Snilldin í þessu öllu er að hann diggaði þetta trix sjálfur. En þvílíkur snillingur er þessi drengur.
föstudagur, júlí 21, 2006
3:1 og Manchester skorar...
Logi Snær er algjör snillingur, algjörlega hlutlaust mat, þetta er bara eitthvað sem ég er alltaf að komast betur og betur að. Þegar við erum að leika okkur í fótbolta þá segir hann stundum: "3:1" eins og hann sé að gefa til kynna hver staðan sé, án þess að það sem á undan hefur gengið gefi endilega tilefni til að halda að staðan sé 3:1. Nú er hann farinn að taka þennan frasa á næsta stig. Venjan er þegar hann er búinn að gera stykkin sín í bleyjuna sína þá eru ósköpunum smellt í poka og beint í ruslarennuna hérna fram á gangi. Ekki fyrir löngu fór hann að heimta það að hann fengi sjálfur að henda pokanum í rennuna. Svo tók hann upp á því að stilla sér upp fyrir framan rennuna og segja: "3:1". Þá tekur hann pokann og kastar honum inn í rennuna af öllu afli og segir: "Manchester skorar".


Snilldin í þessu öllu er að hann diggaði þetta trix sjálfur. En þvílíkur snillingur er þessi drengur.
Snilldin í þessu öllu er að hann diggaði þetta trix sjálfur. En þvílíkur snillingur er þessi drengur.
Blindur fær sýn
Þá hefur þessi kappi prufað að fá sér linsur. Fyrir þá sem ekki vita hefur sjónin mín alltaf talist vera með afbrigðum góð og þrátt fyrir að árin færist yfir þá heldur hún enn megninu af sínum gæðum, hvað svo sem síðar verður. Málið var einfaldlega þannig að í gær, sem var einmitt leikdagur hjá Vatnsberunum, þá fékk ég hringingu frá formanni klúbbsins þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að koma mínum rassi niður í ákveðna gleraugnabúð hér í bæ og nálgast þar linsur. Þetta voru engar venjulegar linsur heldur einhverjar magnaðar Nike fótboltalinsur sem eiga að hjálpa okkur sem stundum tuðruspark að sjá boltann í mikilli birtu, en einmitt þannig aðstæður voru í gær. Ég reyndi að malda í móinn enda hef ég reglulega þakkað æðri máttarvöldum fyrir það að þurfa ekki standa í svona gleraugna- og linsumálum. Tilhugsunin um að troða einhverju í augun á mér var heldur ekkert rosalega spennandi. Maður lét sig hafa það að koma sér þarna niður eftir enda eru þeir sem ráða þarna ríkjum löglegir meðlimir Vatnsberanna og ljóst að þeir myndu fara með satt og rétt mál í þessu máli sem og öðrum. Eftir stutt samtal var ákveðið að láta slag standa og maður var leiddur í bakherbergi þar sem maður fékk Linsuísetningu 101 á mettíma með tilheyrandi skýringarmyndum. Verð ég að segja að þetta gekk nokkuð vel held ég bara, þó ég segi sjálfur frá. Ég ákvað að hafa bara gripina í augunum, enda ekki nema 3 tímar í leik og óvíst að maður kæmi þessu aftur í sig svona einn og óstuddur. Með þetta í augunum og linsuvökva og linsubox undir hendinni hélt maður út í orangelitaðan heiminn. Ísak Máni var með mér og honum fannst pabbi sinn frekar furðulegur en ok samt. Drengurinn líklega farinn að venjast því að eiga furðulegan faðir. Hann var orðinn frekar svangur og náði með einstakri lipurð að plata mig til að fara á KFC. Þegar við eru á bílastæðinu þar þá fara að renna á mig tvær grímur. Ég er náttúrulega eins og einhver geðsjúklingur með appelsínugul augu! Hvað um það, ég læt mig hafa það enda búið að gefa loforð fyrir þessu. Inn arka ég og reyni að horfa ekki í augun á afgreiðslumanninum, borga og forða mér í sæti. Sit þarna og vona að ég hitti ekki neinn sem ég þekki, forðast að horfa á nokkurn þegar við förum.
Hvað um það, þetta virkaði nógu vel til að við unnum Nings Utd 2:1. Ég spilaði á móti sterkri sól í fyrri hálfleik, derhúfulaus og kom alveg heill frá honum. Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik þegar sólin var í bakinu að við Haraldur lögðumst á eitt til að fá spennu í leikinn og gáfum Ningsurum eitt mark. Okkur til happs var okkur bjargað með stórglæsilegu sigurmarki sjö mínútum fyrir leikslok, magnaður Vatnsbera sigur og menn eru enn í toppbaráttunni í C-riðli.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Enn af salernisherbergismálum
Ok, þetta gengur allt saman. Finnst mér þetta ganga hratt? Nei. Tel ég, svona eftir að hyggja, að þetta sé hins vegar eðlilegur tími? Já.

Þegar við byrjuðum á þessu fannst mér annað ótrúlegt en að þetta yrði nú yfirstaðið á þokkalega skömmum tíma. Ég hef hins vegar komist að því að allt tekur þetta tíma og það eru ótrúlegustu hlutir sem taka ótrúlegastan tíma. Við skulum samt hafa það á hreinu að ég stend ekki sjálfur inn í innsta hring heldur hvílir það óneitanlega aðallega á Siggu og pabba hennar.

Til að gera ljósa verkaskiptinguna eins og daginn í gær þá var dagurinn svona hjá mér annars vegar og Siggu hins vegar:
Ég:
Skreið á fætur um kl. 09:00 þegar drengirnir voru farnir að þrá meiri athygli. Gaf þeim að borða áður en Ísak Máni var gerður klár fyrir fótboltaæfingu. Fór með hann á æfingu og tók Loga Snæ með mér. Notaði tímann meðan Ísak Máni var á æfingu að fara í einhverjar snattferðir, m.a. kaupa meira flísalím. Við Logi fórum svo á æfingarsvæðið hjá ÍR og horfðum á restina af æfingunni hjá Ísaki í góða verðrinu og tókum léttan fótbolta í bland með. Fórum svo heim og dúlluðum okkur aðeins út í garði áður en við fengum okkur að borða. Við Logi smelltum okkur svo í Bónus og keyptu eitt og annað til heimilisins. Síðan fórum við heim, sóttum Ísak Mána og fórum í sund og fengum okkur sjeik að því loknu. Fengum skilaboð um að sækja eitt stykki slípirokk út í bæ. Komum með hann heim og fórum aftur út í garð í meira chill. Smellti mér svo út á svalir, stóð klofvega yfir flísasöginni og skellti nokkrum hamborgurum á grillið. Fjölskyldan henti þeim í andlitið á sér en síðar gerði ég Loga kláran fyrir svefninn svo móðir hans gæti bara hent honum beint inn í rúm því ég þurfti að fara út á stúfana og sinna skyldum mínum vegna stjórnarstarfa fyrir blokkina. Glápti svo á RockStar Supernova og fór alltof seint að sofa.
Sigga:
Klukkan hringdi kl. 08:00. Fékk mér að borða og byrjaði að flísaleggja. Pabbi kom fljótlega eftir hádegi og hjálpaði mér. Hann fór svo aftur heim fyrir kvöldmat. Fór út í 10-11 rétt fyrir kvöldmat og kíkti á sólina. Borðaði og hélt áfram að flísaleggja þangað til ég fór að sofa.
Þegar við byrjuðum á þessu fannst mér annað ótrúlegt en að þetta yrði nú yfirstaðið á þokkalega skömmum tíma. Ég hef hins vegar komist að því að allt tekur þetta tíma og það eru ótrúlegustu hlutir sem taka ótrúlegastan tíma. Við skulum samt hafa það á hreinu að ég stend ekki sjálfur inn í innsta hring heldur hvílir það óneitanlega aðallega á Siggu og pabba hennar.
Til að gera ljósa verkaskiptinguna eins og daginn í gær þá var dagurinn svona hjá mér annars vegar og Siggu hins vegar:
Ég:
Skreið á fætur um kl. 09:00 þegar drengirnir voru farnir að þrá meiri athygli. Gaf þeim að borða áður en Ísak Máni var gerður klár fyrir fótboltaæfingu. Fór með hann á æfingu og tók Loga Snæ með mér. Notaði tímann meðan Ísak Máni var á æfingu að fara í einhverjar snattferðir, m.a. kaupa meira flísalím. Við Logi fórum svo á æfingarsvæðið hjá ÍR og horfðum á restina af æfingunni hjá Ísaki í góða verðrinu og tókum léttan fótbolta í bland með. Fórum svo heim og dúlluðum okkur aðeins út í garði áður en við fengum okkur að borða. Við Logi smelltum okkur svo í Bónus og keyptu eitt og annað til heimilisins. Síðan fórum við heim, sóttum Ísak Mána og fórum í sund og fengum okkur sjeik að því loknu. Fengum skilaboð um að sækja eitt stykki slípirokk út í bæ. Komum með hann heim og fórum aftur út í garð í meira chill. Smellti mér svo út á svalir, stóð klofvega yfir flísasöginni og skellti nokkrum hamborgurum á grillið. Fjölskyldan henti þeim í andlitið á sér en síðar gerði ég Loga kláran fyrir svefninn svo móðir hans gæti bara hent honum beint inn í rúm því ég þurfti að fara út á stúfana og sinna skyldum mínum vegna stjórnarstarfa fyrir blokkina. Glápti svo á RockStar Supernova og fór alltof seint að sofa.
Sigga:
Klukkan hringdi kl. 08:00. Fékk mér að borða og byrjaði að flísaleggja. Pabbi kom fljótlega eftir hádegi og hjálpaði mér. Hann fór svo aftur heim fyrir kvöldmat. Fór út í 10-11 rétt fyrir kvöldmat og kíkti á sólina. Borðaði og hélt áfram að flísaleggja þangað til ég fór að sofa.
mánudagur, júlí 17, 2006
Óþægileg tilfinning
Þurfti að skjótast í Kringluna um daginn. Var á leiðinni út þegar ég rak augun í eina af myndunum sem eru á World Press Photo sýningunni þar. Hafði ekki sýnt þessari sýningu neinn áhuga og veit ekki af hverju ég stoppaði við þessa mynd. Sá ekki alveg hvað var á myndinni þannig að ég færði mig nær. Myndin var af líki Vani Vamuliya sem var 5 ára. Maður hefur séð allskonar hörmungar fréttamyndir utan úr heimi á síðum tímarita og í sjónvarpinu og gleymi seint ömurleikanum sem maður sá í fátækrarhverfunum í Namibíu en af einhverjum ástæðum þá sló þessi mynd mig svona rosalega. Svo þegar ég lét augun reika örlítið til hliðar þar sem ég stóð þarna þá blasti við mér Hagkaup með risastóra útsöluborða og fullt af fólki arkandi um með innkaupapoka. Þeirra helsta vandamál var líklega hvað það ætti að hafa í kvöldmatinn.
Ég fékk þessa furðulega tilfinningu, nánast eins og samviskubit. En samt ekki. En óþægileg var hún.
Ég fékk þessa furðulega tilfinningu, nánast eins og samviskubit. En samt ekki. En óþægileg var hún.
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Í Grundó



