Saumarnir voru teknir úr hausnum á Loga Snæ á sunnudeginum, áður en við lögðum af stað heim. Jóhanna var öll hin sprækasta og réðst á verkefnið í náttbuxum og flíspeysu (man ekki hvort hún var í rauðu Crocs-urunum sínum), vopnuð „saumakitinu“ sínu. Engin vídeóvél var á svæðinu svo myndavélin varð að duga og var skotið í gríð og erg, svona til að auka pressuna á kellunni.
miðvikudagur, júlí 07, 2010
laugardagur, júlí 03, 2010
N1 mótið á Akureyri - dagur 4
Þá er þessu móti lokið. Lið Fram gersigrað í dag en tap fyrir FH með minnsta mun í kjölfarið skilaði liðinu hjá Ísaki Mána 10. sæti af 28 liðum. Heilt yfir bara fínt, ég var alla vega rosalega sáttur með mitt eintak en mér finnst kappinn vera að taka miklum framförum. Annars fengum við allskonar veður í dag, rigningin sem skall á okkur innihélt dropa á stærð við golfkúlur. Alltaf gott veður á Akureyri, bara mismunandi gott.
Kveðjum Jóhönnu og Aron Kára á morgun og höldum heim á leið. Vinna á þriðjudag, úff.
föstudagur, júlí 02, 2010
N1 mótið á Akureyri - dagur 3
KR-leikurinn í dag fór ekki nógu vel. Rosalega finnst okkur leiðinlegt að tapa fyrir KR. 3 sigurleikir og 3 tapleikir duga bara í úrslitakeppni um sæti 9-12 sem verða á morgun. Gæti verið verra en fyrirfram voru menn búnir að gæla við meiri toppbaráttu.
Svona er þetta stundum. Það er kannski fegurðin við boltann, hlutirnir fara ekki alltaf eins og ráð var gert fyrir.
Plásturinn farinn
fimmtudagur, júlí 01, 2010
N1 mótið á Akureyri - dagur 1 og 2
Ísak Máni er að keppa á N1-mótinu í fótbolta á Akureyri eins og stendur og vitaskuld er öll fjölskyldan á svæðinu, svona quality time. Allir í góðum gír hjá Jóhönnu en hvorki ég né Sigga erum í fararstjórahlutverki í þetta skiptið. Enda nóg að hugsa um hina maurana tvo.
Mótið byrjaði í gær það var ekki laust við að maður fyndi fyrir smá spennu. Liðið hans Ísaks þykir nokkuð sterkt á pappírunum og er, þegar þetta er skrifað, á toppnum í riðlinum sínum á Íslandsmótinu. Þetta byrjaði vel, tveir leikir sem báðir unnust og þetta líka flotta veður. Dagurinn í dag var ekki alveg jafngóður, hvorki úrslitslega eða veðurlega séð, 2 töp og 1 sigur og dass af rigningardrullu ekkert úrhelli þó. Ljósi einstaklingspunkturinn hjá eintakinu mínu hvað daginn í dag varðar var að kappinn setti eitt stykki mark. Það gerist ekki á hverjum degi enda oftar en ekki niðurnegldur í vörninni. Núna hefur hann verið spila á vinstri kanti á milli þess sem hann er í vörninni og er þá vitanlega framar á vellinum. Markið bætti líka upp bylmingsskotið sem hann átti í leiknum á undan sem small í þverslánni. Það er leikur á móti KR á morgun sem verður einfaldlega að vinnast ef sæti í undanúrslitum á að nást, annars erum við að tala um neðrisætaúrslit.
Nokkrar myndir, Logi Snær æfir sig svona bara á meðan á hliðarlínunni:




Mótið byrjaði í gær það var ekki laust við að maður fyndi fyrir smá spennu. Liðið hans Ísaks þykir nokkuð sterkt á pappírunum og er, þegar þetta er skrifað, á toppnum í riðlinum sínum á Íslandsmótinu. Þetta byrjaði vel, tveir leikir sem báðir unnust og þetta líka flotta veður. Dagurinn í dag var ekki alveg jafngóður, hvorki úrslitslega eða veðurlega séð, 2 töp og 1 sigur og dass af rigningardrullu ekkert úrhelli þó. Ljósi einstaklingspunkturinn hjá eintakinu mínu hvað daginn í dag varðar var að kappinn setti eitt stykki mark. Það gerist ekki á hverjum degi enda oftar en ekki niðurnegldur í vörninni. Núna hefur hann verið spila á vinstri kanti á milli þess sem hann er í vörninni og er þá vitanlega framar á vellinum. Markið bætti líka upp bylmingsskotið sem hann átti í leiknum á undan sem small í þverslánni. Það er leikur á móti KR á morgun sem verður einfaldlega að vinnast ef sæti í undanúrslitum á að nást, annars erum við að tala um neðrisætaúrslit.
Nokkrar myndir, Logi Snær æfir sig svona bara á meðan á hliðarlínunni:
þriðjudagur, júní 29, 2010
Blóðug ferðalög
Stórfjölskyldan skellti sér til Grundarfjarðar um daginn. Nokkuð gott dæmi eins og venjan er, nema það að við vorum varla komin inn um dyrnar þegar Daði Steinn tekur upp á því að skella hausnum á sér utan í borðstofustóll hjá ömmu sinni. Vænsti skurður á augabrúnina og blóð með því. Sunnudagur og því lítið annað að gera en að fylgja eðlilegu ferli og hringja í 112 og kalla út sveitalækninn. Eitthvað húðlím skellt á kappann ásamt klemmuplástri og málið dautt. Sundferð fjölskyldunnar til Stykkishólms sem búið var að ráðgerða næsta dag varð bara með 3/5 þátttöku.

Næsta ferðalag okkar var Akureyri City. Ísak Máni að keppa á N1-mótinu sem byrjar reyndar ekki fyrr en núna á morgun en við ákváðum að nota tækifærið og taka smá forskot á sæluna í höfuðstað norðursins. Jóhanna skaut yfir okkur skjólshúsi og allt klárt. Komum seinnipartinn í gær og allt í góðu. Pöntuðum pizzur á Greifanum í kvöldmat og farið að ráðgera morgundaginn. Sundferð kom sterk inn. Hvað um það, eftir að börnin eru komin upp í rúm heyrist allt í einu skaðræðisöskur frá Loga Snæ. Þegar að var gáð virtist hann hafa skellt hausnum í rúmbotninn hjá Ísaki Mána en rúmin lágu saman, eins furðulegt og þetta hljómar. Fékk hann við það myndanlega skurð á hausinn og blóð með því. Eftir úrskurð frá hjúkrunarfræðingsnemanum var lítið annað en að bruna með drenginn á viðkomandi sjúkrastofnun hér í bæ. Húðlímið ekki nóg og því voru 3 spor skellt í hausinn á piltinum. Í dag var nú samt ákveðið að láta ekki þetta „smá“ óhapp setja allt á annan endann og samkvæmt læknisráði var sundferð hjá Loga í lagi ef hann fengi sundhettu. Það var því einfaldlega versluð sundhetta og mætingin var í þetta skiptið 5/5. Fínasta sundferð í flottri sundlaug.

Sumarfríið mitt er nú að styttast í annan endann og líklega náum við ekki öðru ferðalagi í bili. Held að Ísak Máni sé manna fegnastur með það enda er hann næstur í röðinni. Það yrði eflaust alveg bannað að tala nokkuð um sundferðir í þeirri för.
