og tekinn smá rúntur í Óðinsvé.
Lítið meira um þetta að segja, tók að mér að flytja snjóbrettið hennar Ingu sem var hérna niðri í geymslunni hjá okkur út til Köben. Var þokkalega furðulegur með snjóbretti á flugvellinum í Danmörku, ekki mikið af svoleiðis græjum sjáanlegar.
Lítið meira um þetta að segja, tók að mér að flytja snjóbrettið hennar Ingu sem var hérna niðri í geymslunni hjá okkur út til Köben. Var þokkalega furðulegur með snjóbretti á flugvellinum í Danmörku, ekki mikið af svoleiðis græjum sjáanlegar.
sunnudagur, október 28, 2007
Hoppað, skoppað og hverfið verður ekki hið sama
Enn ein pabbahelgin að baki. Konan fór í sveitasæluna en við strákarnir héngum bara heima í menguninni. Aldrei þessu vant þá var ekkert íþróttamót þessa helgina hjá Ísaki Mána en þó var talsverð dagskrá samt.
Laugardagurinn fór að stórum hluta í að hjálpa Tomma að drösla búslóðinni hans úr Blöndubakkanum út í flutningabíl sem hefur rúntinn Reykjavík-Grundarfjörður. Kappinn að halda vestur á bóginn og það er hálffúlt að horfa á eftir karlinum úr hverfinu en maður skilur hann nú svo sem á vissan hátt. Sveitin heillar og sömuleiðis einbýlishús með bílskúr og garði...
Í dag fórum við með bekknum hans Ísaks í „óvissuferð“. Stefnan var sett á íþróttahús í Hafnarfirði, hjá íþróttafélaginu Björk nánar tiltekið. Þar hoppuðu krakkarnir og skoppuðu í einhverju fimleikaæfingasal í 90 mínútur. Eitthvað var þarna af systkinum bekkjarfélaganna sem fengu að fljóta með og vitaskuld var Logi Snær á svæðinu. Hann fór nú frekar rólega af stað en þegar sviðsskrekkurinn var farinn var hann alveg að fíla þetta. Ísaki Mána fannst þetta líka alveg frábært og ég verð að samþykkja það, þetta var bara nokkuð sniðugt en ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að leigja svona sal. Eftir hoppið og skoppið var haldið á Pizza Hut og nokkrum sneiðum sporðrennt. Allir sáttir.

Laugardagurinn fór að stórum hluta í að hjálpa Tomma að drösla búslóðinni hans úr Blöndubakkanum út í flutningabíl sem hefur rúntinn Reykjavík-Grundarfjörður. Kappinn að halda vestur á bóginn og það er hálffúlt að horfa á eftir karlinum úr hverfinu en maður skilur hann nú svo sem á vissan hátt. Sveitin heillar og sömuleiðis einbýlishús með bílskúr og garði...
Í dag fórum við með bekknum hans Ísaks í „óvissuferð“. Stefnan var sett á íþróttahús í Hafnarfirði, hjá íþróttafélaginu Björk nánar tiltekið. Þar hoppuðu krakkarnir og skoppuðu í einhverju fimleikaæfingasal í 90 mínútur. Eitthvað var þarna af systkinum bekkjarfélaganna sem fengu að fljóta með og vitaskuld var Logi Snær á svæðinu. Hann fór nú frekar rólega af stað en þegar sviðsskrekkurinn var farinn var hann alveg að fíla þetta. Ísaki Mána fannst þetta líka alveg frábært og ég verð að samþykkja það, þetta var bara nokkuð sniðugt en ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að leigja svona sal. Eftir hoppið og skoppið var haldið á Pizza Hut og nokkrum sneiðum sporðrennt. Allir sáttir.
föstudagur, október 26, 2007
Gullkorn dagsins
Logi Snær: „Af hverju getur Tommi frændi ekki spilað í marki?“ (af einhverjum ástæðum hefur drengurinn enga trú á frænda sínum sem knattspyrnumarkverði)
Pabbi hans: „Ég veit það ekki, kannski er hann ekki búinn að æfa sig nóg.“
Logi Snær: „Er hann ekki búinn að æfa sig að fara í kollhnís og svoleiðis eins og ég?“
Pabbi hans: „Nei, ætli það.“
3ja ára, bráðum 4ra... frábær aldur.
3ja ára, bráðum 4ra... frábær aldur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)