Að öðrum málum: Fer eitthvað tvennum sögum af því hversu vel maður hefur staðið sig í foreldrahlutverkinu a.m.k. að því sem snýr að Ísaki Mána og bílum. Alla vega, drengurinn fékk að setjast undir stýri í fyrsta skipti núna á laugardaginn. Ég fann einhvern stuttan afvikinn vegspotta og leyfði honum að stýra fjölskyldubílnum. Veit ekki alveg hversu merkilegt honum fannst þetta. Það sem hann sagði var: "Pabbi, þetta er eins og í tölvuleik." Kannski eru tölvurnar að eyðileggja fyrstu upplifun okkar á ýmsa hluti, hvort sem það telst vera gott eða slæmt.

Forza Azzurri
Ítalía heimsmeistarar í fótbolta, bara snilldin ein. Þetta hefur tekið smá tíma að síast inn. Maður hefur verið talinn hálffurðulegur í gegnum tíðina vegna þess að maður hefur löngum stutt Ítalíu á helstu stórmótum í knattspyrnu. Leiðinlegur varnarbolti með dýfingameisturum í framlínunni heyrði maður alltaf en svei mér ef það var ekki bara til þess fallið að maður varð ákveðnari í að halda með liðinu.
Í næstu keppni komust Ítalir alla leið í úrslitaleikinn á móti Brasilíu. Ítalirnir voru reyndar frekar rólegir í riðlakeppninni þar og það var ekki fyrr en gulldrengurinn sjálfur Roberto Baggio tók sig til og ruddi nánast einn og óstuddur öllum mótherjum sem fyrir þeim varð úr vegi. Úrslitaleikurinn var reyndar sá leiðinlegasti í manna minnum, hvorugt liðið skoraði í 120 mínútur og mig minnir að fyrst skot Ítala á mark Brasilíumanna hafi komið á 65. mínútu eða eitthvað álíka slæmt. Vítaspyrnukeppni í fyrsta sinn í úrslitaleik á HM staðreynd og þar töpuðu Ítalir.
Í keppninni 1998 duttu Ítalía út fyrir Frökkum í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni, man ég var að vinna hjá GÁP og við vorum með sjónvarp inná lager og þar sá ég leikmann Roma, Di Biagio, negla boltanum í þverslánna sem var nóg til að Ítalir fóru heim. 2002 fóru hinir bláu út í 16 liða úrslitum fyrir heimamönnum í S-Kóreu, sigurmarkið kom í framlengingu en ekki vítaspyrnukeppni sem verður að teljast til tíðinda.
Í millitíðinni höfðu þeir lent í úrslitaleik á EM 2000 á móti Frökkum. Marco Delvecchio leikmaður Roma setti fyrsta landsliðsmarkið sitt í þessum úrslitaleik og lengi leit út fyrir að það myndi duga en Sylvian Wiltord náði að jafna á síðustu andartökum leiksins og David Trézéguet kláraði svo leikinn í framlenginu með gullmarki. Það var skelfileg stund og þetta gullmark var fáránleg regla.
Ég sé á þessu að það var alveg kominn tími á þennan sigur hjá Ítalíu, fyrsta vítaspyrnukeppnin sem þeir klára og þetta var tíminn til að klára eina svoleiðis. Að ég tali nú ekki um að örgustu Ítalíuhatarar þurftu að kyngja öllum fyrri yfirlýsingum því Ítalarnir spiluðu flottan fótbolta, skiptu yfir í vörn og sókn eftir þörfum, með blússandi sóknarbakverði og fyrst og fremst gargandi liðsheild, ekki sundurleitur hópur prímadonna.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Framkvæmdirnar hafnar
Ég veit ekki alveg hvenær við, þ.e. ég og konan, ákváðum að stíga skrefið til fulls og fara af stað í framkvæmdirnar á baðherberginu okkar. Kannski var ég ekki á staðnum. Kannski var þetta um það leyti sem ítalski þjóðsöngurinn hljómaði fyrir þennan magnaða undanúrslitaleik Ítala og Þýskalands en þá var ég staðsettur í Þýskalandi, þótt ég væri hérna heima í stofu. Allavega, Sigga var búin að undirstinga karl föður sinn um að veita þessu verkefni forstöðu. Þannig að í gær var komið til að skoða aðstæður, eftir þá ástandsskoðun litu hlutirnir svona út:

Tæpum sólarhring síðar var staðan svona:

Ég sit hérna í reykmekki og veit ekki neitt. Eða þykist ekki vita neitt. Er annars mjög ánægður að þetta er farið í gang og verð enn ánægaðari þegar þessu verður lokið.
Sigga er að fíla svona framkvæmdir upp að vissu marki, ég reyni frekar að velja mér eitthvað annað en að standa inn í svona reykmekki með kíttispaða eins og að fara í sendiferðir eftir vatnslásum o.s.frv. Þetta er s.s. allt farið af stað, gamla baðkarið komið út í Sorpu og nýja verður sótt á morgun. Upphengt klósett verður verslað á morgun og ferð númer 2 í Sorpu, með restarnar af flísunum. Þetta klárast nú ekki alveg á næstu dögum held ég, fer svolítið eftir hjálparhellunni en maður vill nú ekki halda uppi stöðugri pressu enda er sú hella með mörg járn í eldinum. Reyndar voru aðrar hellur líka duglegar eins og sjá má:


Nú koma nokkrir HM lausir dagar og þá verð ég ekki eins mikið í Þýskalandi, maður ætti því vonandi að komast í hóp hjálparhellna.
Tæpum sólarhring síðar var staðan svona:
Ég sit hérna í reykmekki og veit ekki neitt. Eða þykist ekki vita neitt. Er annars mjög ánægður að þetta er farið í gang og verð enn ánægaðari þegar þessu verður lokið.
Nú koma nokkrir HM lausir dagar og þá verð ég ekki eins mikið í Þýskalandi, maður ætti því vonandi að komast í hóp hjálparhellna.
mánudagur, júlí 03, 2006
Sumarfríið framundan
Sumarfrí framundan, yessss! Kappinn vinnur daginn á morgun og svo er það bara tærnar upp í loft með tilheyrandi táfýlu. Ekkert lítið frí framundan, stilli vekjaraklukkuna á 3. ágúst. Ekki er nú ráðgert að yfirgefa landssteinana í þetta skiptið en það er spurning um að hossast um þjóðvegi landsins með ís í annarri, pylsu í hinni og Sumargleðina í geislanum. Bið ekki um mikið, bara örlitla sólarglætu á kollinn á mér.
Annars er mér alveg hætt að lítast á þennan to-do-list sem stækkar alltaf í höfðinu á mér með tilheyrandi þörf að setjast niður og hvíla mig. Mér finnst langt síðan ég fór að horfa til sumarfrísins þegar einhver verkefni fóru að skjóta upp kollinum. Hvað erum við að tala um?:
Taka WC herbergið í íbúðinni minni niður í frumeindir og tjasla einhverju upp aftur í staðinn.
Mála forstofuna og ganginn.
Mála svefnherbergið mitt.
Taka til í geymslunni og vera svolítið grimmur að henda hlutum í þetta skiptið.
Æi, þetta er nú ekkert svo rosalegt. Byrja af krafti og fer beint í geymsluna á frídegi nr. 1 og klára það mál fyrir helgi. Fresta WC málinu þangað til ég byrja að vinna aftur, lána konunni markmannsbuxur með góðum púðum á hnjánum svo hún geti dundað sér við að flísaleggja á meðan börnin eru látin dunda sér inn í herbergi. Finn svo einhvern rigningardag í fríinu (ætti ekki að vera vandamál) til að henda málingu á forstofuna og ganginn og kemst að þeirri niðurstöðu að ástandið á svefnherberginu hafi ekki verið svo slæmt og því sé engin nauðsyn að mála það.
Gleðilegt sumar.
Annars er mér alveg hætt að lítast á þennan to-do-list sem stækkar alltaf í höfðinu á mér með tilheyrandi þörf að setjast niður og hvíla mig. Mér finnst langt síðan ég fór að horfa til sumarfrísins þegar einhver verkefni fóru að skjóta upp kollinum. Hvað erum við að tala um?:
Taka WC herbergið í íbúðinni minni niður í frumeindir og tjasla einhverju upp aftur í staðinn.
Mála forstofuna og ganginn.
Mála svefnherbergið mitt.
Taka til í geymslunni og vera svolítið grimmur að henda hlutum í þetta skiptið.
Æi, þetta er nú ekkert svo rosalegt. Byrja af krafti og fer beint í geymsluna á frídegi nr. 1 og klára það mál fyrir helgi. Fresta WC málinu þangað til ég byrja að vinna aftur, lána konunni markmannsbuxur með góðum púðum á hnjánum svo hún geti dundað sér við að flísaleggja á meðan börnin eru látin dunda sér inn í herbergi. Finn svo einhvern rigningardag í fríinu (ætti ekki að vera vandamál) til að henda málingu á forstofuna og ganginn og kemst að þeirri niðurstöðu að ástandið á svefnherberginu hafi ekki verið svo slæmt og því sé engin nauðsyn að mála það.
Gleðilegt sumar.
sunnudagur, júní 25, 2006
Skagamótið 2006 - Dagur 3
25.júní, lokadagur Skagamótsins 2006. Líka afmælisdagurinn hjá Ísaki Mána, guttinn orðinn 7 ára gamall. Ótrúlegt allt saman.