Næsta ferðalag okkar var Akureyri City. Ísak Máni að keppa á N1-mótinu sem byrjar reyndar ekki fyrr en núna á morgun en við ákváðum að nota tækifærið og taka smá forskot á sæluna í höfuðstað norðursins. Jóhanna skaut yfir okkur skjólshúsi og allt klárt. Komum seinnipartinn í gær og allt í góðu. Pöntuðum pizzur á Greifanum í kvöldmat og farið að ráðgera morgundaginn. Sundferð kom sterk inn. Hvað um það, eftir að börnin eru komin upp í rúm heyrist allt í einu skaðræðisöskur frá Loga Snæ. Þegar að var gáð virtist hann hafa skellt hausnum í rúmbotninn hjá Ísaki Mána en rúmin lágu saman, eins furðulegt og þetta hljómar. Fékk hann við það myndanlega skurð á hausinn og blóð með því. Eftir úrskurð frá hjúkrunarfræðingsnemanum var lítið annað en að bruna með drenginn á viðkomandi sjúkrastofnun hér í bæ. Húðlímið ekki nóg og því voru 3 spor skellt í hausinn á piltinum. Í dag var nú samt ákveðið að láta ekki þetta „smá“ óhapp setja allt á annan endann og samkvæmt læknisráði var sundferð hjá Loga í lagi ef hann fengi sundhettu. Það var því einfaldlega versluð sundhetta og mætingin var í þetta skiptið 5/5. Fínasta sundferð í flottri sundlaug.
Sumarfríið mitt er nú að styttast í annan endann og líklega náum við ekki öðru ferðalagi í bili. Held að Ísak Máni sé manna fegnastur með það enda er hann næstur í röðinni. Það yrði eflaust alveg bannað að tala nokkuð um sundferðir í þeirri för.
föstudagur, júní 25, 2010
fimmtudagur, júní 17, 2010
17. júní
Tókum hefðbundinn þjóðhátíðardag á þetta. Flott veður og mæting niður í bæ í fyrra fallinu eins og venjan er orðin. Daði Steinn tók lúrinn sinn á þetta á meðan hinir kíktu á hoppukastalana. Almennt dundur fram eftir degi og grillað heima um kvöldið á meðan Mexíkó fíflaði steingelda Frakka á HM. Spurning hvort einhverjir vilji fá Hernandez á bakið á nýju Man Utd treyjurnar í haust.
Tókum annars HM alla leið á þetta og keyptum okkur eitt stykki vuvuzela. Frábært.
Gleymdi samt helv... myndavélinni heima. Ekki nógu gott.
Tókum annars HM alla leið á þetta og keyptum okkur eitt stykki vuvuzela. Frábært.
Gleymdi samt helv... myndavélinni heima. Ekki nógu gott.
þriðjudagur, júní 15, 2010
HM byrjað og ég enn hérna
5. í HM að kveldi kominn. Það viðurkennist hér með að ég hef ekki gefið mér tíma til að horfa á einn heilan leik af þeim 14 leikjum sem búnir eru, þrátt fyrir að vera í fríi. Reyndar hef ég séð glefsur úr þeim flestum og stóran hluta af einhverjum. Vandamálið er kannski að þetta fer voðalega óspennandi af stað, lítið um mörk og hugsunin að tapa ekki fyrsta leik voðalega ríkjandi. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, veit ekki. En það hlýtur að færast fjör í þetta þegar menn verða komnir með bakið upp við vegg.
Annars skil ég ekki hvað ég er að gera hérna sitjandi heima í Breiðholtinu, hnoðandi þessa færslu. Þetta var svo skotheld hugmynd þegar ljóst var að við værum að tala um Suður-Afríku 2010 og Villi búsettur þarna í næsta nágrenni að smella sér á eitt stykki flugfar þarna niðureftir og taka nokkra leiki. Háttsetti Namibíubúinn hlyti að geta hringt einhver símtöl yfir lækinn og reddað VIP-pössum. Ég sá mig alveg vera nartandi í dýrindis snittur innan úr glerbúri á besta stað og rölta svo niður í players lounge eftir leik til að taka í spaðann á einhverjum nöfnum.
Þó ekki nema bara til þess að upplifa það að vera á vellinum á meðan annar hver maður blæs í þessa lúðra sína, spurning hvort þetta suð sé jafnóþolandi á staðnum sjálfum og í gegnum viðtækin.
Kannski einhver smásjens að Villi verði búinn að flytja sig til Suður-Ameríku fyrir Brasilíu 2014, hann á víst þá heimsálfu eftir.
"Ungfrú, kannski annan bjór með þessum snittum takk."
Annars skil ég ekki hvað ég er að gera hérna sitjandi heima í Breiðholtinu, hnoðandi þessa færslu. Þetta var svo skotheld hugmynd þegar ljóst var að við værum að tala um Suður-Afríku 2010 og Villi búsettur þarna í næsta nágrenni að smella sér á eitt stykki flugfar þarna niðureftir og taka nokkra leiki. Háttsetti Namibíubúinn hlyti að geta hringt einhver símtöl yfir lækinn og reddað VIP-pössum. Ég sá mig alveg vera nartandi í dýrindis snittur innan úr glerbúri á besta stað og rölta svo niður í players lounge eftir leik til að taka í spaðann á einhverjum nöfnum.
Þó ekki nema bara til þess að upplifa það að vera á vellinum á meðan annar hver maður blæs í þessa lúðra sína, spurning hvort þetta suð sé jafnóþolandi á staðnum sjálfum og í gegnum viðtækin.
Kannski einhver smásjens að Villi verði búinn að flytja sig til Suður-Ameríku fyrir Brasilíu 2014, hann á víst þá heimsálfu eftir.
"Ungfrú, kannski annan bjór með þessum snittum takk."
fimmtudagur, júní 10, 2010
Neibb, ekkert gos
Það lítur út fyrir að gosið hafi klikkað í gær og þetta fallið um sjálft sig. Kannski eins gott bara, ég held að allir séu búnir að fá nóg af þessu.
En Inga á enga síður afmæli í dag, til hamingju með það...
En Inga á enga síður afmæli í dag, til hamingju með það...
þriðjudagur, júní 08, 2010
föstudagur, júní 04, 2010
Það sem á dagana drífur
Undirritaður búinn að vera tæpa viku í fríi. Samkvæmt pappírum eru tvær vikur í fæðingar-/feðraorlof og svo þrjár vikur í sumarfrí strax þar á eftir. Konan enn að vinna og ég því í því virðingarverða hlutverki að vera heimavinnandi húsmóðir.
Logi Snær er hættur í leikskólanum og er því að chilla með karlinum og litla bró en fær stundum að vera fluga á veggnum part úr degi með mömmu sinni, getum kallað það skólaaðlögun. Hann er á fljúgandi siglingu í reiðhjólafærni og fékk nýtt hjól í dag. Reyndar var það notað en með aðstoð netins var hægt að finna fína græju á viðráðanlegu verði, menn verða að bjarga sér í kreppunni. Ótrúlegt hvað drengurinn hefur eflst í þessu, hann var hálfvælandi bara núna í vor á 16" hjólinu og í mesta basli með að taka af stað. Nýja hjólið er 20" 6 gíra hjól og engar fótbremsur og gaurinn ekkert smá montinn.