Ég byrjaði daginn á sturtu um morguninn og skildi ekkert í því hvurslags stillingar þetta væru á sturtuhausunum upp á Akranesi því mér fannst eins og það væru naglar sem lentu á hausnum á mér þegar ég stakk hausnum undir bununa. Áttaði mig svo á því að þetta var sæmilegasti sólbruni í hársverðinum sem kallaði fram þessar tilfinningar. Man ekki eftir að hafa sólbrunnið svona ferlega í skallanum áður. Reyndar var ég nýbúinn að vera í vélinni þannig að stráin voru í styttra lagi.
Síðasti leikurinn fór ekki nógu vel fyrir afmælisbarnið. Spilað var við Grindavík og varð niðurstaðan 0:3 tap. Þetta þýddi fjórða sætið í efsta riðlinum og í raun fjórða sætið af tuttugu D-liðum, ekki hægt að vera ósáttur við það. Við tók síðan grillaðar pylsur og lokahóf á aðalvellinum á Akranesi þar sem allir fengu viðurkenningar. Held að allir á þessu heimili séu sáttir með þetta allt saman og þannig á það að vera.
Myndasíðan víst komin í lag og ég ætti þá að geta hent inn myndum annað kvöld, klukkan orðin alltof margt til þess í kvöld.

Ég byrjaði daginn á sturtu um morguninn og skildi ekkert í því hvurslags stillingar þetta væru á sturtuhausunum upp á Akranesi því mér fannst eins og það væru naglar sem lentu á hausnum á mér þegar ég stakk hausnum undir bununa. Áttaði mig svo á því að þetta var sæmilegasti sólbruni í hársverðinum sem kallaði fram þessar tilfinningar. Man ekki eftir að hafa sólbrunnið svona ferlega í skallanum áður. Reyndar var ég nýbúinn að vera í vélinni þannig að stráin voru í styttra lagi.

Myndasíðan víst komin í lag og ég ætti þá að geta hent inn myndum annað kvöld, klukkan orðin alltof margt til þess í kvöld.
laugardagur, júní 24, 2006
Skagamótið 2006 - Dagur 2
Ég held að ég sé helsólbrunninn í framan. Sól og svöl gola eru kjöraðstæður fyrir mann að sólbrenna, maður verður ekki var við neitt fyrr en maður fer inn og finnur þá hvernig hitinn magnast í andlitinu og það er sárt að gretta sig. Það var sem sagt ekkert að veðrinu í dag heldur.
D-lið ÍR hóf leik í svonefndri íslensku deild upp úr hádeginu í dag en svo nefndist deild hinna bestu, þ.e. þeirra sem best gekk í gær. Þetta hóf reyndar með einhverjum aukaleik við FH til að öll liðin fengju jafnmarga leiki. Honum lauk með markalausu jafntefli. En svo hófst alvaran. Spiluðu við Breiðablik þar sem 2:1 sigur hafðist. Átti drengurinn flottan leik, bjargaði m.a. á línu og kórónaði síðan leik sinn með því að setja sigurmarkið af vítapunktinum, ískaldur. Hans fjórða mark í keppninni og það þriðja úr víti.
Fóru svo tveir erfiðir leikir í hönd, 6:0 tap fyrir Keflavík og 12:2 tap fyrir Fylkir sem eru víst færðir til bókar sem 3:0 og 5:2. Það var greinilegt að þreytan var farinn að segja til sín án þess að það hafi ráðið einhverjum úrslitum. Enn verð ég að vísa í ummæli mín um fjölmenna klúbba, það er nokkuð ljóst að einhverjir leikmenn í Keflavíkurliðinu og Fylkisliðinu hefðu hæglega komist í A-liðið hjá ÍR. Lokaleikurinn á morgun gegn Grindavík, vonum að strákarnir nái að enda þetta vel. Þá enda þessi herlegheit með grilli og mótssliti fljótlega upp úr hádegi. Þá verður þetta líka orðið ágætt bara og ég held að allir verði sáttir í leikslok, í raun aðalatriði helgarinnar.

Margir landsfrægir menn á svæðinu, helstur verður líklega að teljast sjálfur Eiður Smári en ég held að guttinn hans sé að spila með HK. Mögnuð þolinmæði sem kappinn hefur sýnt með krakkahópinn á eftir sér og pabbarnir með myndavélarnar á lofti. Það voru orðnar ansi margar teyjur með áritun frá leikmanni númer 7 hjá Barcelona upp á Akranesi í dag. Ekki hægt annað en að taka ofan fyrir mönnum sem tapa sér ekki þótt þeim gangi vel.



Margir landsfrægir menn á svæðinu, helstur verður líklega að teljast sjálfur Eiður Smári en ég held að guttinn hans sé að spila með HK. Mögnuð þolinmæði sem kappinn hefur sýnt með krakkahópinn á eftir sér og pabbarnir með myndavélarnar á lofti. Það voru orðnar ansi margar teyjur með áritun frá leikmanni númer 7 hjá Barcelona upp á Akranesi í dag. Ekki hægt annað en að taka ofan fyrir mönnum sem tapa sér ekki þótt þeim gangi vel.
föstudagur, júní 23, 2006
Skagamótið 2006 - Dagur 1
Þá er það skollið á. Hið árvissa 7. flokksmót í fótbolta sem er haldið upp á Skaga. Ísak Máni fór í fyrra með ÍR þrátt fyrir að vera enn í 8. flokki en hópur í hans aldurflokki fékk að fara þrátt fyrir að vera, eins og fyrr segir, enn í 8. flokki.
Maður sér alltaf betur og betur í svona ferðum hvað það er flott að vera í stórum klúbbi en samt ekki of stórum. Í liðum sem eru í stórum hverfum í Reykjavík eins og Breiðablik og Fjölnir þá eru oft svo margir strákar að æfa að það er ekki hægt að fara með nema elsta árganginn á svona mót. Talandi um Skagamótið þá á Ísak Máni möguleika á að fara 3svar, ef hann fer á næsta ári, en sumir í margmennaklúbbunum fá bara tækifæri á einu skipti. Nóg um það.
Best að byrja að tala um veðrið. Í fyrra var þvílíkt slagverður að manni stóð ekki á sama. Allir blautir, kaldir og þreyttir eftir volkið en furðulega sáttir samt eftir að hyggja. Núna þorði maður ekki að spá í veðrið fyrr en jákvæðar fréttir fóru að berast í veðurfréttatímum í byrjun vikunnar. Sagt er að myndir segji oft meira en þúsund orð og því ákvað ég að birta bara tvær myndir af þessum atburðum, önnur er tekin 2005, hin í dag. Þið finnið út úr þessu hvor er hvað.


Þrír leikir í dag hjá Ísaki Mána og félögum í ÍR. Þeir unnu HK í fyrsta leik 4:0, tóku svo hálfdofin grey frá Njarðvík 15:0 áður en þeir lögðu FH 3:2 í miklum baráttuleik þar sem orkugeymarnir voru alveg að tæmast. Reyndar eru reglurnar þannig að leikirnir eru aldrei skráðir með meira en 3ja marka mun og því teljast leikirnir við HK og Njarðvík sigraðir 3:0.
Snillingurinn minn spilaði í vörninni eins og venjan er, númer 5 eins og meistari Rio Ferdinand og stóð sig vel. Toppurinn í dag var nú samt leikurinn gegn Njarðvík þar sem þjálfarinn setti hann í það hlutverk að taka vítaspyrnur. Þeir fengu tvær slíkar og setti guttinn þær báðar inn, í sitt hvort hornið en í millitíðinni hafði hann sett eitt mark í opnum leik og skoraði því þrennu en markaskorun hefur nú ekki verið hans sterkasta hlið, enda oftast í vörninni.
Það var yndislegt að heyra hann lýsa þessu fyrir mér eftir leikinn og hann var að reyna að útskýra einhverja tilfinningu þegar hann stóð fyrir framan vítapunktinn en fann bara ómögulega orð til að lýsa henni. Ég gat ekki skilið annað en að hann hafi bara verið stressaður en hann kláraði þetta með stæl. Sigga lét hafa sig út í það að vera farastjóri og þess vegna gistir hún með liðinu í öðrum grunnskólanum hérna í bænum en við Logi lifum í vellystingum í 3ja hæða einbýlishúsi með nettengingu og afruglaranum að heiman. Hvað um það, áframhald á mótinu á morgun og verður það eflaust eitthvað þyngra þar sem þar mætast þau lið sem unnu riðlana sína í dag en vonandi gengur það bara vel.
Því miður er eitthvað helv... vesen á þessari blessaðri myndasíðu en ég vona að það leysist fljótlega svo ég geti sett inn eitthvað af myndum. Þið getið þó klikkað á þessar myndir sem eru hérna til að fá þær stærri.

Best að byrja að tala um veðrið. Í fyrra var þvílíkt slagverður að manni stóð ekki á sama. Allir blautir, kaldir og þreyttir eftir volkið en furðulega sáttir samt eftir að hyggja. Núna þorði maður ekki að spá í veðrið fyrr en jákvæðar fréttir fóru að berast í veðurfréttatímum í byrjun vikunnar. Sagt er að myndir segji oft meira en þúsund orð og því ákvað ég að birta bara tvær myndir af þessum atburðum, önnur er tekin 2005, hin í dag. Þið finnið út úr þessu hvor er hvað.


Þrír leikir í dag hjá Ísaki Mána og félögum í ÍR. Þeir unnu HK í fyrsta leik 4:0, tóku svo hálfdofin grey frá Njarðvík 15:0 áður en þeir lögðu FH 3:2 í miklum baráttuleik þar sem orkugeymarnir voru alveg að tæmast. Reyndar eru reglurnar þannig að leikirnir eru aldrei skráðir með meira en 3ja marka mun og því teljast leikirnir við HK og Njarðvík sigraðir 3:0.


Því miður er eitthvað helv... vesen á þessari blessaðri myndasíðu en ég vona að það leysist fljótlega svo ég geti sett inn eitthvað af myndum. Þið getið þó klikkað á þessar myndir sem eru hérna til að fá þær stærri.
Miðbæjarrottur sem uppfyllingarefni á NFS
Tók stutta vinnuviku núna í vikunni sem er að líða, lét mér nægja að láta sjá mig á Cocoa Puffs lestinni á mánudeginum og þriðjudeginum og lét það duga. Vitið menn, búið að rigna í 7 vikur samfleytt en síðan kom sólin á miðvikudeginum. Fór svo á eitthvað snatt með Loga Snæ á fimmtudeginum sem endaði í chilli niðri í miðbæ. Ég er engin miðbæjarrotta. Ólst samt upp í póstnúmerunum 101 og 107 frá fæðingu til 13 ára aldurs og hef því smá taugar til miðbæjarins, ég neita því ekki. Við Logi enduðum þennan rúnt okkar við tjörnina. Þegar við stóðum þar kom til okkar kona sem hafði farið á einhvern samlokustað til að sníkja smá brauðhleif til að gefa öndunum (eða mávunum) en fékk þennan risapoka með 6 eða 7 lengjum af brauði þar sem hver lengja var vel á annan metra. Hún sá fyrir sér að vera í vandræðum með þetta og lét okkur Loga fá eina lengju. Loksins þegar við vorum við það að klára þessa lengju okkar kemur til mín ung kona vopnuð míkrafóni merktum NFS en ég hafði veitt henni og myndatökumanni hennar athygli einhverju áður þarna við tjörnina. Þegar ég sé að hún nálgast mig reikna ég með að hún ætli að forvitnast um álit mitt á nýju borgarstjórninni, framtíð flugvallarins eða eitthvað álíka djúpstætt. Ekki aldeilis, hún kemur upp að mér og spyr hvort ég geti sagt frá besta sumarfríinu mínu! Frábært hugsa ég, á nú að nota kallinn sem eitthvað uppfyllingarefni á NFS með eitthvað innantómt tal. Hvað um það, maður gat nú ekki neitað þessu, babblaði eitthvað um þegar ég fór til Namibíu og andstæða menningarheima og bla bla bla. Þar sem að Sýn er ríkisstöðin á heimilinu mínu þessa dagana þá spáði ég ekki einu sinni í þessu meira, Sýn rúllaði bara í kassanum þegar fréttirnar á Stöð 2 (NFS) voru sýndar um kvöldið. Frétti svo í gegnum símtal sem ég átti við vinnufélagann minn að ég hefði verið í fréttunum þar. Ekki neitt sumarfrísviðtal heldur heilalaust myndefni í frétt um atgang máva niður við tjörnina. Í brotinu sem mér bregður fyrir sást þegar Logi nálgaðist ískyggilega brúnina á tjörninni og þegar ég nánast skutla mér á hann og gríp hann áður en hann steypir sér út í vatnið. Auðvitað var þetta ekki svona ýkt en þessi klippti og skorni myndbandsbútur leit samt frekar illa út fyrir mig þegar ég kíkti á þetta á netinu eftir að ég fékk þessar fréttir. Ábyrðarlaus faðir að spóka sig í sólinni með soninn og næstum því búinn að missa hann út í tjörnina... Spurning hvort einhver hafi séð mig lýsa íslensku sumri á namibískri grundu á undan Hrafnaþingi á NFS?
laugardagur, júní 17, 2006
17. júní
17. júní í öllu sínu veldi. Í minningunni tengist þessi dagsetning alltaf miðbæ Reykjavíkur og mikið af fólki. Það er líka alltaf sól. Ekki eins og núna sem sagt. Man að einhverntímann var ég niðri í bæ á þessum degi, lítill patti og mér fannst alveg yfirgengilegt hvað það var mikið fólk í miðbænum. Mig minnir að Villi hafi verið með mér, alla vega var það þannig að troðningurinn var svo mikill að ég sá ekkert fram fyrir mig eða út til hliðanna og það eina sem ég gat gert var að horfa til himins til að sjá eitthvað annað en olnboga og bök.
Hvað um það, núna tengist 17. júní ekki sól og ég sé það sem ég vil sjá. Við hjónaleysin erum búin að átta okkur á því að eina vitið er að mæta á slaginu niður í bæ þegar dagskráin á að hefjast og losna þar með við mestu biðraðirnar í hoppukastalana. Það var líka þannig í dag að menn voru búnir að fá sinn skammt nokkuð snemma, veðrið hafði sitt að segja, og því voru við að fara til baka þegar biðraðirnar voru farnar að þéttast allverulega.
Í minningunni um sólríku 17. júní hátíðarhöldin man ég hins vegar ekki eftir hverskonar skemmtanir voru í gangi, ég held samt að ég geti fullyrt að í minni æsku voru hoppukastalar ekki búnir að ryðja sér til rúms, a.m.k. ekki af sama krafti og er í dag. Minnir að þetta hafi meira samanstaðið af einhverju labbi um miðbæinn og spjalli við kunningja sem menn rákust á við þetta títtnefnda labb. Svo ef ég rek mig áfram í tíma þá get ég varla sagt að ég muni eftir einum einasta 17. júní í Grundarfirði. Kannski hafa þau hátíðarhöld ekki haft eins djúp áhrif á mig og miðbær Reykjavíkur í frumbernsku. Sjómannadagurinn var meira eitthvað sem situr í kollinum í skránni Grundarfjarðarminningar.
Ætli það eftirminnilegasta frá 17. júní í Grundarfirði hafi verið þegar ég var úti á sjó þennan dag og þegar við vorum búnir að hífa inn trollið var farið í stutta skrúðgöngu á dekkinu áður en haldið var niður í aðgerð, ekki öll vitleysan eins úti á sjó. Anyway, maður spyr kannski börnin sín þegar þau verða orðinn eldri um þeirra minningar um 17. júní. Kannski verður svarið einfaldlega rigning og hoppukastalar eða kannski eitthvað allt annað.



miðvikudagur, júní 14, 2006
Eiður Smári
Ég verð aðeins að kommenta með þessa staðreynd að Eiður Smári sé farinn til Barcelona.
Fyrir mitt leyti var þetta það næstbesta í stöðunni, auðvitað vildi ég helst að hann hefði farið til Manchester United en Barca er mitt lið á Spáni þannig að þetta var next-best-thing. Besta við þetta er þó að geta slitið allar íslenskættaðar taugar sem tengdust Chelsea. Mikið lifandi ósköp vona ég að strákurinn fái eitthvað að spila og komi til með að standa sig vel. Efast um að maður lifi það að sá annan Íslending spila með þessu liði og því um að gera að njóta þess í botn. Búinn að tala um það í mörg ár að fá mér Barcelona treyju en það hefur aldrei orðið raunin. Hún verður versluð í haust, og hvað á að standa aftan á? Ekki spurning: Gudjonsen 7.

Sami dagur alla daga
Mér líður svolítið eins og Bill Murray í Groundhog day þessa dagana. Vakna - fer í vinnuna - reyni að heyra einhverjar fréttir af fyrsta leik dagsins á HM fljótlega eftir hádegið og fylgjast með honum á hlaupum - sé glefsur af fyrri hálfleik af leik nr. 2 niðri í vinnu - fer heim og reyni að sjá restina af seinni hálfleik af leik nr. 2 - reyni að nota tímann milli 18:00 - 19:00 til að fæða fjölskylduna og leggst svo upp í sófa tímanlega fyrir leik nr. 3 - Glápi svo loks á 442 áður en maður fer að huga að sænginni. Vakna - fer í vinnuna - reyni að heyra einhverjar fréttir af fyrsta leik...
Ég telst til 25% af fjölskyldunni sem er ekki kominn í sumarfrí og ég get ekki sagt að það sé heilmikil stemming á bak við það. Ísak Máni er reyndar í stífum æfingabúðum, fótboltaæfingar mánudaga - fimmtudaga fyrir hádegi og síðan eftir hádegi tekur við fótbolta- og frjálsíþróttaskóli til kl. 16:00 á daginn. Svona verður þetta hjá kappanum þessa og næstu viku og hápunkturinn verður síðan Skagamótið aðra helgi. Vonandi verður betra veður upp á Skaga heldur en í fyrra.
Ég telst til 25% af fjölskyldunni sem er ekki kominn í sumarfrí og ég get ekki sagt að það sé heilmikil stemming á bak við það. Ísak Máni er reyndar í stífum æfingabúðum, fótboltaæfingar mánudaga - fimmtudaga fyrir hádegi og síðan eftir hádegi tekur við fótbolta- og frjálsíþróttaskóli til kl. 16:00 á daginn. Svona verður þetta hjá kappanum þessa og næstu viku og hápunkturinn verður síðan Skagamótið aðra helgi. Vonandi verður betra veður upp á Skaga heldur en í fyrra.
laugardagur, júní 10, 2006
Tannlausi tónlistamaðurinn
Örugglega milljón hlutir sem maður ætlaði að blogga um á meðan ég komst ekki í tölvu, búinn að gleyma megninu af því eða búinn að ákveða að þeir hlutir séu gamlar fréttir og því ekki blogghæfir lengur.
Ísak Máni spilaði í fyrsta sinn "opinberlega" þann 24. maí sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagurinn hans Varða. Hann spilaði á píanó og blokkflautu og stóð sig vel - alveg hlutlaust mat!


Ég ætlaði samt að blogga eitthvað heljarinnar blogg á afmælisdaginn, 27. maí sl. en sökum títtnefndrar tölvuvandamála þá varð ekkert úr því. Það er alltaf 27. maí 2007.
Mér skilst að 27. maí hafi verið haldinn hátíðlegur í Namibíu, var það ekki fæðingardagur Jolie-Pittsdóttur? Gæti samt hafa verið 26. eða 28., spurning um að fá þetta staðfest úr innsta hring, namibíska tengslanetinu mínu.
Annar atburður sem stendur mér talsvert nær sem ég hafði vonast til að myndi gerast 27. en gerðist daginn eftir, þann 28. Tvær tennur voru farnar að vera ansi lausar upp í Ísaki Mána og svo gerðist það s.s. 28. maí að hann missti fyrstu tönnina sína. Eins og það væri ekki nóg heldur þá fór hin þremur dögum seinna í ærslagangi á fótboltaæfingu. Mínum varð eitthvað bilt við þetta og kastaði upp og varð eitthvað miður sín með þetta allt en kom þó heill út úr þessu.