Ísak Máni er kominn í sumarfrí frá skólanum frá og með deginum í dag. Ekki eins og það sé nú mikil afslöppun framundan hjá honum, fótboltinn tekur drjúgan tíma, körfuboltabúðir framundan um helgina, eitthvað námskeið í næstu viku og svo fékk hann sér reit í skólagörðunum til að rækta kartöflur og með því, í dauða tímanum sínum.
Ég hef sést á æfingum með Old-boys Fylkir og búinn að spila tvo leiki með þeim. Úrslitin ekki verið að detta með okkur en það er fín gleði í þessu og það er nú fyrir mestu. Spilaði m.a. á móti fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni og náði að koma í veg fyrir að hann skoraði en varð ekki jafnágengt með sjúkraþjálfara sem vinnur á stöðinni sem Ísak Máni fer alltaf til þannig að það er spurning hvort ég þurfi að finna nýja sjúkraþjálfara fyrir hann.
Þessa dagana er maður að passa sig að eiga enga peninga svo þeir étist ekki einfaldlega upp fyrir framan augu manns. Keypti mér nýja linsu (notaða, bjarga sér í kreppunni muniði) en þetta er samskonar græja og ég leigið mér hérna um daginn. Hnífskarpur andskoti og ég verð að finna mér eitthvað gott tilefni til að leika mér með gripinn.
Logi Snær er hættur í leikskólanum og er því að chilla með karlinum og litla bró en fær stundum að vera fluga á veggnum part úr degi með mömmu sinni, getum kallað það skólaaðlögun. Hann er á fljúgandi siglingu í reiðhjólafærni og fékk nýtt hjól í dag. Reyndar var það notað en með aðstoð netins var hægt að finna fína græju á viðráðanlegu verði, menn verða að bjarga sér í kreppunni. Ótrúlegt hvað drengurinn hefur eflst í þessu, hann var hálfvælandi bara núna í vor á 16" hjólinu og í mesta basli með að taka af stað. Nýja hjólið er 20" 6 gíra hjól og engar fótbremsur og gaurinn ekkert smá montinn.
Ísak Máni er kominn í sumarfrí frá skólanum frá og með deginum í dag. Ekki eins og það sé nú mikil afslöppun framundan hjá honum, fótboltinn tekur drjúgan tíma, körfuboltabúðir framundan um helgina, eitthvað námskeið í næstu viku og svo fékk hann sér reit í skólagörðunum til að rækta kartöflur og með því, í dauða tímanum sínum.
Ég hef sést á æfingum með Old-boys Fylkir og búinn að spila tvo leiki með þeim. Úrslitin ekki verið að detta með okkur en það er fín gleði í þessu og það er nú fyrir mestu. Spilaði m.a. á móti fyrrverandi landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni og náði að koma í veg fyrir að hann skoraði en varð ekki jafnágengt með sjúkraþjálfara sem vinnur á stöðinni sem Ísak Máni fer alltaf til þannig að það er spurning hvort ég þurfi að finna nýja sjúkraþjálfara fyrir hann.
Þessa dagana er maður að passa sig að eiga enga peninga svo þeir étist ekki einfaldlega upp fyrir framan augu manns. Keypti mér nýja linsu (notaða, bjarga sér í kreppunni muniði) en þetta er samskonar græja og ég leigið mér hérna um daginn. Hnífskarpur andskoti og ég verð að finna mér eitthvað gott tilefni til að leika mér með gripinn.

mánudagur, maí 31, 2010
laugardagur, maí 29, 2010
fimmtudagur, maí 27, 2010
þriðjudagur, maí 25, 2010
Meira úr firðinum fagra
Sól og blíða um hvítasunnuhelgi í Grundarfirði. Hvað er þá betra en að skella sér í smá vatnsstríð?
Höfum gert þetta áður. Einhverjar rándýrar vatnsbyssur með pumpum sem gera ekkert annað en að bila hafa reynst okkur illa. Það er því bara best að bjarga sér í sveitinni og nota það sem til er í kotinu. Balar, fullir af ísköldu vatni, og 1/2 lítra flöskur virka fínt.
En myndir segja meira en þúsund orð, smella á til að stækka:
Höfum gert þetta áður. Einhverjar rándýrar vatnsbyssur með pumpum sem gera ekkert annað en að bila hafa reynst okkur illa. Það er því bara best að bjarga sér í sveitinni og nota það sem til er í kotinu. Balar, fullir af ísköldu vatni, og 1/2 lítra flöskur virka fínt.
En myndir segja meira en þúsund orð, smella á til að stækka:
sunnudagur, maí 23, 2010
laugardagur, maí 22, 2010
Endalok leikskólans hjá þessu eintaki
Nú styttist í að ferli Loga Snæs sem leikskólabarns fari að ljúka. Frá og með 1. júní er leikskólinn off og hefðbundin skólaganga hefst svo í haust. Maður er sem sagt ekki að verða yngri.
Í gær var haldin meðalformleg útskriftarathöfn fyrir elstu börnin, þau sem eru að fara í skóla í haust. Söngur, dans, útskriftarmöppur og kökur í athöfninni. Drengurinn fór á kostum í valsinum og fóstrurnar grétu nánast af gleði.

Í gær var haldin meðalformleg útskriftarathöfn fyrir elstu börnin, þau sem eru að fara í skóla í haust. Söngur, dans, útskriftarmöppur og kökur í athöfninni. Drengurinn fór á kostum í valsinum og fóstrurnar grétu nánast af gleði.
Djö... munur
Aðeins í óbeinu framhaldi af síðasta pistli. Maður gleymir því alltof oft hvað netið getur verið magnaður hlutur. Datt í Wratchild America flash-back dauðans á YouTube, og smá gúgúl með því. Band sem virðist hafa verið hálfóheppið með tímasetningar og annað þannig að heimsfrægðin kom aldrei. Breyttu nafninu síðan í Souls at Zero áður en þetta datt að mestu leyti upp fyrir hjá mannskapnum fljótlega eftir það. Nema hvað að trommarinn, Shannon Larkin, er að lemja húðir hjá Godsmack í dag. Þetta komst ég að á nokkrum mínútum ásamt því að geta hlusta/horft á tóndæmi af öllum þessum böndum.
Fór þá aðeins að hugsa um hvernig fór maður að í gamla daga í almennri upplýsingaöflun? Fór maður bara á bókasafnið og fletti í gömlum blöðum?
Djö... munur.
Fór þá aðeins að hugsa um hvernig fór maður að í gamla daga í almennri upplýsingaöflun? Fór maður bara á bókasafnið og fletti í gömlum blöðum?
Djö... munur.
fimmtudagur, maí 20, 2010
Dio
Sá á netinu að ein goðsögnin í rokkinu féll frá um helgina. Mér fannst karlinn alveg eiga skilið að fá pistil hérna en mig minnti hins vegar að ég hafi verið búinn að spjalla um þennan heiðursmann. Gróf það upp og til að ég sé nú ekki að endurtaka mig þá er hægt að lesa um samband mitt og Dio - HÉRNA -
Verð að segja að ég man nú ekki eftir þessum tónleikum þarna 1992 í íþróttahúsinu á Akranesi sem menn hafa verið að rifja upp síðustu daga. Það hefur væntanlega verið þegar ég var á Laugarvatni, áður en ég flutti mig yfir á Skagann. Maður var of ungur og vitlaus til að grípa þetta tækifæri. Hvað um það, sá á upprunarlega pistlinum að linkurinn á myndbandið góða var ónothæfur svo ég gróf þetta bara upp aftur. Gargandi snilld og svona menn eiga ekkert nema virðingu skilið:
Verð að segja að ég man nú ekki eftir þessum tónleikum þarna 1992 í íþróttahúsinu á Akranesi sem menn hafa verið að rifja upp síðustu daga. Það hefur væntanlega verið þegar ég var á Laugarvatni, áður en ég flutti mig yfir á Skagann. Maður var of ungur og vitlaus til að grípa þetta tækifæri. Hvað um það, sá á upprunarlega pistlinum að linkurinn á myndbandið góða var ónothæfur svo ég gróf þetta bara upp aftur. Gargandi snilld og svona menn eiga ekkert nema virðingu skilið:
sunnudagur, maí 16, 2010
Helgin hérna
Enn ein sveitahelgi hjá konunni. Reyndar fór hún bara á laugardagsmorgninum og tók Ísak Mána með sér í þetta skiptið þannig að hinir tveir hausarnir voru hjá mér í bænum. Bongóblíða hérna á laugardeginum þannig útivera var á matseðlinum. Nennti ekki að rölta hérna um hverfið og ákvað að drösla vagninum niður í bæ og taka smá down-town á þetta. Lentum í talsverðu fjöri sem var vegna listahátíðar, fjölþjóðleg skrúðganga og fleira í þeim dúr, ég hafði reyndar ekki hugmynd um þetta en bara gaman að því.
Tókum Bæjarins bestu, Kolaportið o.s.frv. og enduðum miðbæjartúrinn á toppnum í Hallgrímskirkju, nokkuð sem Logi Snær er búinn að tala um í talsvert langan tíma og loksins fékk hann að gæjast út um toppinn. Daði Steinn nennti ekkert að sofa þegar fjörið var svona mikið, toppaði nú alveg ferðina að vera þarna uppi þegar klukkufjandinn sló tvö.


Vorum rólegri í dag enda held ég að þessi rúntur í gær hafi aðeins tekið í Daða Stein. Við Logi Snær fórum samt út á sparkvöll á meðan Daði svaf í vagninum sínum. Restin af liðinu svo væntanlegt á eftir.
Tókum Bæjarins bestu, Kolaportið o.s.frv. og enduðum miðbæjartúrinn á toppnum í Hallgrímskirkju, nokkuð sem Logi Snær er búinn að tala um í talsvert langan tíma og loksins fékk hann að gæjast út um toppinn. Daði Steinn nennti ekkert að sofa þegar fjörið var svona mikið, toppaði nú alveg ferðina að vera þarna uppi þegar klukkufjandinn sló tvö.
Vorum rólegri í dag enda held ég að þessi rúntur í gær hafi aðeins tekið í Daða Stein. Við Logi Snær fórum samt út á sparkvöll á meðan Daði svaf í vagninum sínum. Restin af liðinu svo væntanlegt á eftir.
laugardagur, maí 15, 2010
Af fjölskyldustuðningi
Á dögunum var ég að spjalla í símann við eina manneskju sem er tengd mér. Ég vil nú ekki nafngreina hana en við skulum bara segja að þetta er systir mín sem er þremur árum yngri en ég, hefur verið búsett á Suðureyri við Súgandafjörð en er nú að nema hjúkrun á Akureyri. Meira gef ég ekki upp.
Í þessu samtali mínu við þessi manneskja sem við skulum bara kalla Jóhönnu (svona til að kalla hana eitthvað), þá var verið að fara yfir stefnuskrá dagsins, hvaða verkefni hvor um sig sæi fram á að þurfa leysa þann daginn. Ég lýsti þar þeim áhuga mínum að henda í eina köku og athuga hvort það kæmi ekki sterkt inn. Jóhanna (sem er vitaskuld ekki hennar rétta nafn) vildi nú kippa mér niður á jörðina með það sama. Kannski væri það mér mögulegt svona ef ég fengi eins og eitt stykki Betty Crocker eða eitthvað sambærilegt upp í hendurnar, svona no-brainer dæmi. Sem sagt, ef þetta væri meira en að blanda saman dufti og vatni þá væri þetta hopeless-case og best væri ef ég tæki þá bara röltið strax út í bakarí.
Veit ekki hvort þetta sé það sem þeir kalla öfug sálfræði en með þetta í farteskinu ákvað ég samt að henda mér í þetta, opnaði KitchenAid bókina og byrjaði.


Í þessu samtali mínu við þessi manneskja sem við skulum bara kalla Jóhönnu (svona til að kalla hana eitthvað), þá var verið að fara yfir stefnuskrá dagsins, hvaða verkefni hvor um sig sæi fram á að þurfa leysa þann daginn. Ég lýsti þar þeim áhuga mínum að henda í eina köku og athuga hvort það kæmi ekki sterkt inn. Jóhanna (sem er vitaskuld ekki hennar rétta nafn) vildi nú kippa mér niður á jörðina með það sama. Kannski væri það mér mögulegt svona ef ég fengi eins og eitt stykki Betty Crocker eða eitthvað sambærilegt upp í hendurnar, svona no-brainer dæmi. Sem sagt, ef þetta væri meira en að blanda saman dufti og vatni þá væri þetta hopeless-case og best væri ef ég tæki þá bara röltið strax út í bakarí.
Veit ekki hvort þetta sé það sem þeir kalla öfug sálfræði en með þetta í farteskinu ákvað ég samt að henda mér í þetta, opnaði KitchenAid bókina og byrjaði.
Vélin látin sá um mesta puðið
Dómstóll götunnar sáttur, ísköld mjólk og íþróttafréttinar punkturinn yfir i-ið
föstudagur, maí 14, 2010
New York #6?
Aftur klikkuðu LeBron og félagar í Cleveland á leið sinni að NBA-titlinum. Ísak Máni var ekki sáttur.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í einhverri lengstu kjaftasögu síðari ára, það kitlaði enn frekar Gróu á Leiti þegar karlinn reif sig úr treyjunni í þann mund og hann var að yfirgefa völlinn. Það verður svo að koma í ljós hvort New York-treyja verður á einhverjum óskalistum hjá þeim elsta í haust ef fram fer sem horfir. Er Cleveland ekki hvort sem er ein mest „döll“ borgin í bransanum, annað en flestir vilja meina með Nýju Jórvík?
Svo er líka eitthvað sem heitir Reykjavík-New York á flugáætlunum, við erum ekki að tala um neitt sem heitir Reykjavík-Cleveland í beinu flugi held ég.
Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist í einhverri lengstu kjaftasögu síðari ára, það kitlaði enn frekar Gróu á Leiti þegar karlinn reif sig úr treyjunni í þann mund og hann var að yfirgefa völlinn. Það verður svo að koma í ljós hvort New York-treyja verður á einhverjum óskalistum hjá þeim elsta í haust ef fram fer sem horfir. Er Cleveland ekki hvort sem er ein mest „döll“ borgin í bransanum, annað en flestir vilja meina með Nýju Jórvík?