Ein farin

Tvær farnar
Að lokum þá er myndasíðan búin að liggja niðri, en mér skilst að þetta standi allt til bóta.
Ísak Máni spilaði í fyrsta sinn "opinberlega" þann 24. maí sem vill svo skemmtilega til að er afmælisdagurinn hans Varða. Hann spilaði á píanó og blokkflautu og stóð sig vel - alveg hlutlaust mat!


Ég ætlaði samt að blogga eitthvað heljarinnar blogg á afmælisdaginn, 27. maí sl. en sökum títtnefndrar tölvuvandamála þá varð ekkert úr því. Það er alltaf 27. maí 2007.
Mér skilst að 27. maí hafi verið haldinn hátíðlegur í Namibíu, var það ekki fæðingardagur Jolie-Pittsdóttur? Gæti samt hafa verið 26. eða 28., spurning um að fá þetta staðfest úr innsta hring, namibíska tengslanetinu mínu.
Annar atburður sem stendur mér talsvert nær sem ég hafði vonast til að myndi gerast 27. en gerðist daginn eftir, þann 28. Tvær tennur voru farnar að vera ansi lausar upp í Ísaki Mána og svo gerðist það s.s. 28. maí að hann missti fyrstu tönnina sína. Eins og það væri ekki nóg heldur þá fór hin þremur dögum seinna í ærslagangi á fótboltaæfingu. Mínum varð eitthvað bilt við þetta og kastaði upp og varð eitthvað miður sín með þetta allt en kom þó heill út úr þessu.

Ein farin

Tvær farnar
Að lokum þá er myndasíðan búin að liggja niðri, en mér skilst að þetta standi allt til bóta.
föstudagur, júní 09, 2006
The boy is back
Jæja, jæja, jæja. Loksins er maður orðinn eins og maður með mönnum aftur. Nýja tölvan er sem sagt komin í hús og bullandi gleði. Maður hefur nú ekkert legið yfir þessu enn enda fékk maður þennan grip bara í hendurnar í dag og dagurinn í dag er dagur 1 í heilagri HM. Svolítið skrítið að vera í tölvunni því öll gögnin voru færð yfir og því er sama draslið á skjáborðinu og á gömlu græjunni en samt ný tölva. Það virðist nú flest hafa bjargast, stafrænu myndirnar og þessu helstu skjöl, reyndar á ég nú von á einhverjum hnökrum en ég vona að þeir verði litlir og fáir. Svo var það alveg dæmigert að sama tölva og ég keypti er á tilboði núna um helgina, 20 þúsund kr. lækkun. En ég minnist alltaf orðanna hans Villa sem sagði að maður mætti ekki skoða tölvutilboð næstu mánuði eftir að maður kaupir sér tölvu, það væri bara bömmer. Ég nenni líka ekkert að svekkja mig á því, þýðir ekki neitt. Um þetta leyti að ári á ég þessa tölvu og ekkert meira um það. Fyrir þá sem vilja vita meira um nýju græjuna mína er bent á þessa síðu, við hina get ég sagt að þetta er massa græja.
Það er furðulegt hvað þessar tæpu þrjár vikur í tölvuleysi vöndust vel. Samt var þetta ekki orðið hægt, borgandi reikninga í einkabankanum í vinnunni og allt í rugli en að mestu leyti lifði maður þokkalegu lífi. Magnað.
Þessir þrír sem villast reglulega hingað inn geta því átt von á reglulegri pistlum en verið hefur.
Það er furðulegt hvað þessar tæpu þrjár vikur í tölvuleysi vöndust vel. Samt var þetta ekki orðið hægt, borgandi reikninga í einkabankanum í vinnunni og allt í rugli en að mestu leyti lifði maður þokkalegu lífi. Magnað.
Þessir þrír sem villast reglulega hingað inn geta því átt von á reglulegri pistlum en verið hefur.
laugardagur, júní 03, 2006
Er æskan búin að missa það?
Var ásamt Ísaki Mána út á sparkvellinum í Grundarfirði hérna áðan, fastir liðir eins og venjulega í sveitinni. Við vorum með annað markið en með hitt voru einhverjir 4 guttar á aldrinum 8-14 ára. Þeir voru í rólegri saumaklúbbsstemmingu og voru eitthvað að röfla um lífið og tilveruna en aðallega samt boltann. Voru þeir að spjalla um hetjurnar, Ronaldino, Puyol, Beckham og þessa karla en eitthvað fannst mér umræðan, sem ég komst ekki hjá að heyra, á hálfdöpru plani þar sem ég stóð þarna og skaut á Ísak Mána sem stóð í marki. Voru pælingarnar aðallega um það hversu mikið þessir ágætu menn væru að þéna fyrir störf sín á sínum sparkvöllum. Þessir guttar voru óþreytandi að umreikna þessar tölur sem þeir höfðu í kollinum og fundu þannig út hversu marga þúsund kalla þeir voru að hala inn per sekúndu eða hvað hver snerting í einum fótboltaleik skilaði þeim inn á reikningana sína.
Ég man eftir því þegar maður stóð á malarvellinum í Grundarfirði og lét sig dreyma um að vera í treyju nr. 10 á Old Trafford og vera að fullkomna þrennuna sína í 7:0 sigri Manchester United á Liverpool. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa tengt það við nýjustu týpuna af BMW eða önnur veraldleg gæði.
Kannski er það misminni hjá mér.
Ég man eftir því þegar maður stóð á malarvellinum í Grundarfirði og lét sig dreyma um að vera í treyju nr. 10 á Old Trafford og vera að fullkomna þrennuna sína í 7:0 sigri Manchester United á Liverpool. Ég man hins vegar ekki eftir því að hafa tengt það við nýjustu týpuna af BMW eða önnur veraldleg gæði.
Kannski er það misminni hjá mér.
föstudagur, júní 02, 2006
Tenging við umheiminn nálgast nær
Thú verdur ad blogga oftar... Þetta var sms sem ég fékk núna um daginn og get ég ekki sagt að ég hafi verið sáttur með það. Hérna er ég, búinn að vera tölvulaus heima hjá mér síðan 19. maí og nógu þunglyndur með það þótt maður fái ekki svona líka í bakið. Ég tók þá ákvörðun snemma í þessu bloggdæmi að blogga ekki í vinnunni og þar sem vinnutölvan er sú eina sem ég hef komið í tæri við þá segir það sig sjálft að ég er ekkert að blogga. Ákvað þó að beygja þessa reglu núna og eyða hádeginu mínu í að koma nokkrum línum á blað.
Hvað tölvuna varðaði þá gaf móðurborðið sig í henni (ekki biðja um nánar útskýringar) og er hún því alveg ónothæf. Kostnaðurinn við að gera við hana er ca. 40 - 50.000 kr og það eyðir víst enginn heilvita maður svoleiðis í rúmlega 3ja ára tölvu. Tókuð þið eftir að ég sagði rúmlega...? Málið var líka svo að það er 3ja ára ábyrgð á móðurborðsuppgjöfum á þessum gripum en þar sem framleiðsludagurinn á minni er 09.04.2003 þá var hún formlega orðin 3ja ára og 40 DAGA gömul = engin ábyrgð! "Góðu" fréttirnar voru reyndar þær að samkvæmt spekingunum þarna þá eru gögnin mín í góðu lagi og lítið mál að færa þær yfir í nýja tölvu. Andvarp. Hvað gera bændur þá? Kaupa sér nýja tölvu, ekkert annað í stöðunni. Ég fór fyrsta rúntinn niður í Apple (er nefnilega svoddan eplakall) og tók stöðuna. Komst að því að týpan mín, þ.e. í talsvert flottari útgáfu en ég á, var ekki væntanleg fyrr en eftir mánuð eða svo. Læddist þá innar í búðina og gaut augunum í Pro græjurnar, þ.e. dýrari týpurnar. Fór heim með verðlista og tæknilegar upplýsingar og horfði á þær í tvo daga. Til að gera langa sögu styttri þá ákvað ég að hætta að hugsa um þetta mál og framkvæma frekar og henti mér þarna niður með visakortið í rassvasanum. Búinn að skrifa undir, búinn að skuldbinda mig djöflinum næstu mánuði. Ef allt gengur upp á ég að vera klár með nýju tölvuna mína með gömlu gögnunum innanborðs í lok næstu viku.