Svo er líka eitthvað sem heitir Reykjavík-New York á flugáætlunum, við erum ekki að tala um neitt sem heitir Reykjavík-Cleveland í beinu flugi held ég.
fimmtudagur, maí 13, 2010
Eðlilegur eður ei?
Hérna á heimilinu er verið að bíða eftir niðurstöðu í ákveðið mál. Þessi niðurstaða mun nú ekki liggja ljós alveg strax held ég en það er gaman að velta þessu fyrir sér.
Staðan á heimilinu í dag er þessi:
Undirritaður: Örvhentur + örvfættur.
Betri helmingurinn: Rétthent + réttfætt.
Ísak Máni: Rétthentur + réttfættur.
Logi Snær: Örvhentur + örvfættur.
Daði Steinn: ???
Einhversstaðar heyrði ég að hlutfall örvhentra sé ca. 10-13%. Það er því ljóst að þessi fjölskylda er, eins og í svo mörgu öðru, langt frá því að vera eðlileg. Tala nú ekki um þegar ég er farinn að hallast að því að nýjasta eintakið sé örvhent, mér sýnist boltaköstin með vinstri vera aðeins öflugri en þau með hægri. Erfiðara að lesa í lappirnar, það er meira svona labbað á fullri ferð í átt að boltanum og svo virðist vera meira tilviljun háð hvort vinstri fóturinn eða sá hægri lendir á tuðrunni.
Kemur allt í ljós.
Staðan á heimilinu í dag er þessi:
Undirritaður: Örvhentur + örvfættur.
Betri helmingurinn: Rétthent + réttfætt.
Ísak Máni: Rétthentur + réttfættur.
Logi Snær: Örvhentur + örvfættur.
Daði Steinn: ???
Einhversstaðar heyrði ég að hlutfall örvhentra sé ca. 10-13%. Það er því ljóst að þessi fjölskylda er, eins og í svo mörgu öðru, langt frá því að vera eðlileg. Tala nú ekki um þegar ég er farinn að hallast að því að nýjasta eintakið sé örvhent, mér sýnist boltaköstin með vinstri vera aðeins öflugri en þau með hægri. Erfiðara að lesa í lappirnar, það er meira svona labbað á fullri ferð í átt að boltanum og svo virðist vera meira tilviljun háð hvort vinstri fóturinn eða sá hægri lendir á tuðrunni.
Kemur allt í ljós.
þriðjudagur, maí 11, 2010
Löggiltur eldriborgari
Braut odd af oflæti mínu og kíkti á Old-boys æfingu í kvöld, hina fyrstu ever. Á 99 ára afmælisdegi íþróttafélagsins Vals, furðuleg tilviljun. Samkvæmt pappírunum hefði ég getað verið að hefja mitt 5-ta tímabil í þessum heldrimannaflokki en sem fyrr segir hef ég ekki stigið þetta skref hingað til. Þrátt fyrir þrýsting að mæta á æfingar hjá Fylkir og ákveðnir möguleikar hafi verið til staðar hjá Þrótti (hljómar eins og maður sé þvílík eftirsótt kempa) þá ákvað ég að þreyta frumraun mína með hverfisklúbbnum. Vissi svo sem ekkert hverjir væru að spila í þessum hóp en einhverjir 18 hausar á svæðinu, kannaðist lauslega við 2 þannig að það var engin sérstök böddí-stemming. Byrjaði í markinu en tók svo centrocampista á þetta og setti meira að segja eitt kvikindi. Gamlir unnu samt.
En það gengur eitthvað illa að finna aftur gleðina í þessu, spurning hvað maður gerir.
En það gengur eitthvað illa að finna aftur gleðina í þessu, spurning hvað maður gerir.
sunnudagur, maí 09, 2010
Helgarfjör
Helgin var nokkuð þétt hjá karlinum. Var búinn að sjá fyrir einhverju síðan að hún yrði þétt. Boltinn að byrja og ég ætlaði að kíkja á völlinn bæði á laugardaginn og sunnudaginn. Einnig átti Ísak Máni að spila á tónleikum og svo var ég eiginlega búinn að lofa mér á Old-boys fótboltaæfingu hjá Fylkir. Þannig að það var ljóst að dagskráin yrði þétt.
Karlinn var hinsvegar settur í smáhnút þegar betri helmingurinn tilkynnti að hvað hana varðaði þá yrði þessi helgi rolluhelgi, einhverja 200 km að heiman. Það var því ekki annað fyrir undirritaðan að taka ákvörðun um að gera bara það nauðsynlegasta og sleppa hinu því það væri of mikið vesen. Það var ekki hægt að láta það spyrjast út um sig að vera eitthvað að væla. Reyndar blés ég fótboltaæfinguna af strax en ákvað að keyra á allt hitt. Dröslaði mannskapnum á tónleikana hjá Ísaki Mána á laugardeginum en hafði smá áhyggjur af Daða. Tímasetningin var nefnilega nánast hin sama og hádegismatur/lúr hjá honum. Það gekk hins vegar allt saman, farið heim og mannskapurinn fékk sér að borða. Svo var haldið upp í Mosó til að horfa á Visa-bikarinn, Afturelding - Grundarfjörður. Svolítið dejavú frá 2007 en samt ekki. Aðallega ekki vegna þess að ég var ekki að spila í þetta sinn og svo tapaði Grundó bara 3:0 þetta árið en ekki 10:1 eins og 2007. Daða var plantað í vagninn og það gekk bara helv... vel.
Sunnudagurinn tók á móti okkur með bongó-blíðu. Létta leiðin hefði verið að taka næstsíðustu umferðina í ítalska á netinu frá kl 13:00-15:00 og fylgjast svo með lokaumferðinni í enska í beinu framhaldi. Þar sem líkurnar á dollu eru litlar í ítalska og voru óraunhæfar í enska þá var ákveðið að fylgja upprunarlega planinu, þ.e. kíkja á fyrsta leikinn í 1. deildinni, Grótta-ÍR. Ég reyndi að taka sama plan og daginn áður, hélt Daða aðeins lengur vakandi en venjulega og henti svo bara vagninum í skottið og hélt út á Seltjarnarnes. Ekki gekk lúrinn hjá drengnum alveg eins vel í þetta skiptið, veit ekki hvort sólin var svona erfið eða misgáfuleg köll stuðningsmanna Gróttu fóru illa í menn. Hann var alla vega ekki til í að kúra í vagninum þannig að ég þurfti að hafa aðeins fyrir honum en sá svo sem allflest í leiknum. Þar sem markvörðurinn hjá ÍR fékk rauða spjaldið á börunum í blálokin þurfti að bæta við einhverjum 10 mínútum við leikinn. Það þýddi að við þurftum að hraða okkur upp í Breiðholtið aftur þar sem Ísak Máni átti að fara í aukatíma í píanó því hann er að fara í próf í þeim fræðum á morgun. Það rétt hafðist á umsömdum tíma.
Hér sé fjör.
Karlinn var hinsvegar settur í smáhnút þegar betri helmingurinn tilkynnti að hvað hana varðaði þá yrði þessi helgi rolluhelgi, einhverja 200 km að heiman. Það var því ekki annað fyrir undirritaðan að taka ákvörðun um að gera bara það nauðsynlegasta og sleppa hinu því það væri of mikið vesen. Það var ekki hægt að láta það spyrjast út um sig að vera eitthvað að væla. Reyndar blés ég fótboltaæfinguna af strax en ákvað að keyra á allt hitt. Dröslaði mannskapnum á tónleikana hjá Ísaki Mána á laugardeginum en hafði smá áhyggjur af Daða. Tímasetningin var nefnilega nánast hin sama og hádegismatur/lúr hjá honum. Það gekk hins vegar allt saman, farið heim og mannskapurinn fékk sér að borða. Svo var haldið upp í Mosó til að horfa á Visa-bikarinn, Afturelding - Grundarfjörður. Svolítið dejavú frá 2007 en samt ekki. Aðallega ekki vegna þess að ég var ekki að spila í þetta sinn og svo tapaði Grundó bara 3:0 þetta árið en ekki 10:1 eins og 2007. Daða var plantað í vagninn og það gekk bara helv... vel.
Sunnudagurinn tók á móti okkur með bongó-blíðu. Létta leiðin hefði verið að taka næstsíðustu umferðina í ítalska á netinu frá kl 13:00-15:00 og fylgjast svo með lokaumferðinni í enska í beinu framhaldi. Þar sem líkurnar á dollu eru litlar í ítalska og voru óraunhæfar í enska þá var ákveðið að fylgja upprunarlega planinu, þ.e. kíkja á fyrsta leikinn í 1. deildinni, Grótta-ÍR. Ég reyndi að taka sama plan og daginn áður, hélt Daða aðeins lengur vakandi en venjulega og henti svo bara vagninum í skottið og hélt út á Seltjarnarnes. Ekki gekk lúrinn hjá drengnum alveg eins vel í þetta skiptið, veit ekki hvort sólin var svona erfið eða misgáfuleg köll stuðningsmanna Gróttu fóru illa í menn. Hann var alla vega ekki til í að kúra í vagninum þannig að ég þurfti að hafa aðeins fyrir honum en sá svo sem allflest í leiknum. Þar sem markvörðurinn hjá ÍR fékk rauða spjaldið á börunum í blálokin þurfti að bæta við einhverjum 10 mínútum við leikinn. Það þýddi að við þurftum að hraða okkur upp í Breiðholtið aftur þar sem Ísak Máni átti að fara í aukatíma í píanó því hann er að fara í próf í þeim fræðum á morgun. Það rétt hafðist á umsömdum tíma.
Hér sé fjör.
föstudagur, maí 07, 2010
laugardagur, maí 01, 2010
Framfarir
Uppskeruhátíð hjá körfuknattleiksdeild ÍR var haldin í dag. Ísak Máni fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar í flokknum sínum, annað árið í röð held ég bara. Þá hljóta menn að vera að gera eitthvað rétt. Þjálfarinn kallaði hann upp á svið sem stórskyttuna. Það þótti drengnum ekki leiðinlegt. Og ekki mér heldur ef út í það er farið.
fimmtudagur, apríl 22, 2010
Einn ekki í góðum málum
Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur. Rifum mannskapinn út um kl 09:00 í morgun og héldum sem leið lá upp í Mosó. Inga og Hekla mætt á klakann í stutta heimsókn, við stoppuðum í bakaríinu og allt helv... gott bara.
Ég fór svo með dreng nr. 1 og dreng nr. 2 í smábíltúr en drengur nr. 1 þjáðist af valkvíða vegna sumargjafarinnar sinnar. Fékkst nú engin niðurstaða í það mál, ákveðið að setja það á smá bið, en við komum við í ísbúð og fengum okkur ís. Áfram allt gott.
Komum heim og þetta sama gengi sem hafði farið í ísbúðina var fljótlega sent á eitthvað nett sumarhúllumhæ við Hólmasel. Svolítið kalt, biðröðin í hoppukastalann ekkert spes en breakdanssýningin gerði gott mót. Meira gott en slæmt og því segjum við bara gott.
Komum heim og grillið var gert klárt í fyrsta sinn á árinu. Eðalkjöt og með því og svo var farið fyrir framan kassann og horft á Snæfell rúlla Keflavík upp í úrslitunum í körfunni og jafna einvígið í 1:1. Bara gott.
Fljótlega eftir leikinn, rétt rúmlega 21:00, segir konan við mig: "Hafðir þú eitthvað leitt hugann að því að dagurinn okkar er í dag, þú manst fyrir 16 árum?"...
...Ekki gott.
Ég fór svo með dreng nr. 1 og dreng nr. 2 í smábíltúr en drengur nr. 1 þjáðist af valkvíða vegna sumargjafarinnar sinnar. Fékkst nú engin niðurstaða í það mál, ákveðið að setja það á smá bið, en við komum við í ísbúð og fengum okkur ís. Áfram allt gott.
Komum heim og þetta sama gengi sem hafði farið í ísbúðina var fljótlega sent á eitthvað nett sumarhúllumhæ við Hólmasel. Svolítið kalt, biðröðin í hoppukastalann ekkert spes en breakdanssýningin gerði gott mót. Meira gott en slæmt og því segjum við bara gott.
Komum heim og grillið var gert klárt í fyrsta sinn á árinu. Eðalkjöt og með því og svo var farið fyrir framan kassann og horft á Snæfell rúlla Keflavík upp í úrslitunum í körfunni og jafna einvígið í 1:1. Bara gott.
Fljótlega eftir leikinn, rétt rúmlega 21:00, segir konan við mig: "Hafðir þú eitthvað leitt hugann að því að dagurinn okkar er í dag, þú manst fyrir 16 árum?"...
...Ekki gott.
föstudagur, apríl 16, 2010
Meira gos?
Hmmm...
Gosið á Fimmvörðuhálsi hófst 20. mars, daginn áður en Haraldur bróðir hennar Siggu átti afmæli.
Gosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl, daginn áður en Sigga átti afmæli.
Næst í systkinaröðinni er Inga, á afmæli 10. júní.
Katla, 9. júní?
Gosið á Fimmvörðuhálsi hófst 20. mars, daginn áður en Haraldur bróðir hennar Siggu átti afmæli.
Gosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl, daginn áður en Sigga átti afmæli.
Næst í systkinaröðinni er Inga, á afmæli 10. júní.
Katla, 9. júní?
fimmtudagur, apríl 15, 2010
Merkisdagur
Merkilegur dagur í dag í sögunni.
Ég man enn hvar ég var þegar ég heyrði af slysinu á Hillsborough þarna árið 1989 þegar 96 Liverpool stuðningsmenn létust.
Leonardo da Vinci fæddist.
Vigdís Finnbogadóttir sömuleiðis.
Titanic sökk.
Fótbolti.net hóf göngu sína árið 2002.
Og haldið þið að Sigga eigi ekki líka afmæli...
Ég man enn hvar ég var þegar ég heyrði af slysinu á Hillsborough þarna árið 1989 þegar 96 Liverpool stuðningsmenn létust.
Leonardo da Vinci fæddist.
Vigdís Finnbogadóttir sömuleiðis.
Titanic sökk.
Fótbolti.net hóf göngu sína árið 2002.
Og haldið þið að Sigga eigi ekki líka afmæli...
mánudagur, apríl 05, 2010
Páskarnir
Við skelltum okkur í Grundarfjörð núna um páskana. Maður var með smáhnút yfir þessu að demba öllum mannskapnum á gömlu konuna, sérstaklega ef Daði Steinn yrði alveg á útopnu þarna. Í ljós kom að áhyggjurnar voru að mestu óþarfar, Daði Steinn var hress en ekkert of hress. Það þurfti aðeins að hagræða sumum hlutum en ekki að gera íbúðina fokhelda frá jörðu og upp í 1,4 m.