Grundarfjörður í kvöld, aldrei að vita nema maður geti bloggað eitthvað á eplið hennar mömmu.
Hvað tölvuna varðaði þá gaf móðurborðið sig í henni (ekki biðja um nánar útskýringar) og er hún því alveg ónothæf. Kostnaðurinn við að gera við hana er ca. 40 - 50.000 kr og það eyðir víst enginn heilvita maður svoleiðis í rúmlega 3ja ára tölvu. Tókuð þið eftir að ég sagði rúmlega...? Málið var líka svo að það er 3ja ára ábyrgð á móðurborðsuppgjöfum á þessum gripum en þar sem framleiðsludagurinn á minni er 09.04.2003 þá var hún formlega orðin 3ja ára og 40 DAGA gömul = engin ábyrgð! "Góðu" fréttirnar voru reyndar þær að samkvæmt spekingunum þarna þá eru gögnin mín í góðu lagi og lítið mál að færa þær yfir í nýja tölvu. Andvarp. Hvað gera bændur þá? Kaupa sér nýja tölvu, ekkert annað í stöðunni. Ég fór fyrsta rúntinn niður í Apple (er nefnilega svoddan eplakall) og tók stöðuna. Komst að því að týpan mín, þ.e. í talsvert flottari útgáfu en ég á, var ekki væntanleg fyrr en eftir mánuð eða svo. Læddist þá innar í búðina og gaut augunum í Pro græjurnar, þ.e. dýrari týpurnar. Fór heim með verðlista og tæknilegar upplýsingar og horfði á þær í tvo daga. Til að gera langa sögu styttri þá ákvað ég að hætta að hugsa um þetta mál og framkvæma frekar og henti mér þarna niður með visakortið í rassvasanum. Búinn að skrifa undir, búinn að skuldbinda mig djöflinum næstu mánuði. Ef allt gengur upp á ég að vera klár með nýju tölvuna mína með gömlu gögnunum innanborðs í lok næstu viku.
Grundarfjörður í kvöld, aldrei að vita nema maður geti bloggað eitthvað á eplið hennar mömmu.
þriðjudagur, maí 23, 2006
Tölvuandvarp
15 hundruð fljúgandi flyðrur frá Fáskrúðsfirði. Ef líf mitt væri Tinnabók þá væri stemmingin svona. Skjárinn á fartölvunni hrundi og gripurinn er í viðgerð eins og staðan er í dag, óvíst hvað kemur út úr því. Maður er sem sagt kominn aftur á fornöld, engin tölva og þ.a.l. ekkert netlíf heima hjá mér, árið gæti þess vegna verið 1627. Síðastliðin helgi var bara slæm hjá mér, engin kona og engin tölva. Vona að þetta verði ekki langvarandi ástand, bið til æðri máttarvalda að þetta þýði ekki útgjöld upp á visa rað. Spurning hvenær næsti vitræni pistill komi hingað inn, ef þeir hafa verið vitrænir hingað til.
miðvikudagur, maí 17, 2006
Aðallega magakveisa
Æi, þetta hafa verið skrítnir dagar. Logi Snær náttúrulega búinn að vera í tómu rugli en er allur að koma til. Hann fór í leikskólann á mánudaginn, var reyndar voðalega tuskulegur en kom svo fljótlega til. Núna er hann líkari sjálfum sér, skammar okkur og lætur okkur heyra það ef hann er ekki sáttur við lífið og tilveruna. Það ber helst til tíðinda að hann er farinn að fara allra sinna ferða um á þríhjóli. Við fengum þetta forláta notaða þríhjól sem við borguðum alveg heilar 1.000 kr fyrir. Logi Snær var fljótur að komast upp á lagið með þetta, byrjaði hérna á stofugólfinu en brunar núna hérna úti í U-inu alveg á fullu. Stundum þannig að manni finnst alveg nóg um, hann vill helst láta sig vaða upp og niður allar brekkur og hóla.
Ekki veit ég hvort Logi Snær hefur smitað karl föður sinn af einhverjum óþverra en ljóst er að magastarfsemin á þeim bænum er ekki eins og best verður á kosið. Hefur nú ekki haldið mér frá vinnu en við skulum orða það þannig að mér líður betur vitandi af klósetti innan seilingar eftir að ég hef innbyrt einhverjar máltíðir, ekki verður farið út í nánari lýsingar á þessu hérna á þessum miðli.
Vona að ég verði orðinn góður um helgina, hin margrómaða utandeild að fara af stað en við eigum fyrsta leik á sunnudaginn. Má ég þá biðja um einhver karlmannlegri meiðsli, einhver sem tengjast ekki óhóflegri klósettsetu, takk.
Ekki veit ég hvort Logi Snær hefur smitað karl föður sinn af einhverjum óþverra en ljóst er að magastarfsemin á þeim bænum er ekki eins og best verður á kosið. Hefur nú ekki haldið mér frá vinnu en við skulum orða það þannig að mér líður betur vitandi af klósetti innan seilingar eftir að ég hef innbyrt einhverjar máltíðir, ekki verður farið út í nánari lýsingar á þessu hérna á þessum miðli.
Vona að ég verði orðinn góður um helgina, hin margrómaða utandeild að fara af stað en við eigum fyrsta leik á sunnudaginn. Má ég þá biðja um einhver karlmannlegri meiðsli, einhver sem tengjast ekki óhóflegri klósettsetu, takk.
föstudagur, maí 12, 2006
Ölóði formaðurinn
Alltaf gaman að gera eitthvað sem maður er ekki vanur að gera. Fór í ríkið í dag, seinnipartinn á föstudegi. Bullandi stemming, kappinn var vígalegur þarna, ekkert annað en innkaupakerra sem dugaði fyrir innkaup helgarinnar. Fór að rekkanum en sá að það var ekki nóg í hillunni fyrir mig. Þurfti að fá aðstoð frá einni starfsdömunni til að fá það sem ég þurfti. Kostaði ferð fyrir þessa dömu inn á lager og svo kom hún þaðan með það sem ég þurfti á stærðarinnar kerru. Fór svo á kassann, alltaf jafn fyndið að fara á kassann í ríkinu því mér finnst alltaf eins og ég eigi að sýna skilríki. Líklega fer ég ekki nógu oft í ríkið. Líklega er ég lít ég út fyrir að vera eldri en tvítugt.
Til að skýra þetta nánar þá var ég að kaupa öl fyrir hreinsunardaginn hérna í blokkinni, gengur víst ekkert að fá þetta lið til að týna rusl og sópa nema að lofa því öli og grilluðum pylsum. Þar sem maður er búinn að fá stöðuhækkun í stjórn húsfélagsins, úr ritaranum og upp í formanninn þá verða menn að sýna meiri ábyrgð. Ef það er hægt að kalla það að útvega áfenga drykki ábyrgðarfullt starf.
Til að skýra þetta nánar þá var ég að kaupa öl fyrir hreinsunardaginn hérna í blokkinni, gengur víst ekkert að fá þetta lið til að týna rusl og sópa nema að lofa því öli og grilluðum pylsum. Þar sem maður er búinn að fá stöðuhækkun í stjórn húsfélagsins, úr ritaranum og upp í formanninn þá verða menn að sýna meiri ábyrgð. Ef það er hægt að kalla það að útvega áfenga drykki ábyrgðarfullt starf.
fimmtudagur, maí 11, 2006
þriðjudagur, maí 09, 2006
Ísak Máni #22
Ísak Máni var að spila á KFC mótinu sem Víkingur hélt núna um síðastliðnu helgi. Þeim gekk mjög vel, 3 sigurleikir og eitt jafntefli var afraksturinn gegn ekki ómerkari liðum en KR, Fylki, Grindavík og Þrótti.

Strákurinn stóð sig vel samkvæmt lýsingum frá mömmu hans og ekki lýgur hún. Hann spilaði í marki í fyrsta leiknum og síðan í vörninni eftir það.

Svo er mót um næstu helgi, á sunnudaginn, en þá er vormót KRR í Egilshöllinni. Aldrei frí í þessum bransa en á meðan hann hefur gaman að þessu þá er um að gera að hvetja hann áfram, við hjónaleysin höfum trú á að þetta geri honum bara gott.

Strákurinn stóð sig vel samkvæmt lýsingum frá mömmu hans og ekki lýgur hún. Hann spilaði í marki í fyrsta leiknum og síðan í vörninni eftir það.

Svo er mót um næstu helgi, á sunnudaginn, en þá er vormót KRR í Egilshöllinni. Aldrei frí í þessum bransa en á meðan hann hefur gaman að þessu þá er um að gera að hvetja hann áfram, við hjónaleysin höfum trú á að þetta geri honum bara gott.
Enn liggur Logi Snær
Ástandið hérna heima er frekar bagalegt. Logi Snær enn lasinn, heldur litlu niðri. Rúmið hans, rúmið okkar, stofugólfið, hornsófinn (báðir endar), eldhúsgólfið, sófaborðið eru meðal þeirra staða sem hann hefur skilað því sem hann hefur borðað. Hann liggur fyrir megnið af deginum, enda lítið inni á orkureikningnum til að gera nokkuð annað. Hérna gengur líka þvottavélin nánast allan sólarhringinn enda lenda fötin hans og nánasta umhverfi í einhverju tjóni þegar á þessu stendur. Ótrúlega óspennandi. Ég er varla að sjá hann fara mikið á leikskólann í vikunni en vonandi fer guttinn að hressast. Agalegt að hanga svona inni í svona góðu veðri, samt merkilegt hvað geðheilsan hjá honum er geðgóð. Kannski hefur hann bara ekki orku til að vera pirraður.
laugardagur, maí 06, 2006
Ekki á allt kosið
Er búinn að hanga hérna heima á þessum laugardegi, bara á stuttbuxum og bol. Það var ekki alveg planið. Er búinn að horfa hérna út í garðinn á krakkana leika sér og fólk dúlla sér á stuttermabolum á sólpöllunum sínum. En ég er bara inni. Ástæðan fyrir því er að Logi Snær er með einhverja skaðræðismagapest og er í tómu rugli greyið. Hann var búinn að vera örlítið furðulegur í maganum fyrir helgi en sökk svo í allan pakkann í gær. Var varla með meðvitund þegar hann var sóttur í leikskólann og ældi síðan allt rúmið sitt út seint í gærkvöldi. Í dag er hann búinn að sofa meira og minna í allan dag og það lita sem hefur farið inn um hans varir hefur komið aftur sömu leið.
Enn leiðinlegra fyrir vikið að Ísak Máni er að keppa í þessum pikkuðu orðum með ÍR á KFC mótinu sem Víkingur heldur og planið var auðvitað að öll fjölskyldan myndi mæta á svæðið en núna verður mamman að duga. Ísak Máni var búinn að peppa sig upp í að spila jafnvel eitthvað í marki (án alls þrýstings frá föðurnum – grínlaust) þótt að mótið sé spilað á malarvelli. Við verðum að vona að þetta fari allt vel og að menn komi heilir heim, bæði á sál og líkama.
Til að kóróna allt saman urðum við að afboða okkur í grillveislu upp á Skaga sem búið var að bjóða okkur í kvöld.
Svei þér pest…
Enn leiðinlegra fyrir vikið að Ísak Máni er að keppa í þessum pikkuðu orðum með ÍR á KFC mótinu sem Víkingur heldur og planið var auðvitað að öll fjölskyldan myndi mæta á svæðið en núna verður mamman að duga. Ísak Máni var búinn að peppa sig upp í að spila jafnvel eitthvað í marki (án alls þrýstings frá föðurnum – grínlaust) þótt að mótið sé spilað á malarvelli. Við verðum að vona að þetta fari allt vel og að menn komi heilir heim, bæði á sál og líkama.
Til að kóróna allt saman urðum við að afboða okkur í grillveislu upp á Skaga sem búið var að bjóða okkur í kvöld.
Svei þér pest…
þriðjudagur, maí 02, 2006
Að vera nörd eður ei
Ég elska þennan þátt um Sænsku nördana, finnst hann algjör snilld. Hann heitir náttúrulega ekki Sænsku nördarnir í Svíþjóð heldur ber hann nafn liðsins sem stofnað var um þetta dæmi, FC Z. En ég meina kommon, þetta eru algjörir nördar og ekkert annað. Sá svo í blöðunum að Sýn ætlar að koma með íslenska útgáfu af þessum þáttum og ef ég náði þessu rétt á liðið þar að heita FC Nörd, ekkert hálfkák þar. Þar ætla þeir að safna saman strákum sem hafa litla sem enga reynslu af íþróttaiðkun en sem eru vel gefnir einstaklingar. Veit ekki alveg hvað það þýðir, kannski verða menn að sýna fram á einhverja frammúrskarnadi færni í eðlisfræði eða vera með háskólapróf í bókmenntum. Sem leiðir að einu í þessu máli. Ég hef nefnilega tekið eftir því að margir hinna sænskættuðu nörda lýsa yfir talsverðum sagnfræðiáhuga, af einhverjum orsökum. Ég verð að viðurkenna, svona þegar ég fer að leiða hugann að því, að þegar ég var að nema þessi fræði í Háskólanum þá voru ekki margir með mér sem voru liðtækir á vellinum. Við skulum alla vega orða það svoleiðis að ég held að Knattspyrnulið Sagnfræðiskors Háskóla Íslands hefði ekki verið líklegt til árangurs á knattspyrnumótum innan Háskólans og enn síður á stærri mótum. En kannski var ég bara í “slæmum” árgangi hvað þetta varðar. Kannski ekki. Kannski er ég bara algjört viðundur í þessu máli, að taka stúdent frá íþróttabraut og fara svo í sagnfræði í Háskólanum. Líklega gerir þetta stúdentspróf mitt það að verkum að ég verð ekki gjaldgengur í FC Nörd, án þess að ég teljist einhver yfirburðaríþróttamaður. Er líklega ekki heldur með nógu góðar einkunnir frá Háskólanum til að komast í klúbbinn.
Ég held að það verði ekki spurning um hvort heldur hve margir sagnfræðiáhugamenn verða liðsmenn FC Nörd. Þeir verða mínir menn.
Ég held að það verði ekki spurning um hvort heldur hve margir sagnfræðiáhugamenn verða liðsmenn FC Nörd. Þeir verða mínir menn.
mánudagur, maí 01, 2006
25% maður í snókerhugleiðingum
Karlinn búinn að vera einn heima núna um helgina. 75% af fjölskyldunni fannst meira spennandi að fara vestur og skoða me-me hausa í lifanda lífi en að chilla hérna í höfuðborginni. Þar sem genin sem kveikja áhuga þegar rollur eru annars vegar vantar í mig og hins vegar voru Vatnsberarnir að spila æfingaleik í gær, gerði það að verkum að ég sat eftir heima. Get ekki sagt að maður hafi verið djúpstæður á meðan maður var bara 25%, en það var reynt að dunda sér eitthvað.
Hef verið að fylgjast með Heimsmeistarmótinu í snóker á Eurosport, svona með öðru. Það er eiginlega Ísaki Mána að “kenna”, hann datt inn í þetta núna fyrir helgi og honum finnst þetta alveg æðislegt. Ég sogaðist með honum inn í þetta og það er alveg merkilegt hvað þetta getur verið ávanabindandi. Okkar maður, Ronnie O´Sullivan, datt út í undanúrslitunum í gær og því eru úrslitin ekki eins spennandi fyrir vikið, en spennandi þó. Hugsaði með mér hvað væri gaman að eiga svona borð en geri mér grein fyrir að ég þyrfti að eiga stærra hús fyrir svona græju, það er ekki eins og séu mörg ónotuð herbergi hérna í íbúðinni. Man samt eftir því að þegar ég var lítill patti þá var til svona lítil útgáfa af einhverju svona borði, ætli það hafi ekki tilheyrt Villa. Það var þannig útbúið að það var á mjög stuttum fótum og því þurfti maður að hafa það uppi á einhverju borði þegar verið var að spila. Það hafði einhvern tímann lent í einhverju tjóni því það þurfti að vera þvinga á einu horninu til að borðið væri rétt, þekki þá sögu ekki. Það skipti engu máli, í minningunni var þetta borð algjört gull. Þetta er kannski einhver fortíðarhyggja, bara svo gaman að dunda sér í einhverju svona en ekki alltaf þessir helv… tölvuleikir og þessháttar. Spurning hvort maður fari á stúfana og leiti að svona borði? Ætli það. Kannski þegar ég verð búinn að kaupa mér stærra hús.
Hef verið að fylgjast með Heimsmeistarmótinu í snóker á Eurosport, svona með öðru. Það er eiginlega Ísaki Mána að “kenna”, hann datt inn í þetta núna fyrir helgi og honum finnst þetta alveg æðislegt. Ég sogaðist með honum inn í þetta og það er alveg merkilegt hvað þetta getur verið ávanabindandi. Okkar maður, Ronnie O´Sullivan, datt út í undanúrslitunum í gær og því eru úrslitin ekki eins spennandi fyrir vikið, en spennandi þó. Hugsaði með mér hvað væri gaman að eiga svona borð en geri mér grein fyrir að ég þyrfti að eiga stærra hús fyrir svona græju, það er ekki eins og séu mörg ónotuð herbergi hérna í íbúðinni. Man samt eftir því að þegar ég var lítill patti þá var til svona lítil útgáfa af einhverju svona borði, ætli það hafi ekki tilheyrt Villa. Það var þannig útbúið að það var á mjög stuttum fótum og því þurfti maður að hafa það uppi á einhverju borði þegar verið var að spila. Það hafði einhvern tímann lent í einhverju tjóni því það þurfti að vera þvinga á einu horninu til að borðið væri rétt, þekki þá sögu ekki. Það skipti engu máli, í minningunni var þetta borð algjört gull. Þetta er kannski einhver fortíðarhyggja, bara svo gaman að dunda sér í einhverju svona en ekki alltaf þessir helv… tölvuleikir og þessháttar. Spurning hvort maður fari á stúfana og leiti að svona borði? Ætli það. Kannski þegar ég verð búinn að kaupa mér stærra hús.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Íslensk - amerískur kvöldverður
“Það er me-me haus að borða.” Sigga var að tilkynna Loga Snæ hvað væri í kvöldmatinn. Verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði þetta var að þetta væri náttúrulega nett klikkað uppeldi. Barnið tók þessu með jafnaðargeði en virtist ekki alveg vera að kaupa þessa hugmynd þegar hann virti fyrir sér þessum þjóðlega íslenska rétt.

Hann lýsti því samt yfir fljótlega, hátt og snjallt, að hann vildi komast frá borðinu án þess svo mikið að sem að hafa smakkað einn bita af Grákollu. Ísak Máni var alveg sáttur enda eldri og hefur meiri hugmynd um gang lífsins. Með herkjum tókst að fá Loga til að innbyrða 4 bita með kartöflumúsívafi. Hafði kannski sitt að segja að í eftirrétt var þjóðlegur amerískur réttur.


Hann lýsti því samt yfir fljótlega, hátt og snjallt, að hann vildi komast frá borðinu án þess svo mikið að sem að hafa smakkað einn bita af Grákollu. Ísak Máni var alveg sáttur enda eldri og hefur meiri hugmynd um gang lífsins. Með herkjum tókst að fá Loga til að innbyrða 4 bita með kartöflumúsívafi. Hafði kannski sitt að segja að í eftirrétt var þjóðlegur amerískur réttur.