Ótrúlega lítið pláss sem páskaeggjalagerinn tók í bílnum þetta árið. Logi Snær vildi frekar eignast Star Wars Lego-flaug og eftir smá umhugsun vildi Ísak Máni líka bara fá pening. Það var því tekin ákvörðun um að kaupa eitt meðalstórt egg sem svona „fjölskylduegg“. Áhrifin voru m.a. þau að menn voru ekki að narta í þetta langt fram á kvöld heldur kláruðust herlegheitin á örskotsstund.
Annars fór helgin bara í þetta hefðbundna: Sparkvöllurinn/körfuboltavöllurinn, göngutúrar, hefðbundið chill og smá grill.

Ótrúlega lítið pláss sem páskaeggjalagerinn tók í bílnum þetta árið. Logi Snær vildi frekar eignast Star Wars Lego-flaug og eftir smá umhugsun vildi Ísak Máni líka bara fá pening. Það var því tekin ákvörðun um að kaupa eitt meðalstórt egg sem svona „fjölskylduegg“. Áhrifin voru m.a. þau að menn voru ekki að narta í þetta langt fram á kvöld heldur kláruðust herlegheitin á örskotsstund.
Annars fór helgin bara í þetta hefðbundna: Sparkvöllurinn/körfuboltavöllurinn, göngutúrar, hefðbundið chill og smá grill.
laugardagur, apríl 03, 2010
Man Utd - Chelsea 1:2
mánudagur, mars 29, 2010
Busy weekend
Sem sagt, leikur um kvöldið gegn utandeildarstórveldinu FC Hjörleif. Gekk nú ekki nógu vel, 6:3 tap og ekkert sérstök stemming. Karlinn gerði nú enga skandala af sér í leiknum en ef þú færð á þig 6 mörk þá hlýtur að vera einhversstaðar hægt að gera örlítið betur. Svona ef ég nota orðin hans Ísaks eftir leikinn: „Pabbi, þú áttir nú ekkert þinn besta leik í kvöld“. Tveir æfingaleikir komnir í hús hjá undirrituðum og 11 blöðrur í netinu. Ég held að saumakonan í Grundarfirði sé ekki byrjuð að bródera WÍUM á treyju nr. 1, það mál var aðeins sett á hold.
Laugardagurinn byrjaði nú bara á nettu chilli en Sigga fór með litla grís nr. 1 og 2 á Latabæjarhátíðina í Laugardalshöllina. Ég og litli grís nr. 3 héldum áfram að chilla. Þegar þau komu aftur hófst almennur undirbúningur á kvöldinu en árshátíð hjá N&O á dagskránni. Það var déskoti fín skemmtun en hjúin komin frekar snemma heim...
...enda kleinubakstur framundan á sunnudagsmorgninum. Sá elsti í fimm manna fjölskyldunni taldi öllum trú um að selja kleinur væri sniðugt fjáröflun fyrir tuðrusparksútgjöldum sumarsins hjá þeim þriðja elsta. Fimm manna fjölskyldan var því mætt snemma á sunnudeginum upp í Mosó í þeim erindagjörðum. Baksturinn gekk vel og upp úr hádegisbili var haldið í söluferð í Breiðholtið. Ísak Máni tók nokkrar götur í Breiðholtinu með Loga Snæ valhoppandi á eftir sér í skítakulda og karlinn fylgdi á eftir á bílnum með lagerinn. Salan gekk svona upp og ofan en það hafðist fyrir rest að selja alla pokana, nema þann síðasta en söluteymið féllst einróma á það að halda eftir síðasta pokanum enda kominn kaffitími. Þar sem söluteymið voru einnig stjórnarmenn og aðaleigendur þessarar útgerðar þá þurfti það mál ekki að fara neitt lengra.
Þegar síðustu kleinurnar voru að renna niður þá var kominn tími til að skunda upp í Seljaskóla til að sjá rimmu nr. 2 í úrslitakeppninni í körfu hjá ÍR og KR. Engin bullandi stemming, greinilegt var hvort liðið hafði lent í 1. sæti í deildinni og hvort í því 8. En það er alltaf næsta ár.
Ég er því ekki frá því að hafa verið smá lúinn þegar ég lagðist á koddann í gærkvöldi. En þessi vinnuvika er víst í styttra lagi út af páskunum þannig að maður á alveg að lifa það af. Reyndar var ég að fatta það að næsta fulla 5 daga vinnuvika hjá mér hefst mánudaginn 5. júlí. Jebb, karlinn er að fara með annan fótinn í frí næstu vikurnar, toppiði það.
föstudagur, mars 26, 2010
miðvikudagur, mars 24, 2010
Körfunni að ljúka í bili
Formlegt keppnistímabil hjá Ísaki Mána í körfunni endaði núna um helgina. Loksins á heimavelli og því stutt að fara. Léttgeggjaði pabbinn mætti með tösku fulla af græjum til að taka bæði hreyfimyndir og þessar í hefðbundnari kantinum. Leigði mér linsu (aftur!) svona til að prufa mig áfram en í þetta skipti varð 85mm f/1.8 græja frá Canon fyrir valinu, fyrir þá sem vilja vita.
Eftir upp og ofan árangur í vetur þá duttu úrslitin inn og 3 leikir sem allir unnust. Allir sáttir og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þýðir þetta að menn færast upp um „deild“ og byrja því næsta vetur á þéttari pakka. Sem hlýtur bara að teljast góðar fréttir.
Aðeins af myndunum. Góður slatti af myndum tókst alls ekki. Aðrar voru frambærilegri, tala nú ekki um þegar andstæðingurinn er gamall samherji úr fótboltanum:

Svo voru sumar sem við fyrstu sýn virtust hafa mistekist alveg rosalega en við nánari skoðun höfðu eitthvað við sig:
Eftir upp og ofan árangur í vetur þá duttu úrslitin inn og 3 leikir sem allir unnust. Allir sáttir og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þýðir þetta að menn færast upp um „deild“ og byrja því næsta vetur á þéttari pakka. Sem hlýtur bara að teljast góðar fréttir.
Aðeins af myndunum. Góður slatti af myndum tókst alls ekki. Aðrar voru frambærilegri, tala nú ekki um þegar andstæðingurinn er gamall samherji úr fótboltanum:
Svo voru sumar sem við fyrstu sýn virtust hafa mistekist alveg rosalega en við nánari skoðun höfðu eitthvað við sig:
þriðjudagur, mars 23, 2010
laugardagur, mars 20, 2010
Dagsetning í barnabókhaldið
sunnudagur, mars 14, 2010
Saltkringla og flautukarfa
Lítil dæmisaga úr Breiðholtinu um það hvernig átrúnaðargoð verða til:
Ég og frumburðurinn fórum á körfuboltaleik á föstudaginn, skelltum okkur upp í Grafarvog til að sjá ÍR spila við Fjölnir. Gengi okkar manna verið frekar dapurt í vetur og fyrir þennan þriðja síðasta deildarleik vetursins var ljóst að allt þarf að ganga upp ætli menn sér að skríða inn í úrslitakeppnina og fall í 1. deildina var einnig tölfræðilegur möguleiki.
Klúbburinn hóf tímabilið útlendingslaust en fengu til sín Kana fljótlega eftir áramótin. Sá stóð ekki undir væntingum og var sendur heim fljótlega en nýr var kallaður til. Svo skemmtilega vill til að þjálfari meistaraflokks ÍR er einnig þjálfarinn hans Ísaks Mána og þegar Ísak fór á æfingu ekki fyrir löngu þá tilkynnti þjálfarinn honum að það væri kominn nýr gaur á æfingu. Þessi nýji var sem sagt nýji Kaninn, Robert Jarvis. Ísaki fannst ekki lítið sport að hafa þennan gaur á æfingu þótt hann væri víst bara að hanga þarna. Bauð Ísaki saltkringu þegar hann sat þarna á bekknum en í þann mund sendi þjálfarinn Ísak inná völlinn aftur, maulandi á saltkringlu sem var víst ekki alveg að gera sig. En að geta sagt þessa sögu þegar heim var komið eftir æfingu var alveg priceless.
En aftur að leiknum á föstudaginn, ÍR leiddi megnið af fyrri hálfleik en missti heimamennina framúr sér rétt fyrir hlé. Þeir héldu svo forystunni þangað til í blálokin en með lygilegum lokakafla þar sem við feðgarnir fengum tvær 3ja stiga körfur undir lokin frá saltkringlumanninum snerist dæmið við og eins stigs sigur staðreynd. Síðari þristurinn var flautakarfa takk fyrir.
Syni mínum finnst Robert Jarvis vera snillingur.
Ég og frumburðurinn fórum á körfuboltaleik á föstudaginn, skelltum okkur upp í Grafarvog til að sjá ÍR spila við Fjölnir. Gengi okkar manna verið frekar dapurt í vetur og fyrir þennan þriðja síðasta deildarleik vetursins var ljóst að allt þarf að ganga upp ætli menn sér að skríða inn í úrslitakeppnina og fall í 1. deildina var einnig tölfræðilegur möguleiki.
Klúbburinn hóf tímabilið útlendingslaust en fengu til sín Kana fljótlega eftir áramótin. Sá stóð ekki undir væntingum og var sendur heim fljótlega en nýr var kallaður til. Svo skemmtilega vill til að þjálfari meistaraflokks ÍR er einnig þjálfarinn hans Ísaks Mána og þegar Ísak fór á æfingu ekki fyrir löngu þá tilkynnti þjálfarinn honum að það væri kominn nýr gaur á æfingu. Þessi nýji var sem sagt nýji Kaninn, Robert Jarvis. Ísaki fannst ekki lítið sport að hafa þennan gaur á æfingu þótt hann væri víst bara að hanga þarna. Bauð Ísaki saltkringu þegar hann sat þarna á bekknum en í þann mund sendi þjálfarinn Ísak inná völlinn aftur, maulandi á saltkringlu sem var víst ekki alveg að gera sig. En að geta sagt þessa sögu þegar heim var komið eftir æfingu var alveg priceless.
En aftur að leiknum á föstudaginn, ÍR leiddi megnið af fyrri hálfleik en missti heimamennina framúr sér rétt fyrir hlé. Þeir héldu svo forystunni þangað til í blálokin en með lygilegum lokakafla þar sem við feðgarnir fengum tvær 3ja stiga körfur undir lokin frá saltkringlumanninum snerist dæmið við og eins stigs sigur staðreynd. Síðari þristurinn var flautakarfa takk fyrir.
Syni mínum finnst Robert Jarvis vera snillingur.
fimmtudagur, mars 04, 2010
Alvöru sambönd
7:38 Var enn hálfkrumpaður ofan í Cheerios skálinni þegar Ísak Máni, sem er á þessum tímapunkti að taka fréttanetrúntinn sinn fyrir skóla (nba.com og fótbolti.net), kallar á mömmu sína. Ég heyri nú ekki hvað þeim fer á milli en heyri það svo þegar ég er að fara út um dyrnar að hann var að segja mömmu sinni að það væri mynd af henni á fótbolti.net.
8:23 Ég er mættur niður í vinnu, búinn að næla mér í fyrsta kaffibollann og er að opna tölvupóstinn og önnur helstu forrit sem maður þarf til að selja fullt af Cocoa Puffs kúlum. Kíki á fótbolti.net til að sjá herlegheitin, sé að það er verið að auglýsa hið árlega Drottingarmót ÍR, fótboltamót uppgjafa knattspyrnukvenna á óræðum aldri. Myndin sem birtist með fréttinni er frá gullaldarliði ÍR sem tók þátt 2007, þegar Sigga stóð í rammanum. Meðal annarra drottninga sem tóku þátt og voru því vitaskuld á myndinni var Rúna hans Tomma frænda. Fréttina er hægt að sjá -HÉR-
8:25 Mér fannst þetta töff en tók samt nett andvarp og sendi Tomma stuttan tölvupóst sem innihélt það sem ég var að hugsa: Hvenær fáum við mynd af okkur á fótbolti.net?
8:56 Tommi svarar tölvupóstinum og fullyrðir við mig að ég þurfi ekkert að óttast, það muni gerast fyrir helgi.
9:42 Ég kem út af fundi, sé póstinn frá Tomma og er ekki alveg að fatta en spái svo sem ekkert meira í það.
13:07 Tommi sendir mér annan póst með link inn á nýlegri frétt á fótbolti.net og spyr einfaldlega: Sáttur??? Þá frétt er hægt að sjá -HÉR-
Þannig að innan við 4 tímum eftir að ég sendi Tomma tölvupóstinn og 18 fréttum eftir Drottningafréttina var kominn mynd af mér á fótbolti.net.
Þetta heitir að vera með sambönd.
8:23 Ég er mættur niður í vinnu, búinn að næla mér í fyrsta kaffibollann og er að opna tölvupóstinn og önnur helstu forrit sem maður þarf til að selja fullt af Cocoa Puffs kúlum. Kíki á fótbolti.net til að sjá herlegheitin, sé að það er verið að auglýsa hið árlega Drottingarmót ÍR, fótboltamót uppgjafa knattspyrnukvenna á óræðum aldri. Myndin sem birtist með fréttinni er frá gullaldarliði ÍR sem tók þátt 2007, þegar Sigga stóð í rammanum. Meðal annarra drottninga sem tóku þátt og voru því vitaskuld á myndinni var Rúna hans Tomma frænda. Fréttina er hægt að sjá -HÉR-
8:25 Mér fannst þetta töff en tók samt nett andvarp og sendi Tomma stuttan tölvupóst sem innihélt það sem ég var að hugsa: Hvenær fáum við mynd af okkur á fótbolti.net?
8:56 Tommi svarar tölvupóstinum og fullyrðir við mig að ég þurfi ekkert að óttast, það muni gerast fyrir helgi.
9:42 Ég kem út af fundi, sé póstinn frá Tomma og er ekki alveg að fatta en spái svo sem ekkert meira í það.
13:07 Tommi sendir mér annan póst með link inn á nýlegri frétt á fótbolti.net og spyr einfaldlega: Sáttur??? Þá frétt er hægt að sjá -HÉR-
Þannig að innan við 4 tímum eftir að ég sendi Tomma tölvupóstinn og 18 fréttum eftir Drottningafréttina var kominn mynd af mér á fótbolti.net.
Þetta heitir að vera með sambönd.
mánudagur, mars 01, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)