laugardagur, apríl 22, 2006
Giftingaleti
Var einhverntímann að velta því fyrir mér á þessum miðli hvort ég væri örlítið letiblóð og vísaði þá í samtal mitt við núverandi umhverfisráðherra. Það er nefnilega í einu atriði sem ég velti stundum fyrir mér hvort ég sé bara hreinræktaður letingi.
“Hvenær ætlar þú að gifta þig?” Spurning sem er stundum beint að mér af ýmsu fólki, þó aðallega nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum. Svarið er bara það að ég veit það ekki. Við Sigga erum búin að vera saman í 12 ár, í dag nánar tiltekið. Magnað. Sem er talsverður tími svona þegar ég fer að spá í það.
Það stefnir í allt að ég verði síðastur af systkinunum að láta verða af því að gifta mig. Kannski ekki að marka með Villa, hann hefur einhver tíu ár í forskot á mig og þrettán á Jóhönnu. Hann gifti sig árið 1986, nokkrum dögum fyrir 22ja ára afmælið sitt og Gulla, konan hans, var 19 ára. Þau eiga sem sagt 20 ára brúðkaupsafmæli í lok ársins og þá getur Gulla sagt með réttu að hún hafi verið gift Villa meira en helming ævinnar. 22ja ára, ef ég uppfæri þetta á mig þá var maður algjör kjúklingur í minningunni þegar ég var 22ja ára, að ekki sé talað um 19 ára. Svo er Jóhanna að fara gifta sig næsta haust... held ég. Ég held að hún haldi það líka. Vona að mannsefnið hennar haldi það líka.
Okay, ég hef sem sagt smátíma til að ná öðru sætinu, ef maður myndi setja allt í gang. Nei, ég veit ekki, veit ekki hvort maður hafi verið að bíða eftir því að á einhverjum tímapunkti í lífinu myndi maður detta í einhvern brúðkaupsgír. Ég man eftir 2000 bylgjunni, það var ekkert smá kúl að gifta sig árið 2000, allar kirkjur landsins voru uppbókaðar allar helgar þá um sumarið með 2ja ára fyrirvara eða eitthvað álíka. Ekki kom brúðkaupsgírinn þá yfir mann.
Ég nenni bara ómögulega þessum krúsidúllum sem þessu virðast eiga að fylgja, allt frá einsöngvurum niður í servíettur. Er það eitthvað óeðlilegt? Á ég að skammast mín eitthvað fyrir það? Verður maður að leigja sal og kirkju, fá Jón Sig til að syngja, láta sérsauma á mig og drengina föt eins og Beckham gifti sig í, bjóða öllum sem maður svo mikið sem yrt á í gegnum ævina, leigja hestvagn fyrir mig og frúnna, dreifa rósarblöðum út um allt og fljúga svo til einhverrar eyju í Kyrrahafinu morguninn eftir?
Svei, ég veit ekki. Kannski er ég bara að gera úlfalda úr mýflugu. Andskotinn sjálfur, maður þarf varla að hafa þetta svona copy – paste úr Brúðkaupsþættinum Já. Ég er samt ekki að tala um einhverja öfga í hina áttina, að gifta sig neðansjávar eða í fallhlíf.
Ef það er eitthvað sem get sagt að ég sjái hreinlega eftir í þessu ferli er að hafa ekki bara drifið í þessu árið 2004. Þá vorum við búin að vera saman í 10 ára og það hefði verið fín ástæða til að drífa í þessu. Kannski ætti maður að setja stefnuna á 2014.
Uss, nú er ég kominn með þetta í tóma hringi, spurning hvort maður sé búinn að tapa sér. Ætli séu til einhverjar töflur við þessu? Ég held að þetta sé komið á það stig að réttast að drífa í þessu og láta ekki nokkurn kjaft vita. Það er spurning hvort maður kemur bara með fréttirnar hérna á blogginu EFTIR að þessu er lokið...
“Hvenær ætlar þú að gifta þig?” Spurning sem er stundum beint að mér af ýmsu fólki, þó aðallega nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum. Svarið er bara það að ég veit það ekki. Við Sigga erum búin að vera saman í 12 ár, í dag nánar tiltekið. Magnað. Sem er talsverður tími svona þegar ég fer að spá í það.
Það stefnir í allt að ég verði síðastur af systkinunum að láta verða af því að gifta mig. Kannski ekki að marka með Villa, hann hefur einhver tíu ár í forskot á mig og þrettán á Jóhönnu. Hann gifti sig árið 1986, nokkrum dögum fyrir 22ja ára afmælið sitt og Gulla, konan hans, var 19 ára. Þau eiga sem sagt 20 ára brúðkaupsafmæli í lok ársins og þá getur Gulla sagt með réttu að hún hafi verið gift Villa meira en helming ævinnar. 22ja ára, ef ég uppfæri þetta á mig þá var maður algjör kjúklingur í minningunni þegar ég var 22ja ára, að ekki sé talað um 19 ára. Svo er Jóhanna að fara gifta sig næsta haust... held ég. Ég held að hún haldi það líka. Vona að mannsefnið hennar haldi það líka.
Okay, ég hef sem sagt smátíma til að ná öðru sætinu, ef maður myndi setja allt í gang. Nei, ég veit ekki, veit ekki hvort maður hafi verið að bíða eftir því að á einhverjum tímapunkti í lífinu myndi maður detta í einhvern brúðkaupsgír. Ég man eftir 2000 bylgjunni, það var ekkert smá kúl að gifta sig árið 2000, allar kirkjur landsins voru uppbókaðar allar helgar þá um sumarið með 2ja ára fyrirvara eða eitthvað álíka. Ekki kom brúðkaupsgírinn þá yfir mann.
Ég nenni bara ómögulega þessum krúsidúllum sem þessu virðast eiga að fylgja, allt frá einsöngvurum niður í servíettur. Er það eitthvað óeðlilegt? Á ég að skammast mín eitthvað fyrir það? Verður maður að leigja sal og kirkju, fá Jón Sig til að syngja, láta sérsauma á mig og drengina föt eins og Beckham gifti sig í, bjóða öllum sem maður svo mikið sem yrt á í gegnum ævina, leigja hestvagn fyrir mig og frúnna, dreifa rósarblöðum út um allt og fljúga svo til einhverrar eyju í Kyrrahafinu morguninn eftir?
Svei, ég veit ekki. Kannski er ég bara að gera úlfalda úr mýflugu. Andskotinn sjálfur, maður þarf varla að hafa þetta svona copy – paste úr Brúðkaupsþættinum Já. Ég er samt ekki að tala um einhverja öfga í hina áttina, að gifta sig neðansjávar eða í fallhlíf.
Ef það er eitthvað sem get sagt að ég sjái hreinlega eftir í þessu ferli er að hafa ekki bara drifið í þessu árið 2004. Þá vorum við búin að vera saman í 10 ára og það hefði verið fín ástæða til að drífa í þessu. Kannski ætti maður að setja stefnuna á 2014.
Uss, nú er ég kominn með þetta í tóma hringi, spurning hvort maður sé búinn að tapa sér. Ætli séu til einhverjar töflur við þessu? Ég held að þetta sé komið á það stig að réttast að drífa í þessu og láta ekki nokkurn kjaft vita. Það er spurning hvort maður kemur bara með fréttirnar hérna á blogginu EFTIR að þessu er lokið...
mánudagur, apríl 17, 2006
Gubbandi stemming
Komum heim í Eyjabakkann núna um miðjan dag í dag. Var svona heldur tíðindalítil ferð, allt heldur hefðbundið þangað til að við áttum u.þ.b. 2 mínútur ófarnar. Við vorum stödd á rauðum ljósum ekki skammt frá Fálkabakka þegar fjörið byrjaði. Logi Snær tekur upp á því að æla þessi ósköp, gusast alveg upp úr greyinu. Við þarna föst í umferðinni, rétt hjá bílastæðinu heima og annað barnið hálffreðið í bílstólnum með ómelta hamborgarahryggsbita yfir sig allan. Sá eldri er rosalega viðkvæmur fyrir öllu svona og þegar lyktin berst um bílinn eins og eldur í sinu fór hann að kúgast líka sem endaði með einhverri smáspýju. Sigga gaf skipun um að opna alla rúður í bílnum á meðan við biðum eftir græna ljósinu. Ljósið kom loksins eftir heila eilíf og við reyndum að komast á bílastæðið heima hratt en örugglega. Þar var öllu draslað út úr bílnum og inn, börnunum, yfirhöfnunum, bílstólunum og öðru sem varð fyrir grundfirska hádegismatnum. Öllu sem möguleika var hægt að koma í þvottavélina fór þangað. Eftir að hyggja var þetta kannski besta tímasetning á svona atburði, fyrst þetta þurfti að gerast. Hefði ekki boðið í það ef Logi hefði tekið ákvörðun um að létta af sér á þennan hátt t.d. í miðjum Hvalfjarðargöngum.
sunnudagur, apríl 16, 2006
Borðað út í eitt á stórafmælisdögum sem öðrum dögum í Grundarfirði
Páskafrí í Grundarfirði. Ávísun á útkýlda vömb og legusár. Nei, reyndar ekki nema að hálfu leyti rétt. Nóg er étið hérna, það er á hreinu, en með tilkomu sparkvallarins og það að eldri syninum finnst gaman að vera þar þá lendir maður stundum í því að dröslast þangað út eftir. Sem er hið besta mál eftir allt átið. Það hjálpar ekki til að mamma átti afmæli núna 13. og Sigga átti afmæli í gær. Hér eru því kaffiboð ofan í allt saman. Ef það er eitthvað sem lýsir þessu best þá sagði mamma eitt hérna í gær þegar hún var að ganga frá kökunum og öðru bakkelsi eftir að einhverjir gestanna voru farnir: ”Það gengur ekkert á brauðið núna” Kemur á óvart? Neibb, ekki vitund því menn seilast frekar í tertusneiðar, pönnukökur og fleira í þeim dúr. Ristað brauð með osti má bíða þangað til eftir páska.
Sigga átti afmæli í gær eins og fram kom hérna áðan, stór pakki, heil 30 kvikindi komin í hús. Eitthvað um gesti hérna en mér skilst að það verði einhver smá kaffiboð heima á fimmtudaginn nk. þar sem tekið verður á móti pökkum eitthvað fram eftir deginum.
Páskaeggjadagur í dag. Menn mættu snemma í morgunmat en búið var að semja um að það yrði annað hvort hafragrautur eða Cheerios svo ekki yrði byrjað á eggjunum á tómum maga sem yrði bara ávísun á tómt rugl. Ég átti, strangt til tekið, ekkert egg en hafði gert mér vonir um að fá kannski eina væna flís hjá drengjunum. Ég tók mér því snemma hrægammsstöðu fyrir aftan þá og beið færis. Annars finnst mér allir voða rólegir yfir þessum páskaeggjum, svona miðað við allt umtalið og lætin. Kannski eru bara allir búnir að borða yfir sig að öðrum kræsingum.
Sigga átti afmæli í gær eins og fram kom hérna áðan, stór pakki, heil 30 kvikindi komin í hús. Eitthvað um gesti hérna en mér skilst að það verði einhver smá kaffiboð heima á fimmtudaginn nk. þar sem tekið verður á móti pökkum eitthvað fram eftir deginum.
Páskaeggjadagur í dag. Menn mættu snemma í morgunmat en búið var að semja um að það yrði annað hvort hafragrautur eða Cheerios svo ekki yrði byrjað á eggjunum á tómum maga sem yrði bara ávísun á tómt rugl. Ég átti, strangt til tekið, ekkert egg en hafði gert mér vonir um að fá kannski eina væna flís hjá drengjunum. Ég tók mér því snemma hrægammsstöðu fyrir aftan þá og beið færis. Annars finnst mér allir voða rólegir yfir þessum páskaeggjum, svona miðað við allt umtalið og lætin. Kannski eru bara allir búnir að borða yfir sig að öðrum kræsingum.
þriðjudagur, apríl 11, 2006
Páskafrí framundan
Krump... Síðasti dagurinn í vinnunni fyrir páskafrí, kallinn reddaði sér fríi á morgun, er enn að smygla út fæðingarorlofsdögum en stefnan er að vera búinn að klára þetta áður en Logi Snær fær hár á bringuna. Geispa hérna út í eitt, tók þá ákvörðun um að horfa á CSI áður en ég hellti mér út í þennan pistil fyrir Þeyr, alltaf á síðustu stundu með allt svona. Það var komið einhvern góðan slatta yfir miðnætti þegar ég skrölti í bælið og það var ekki til að bæta stemminguna á heimilinu í morgun að ég var sá eini sem þurfti að vakna. Enda var bara náttfatastemming á öðrum meðlimum í fjölskyldunni þegar ég fór í vinnuna.
Stefnan sett á Grundó á morgun, það verður gott að komast í sveitina og anda að sér fersku fjallalofti í bland við ilminn af páskaeggjunum. Heillangt síðan kappinn fór þarna vestur en það hefur allt sínar skýringa, aðallega þær að mútta hefur ekki verið á landinu. Ísak Máni er farinn að þrá að komast í kjötbollur hjá ömmu, sem mér finnst mjög skiljanlegt.
Stefnan sett á Grundó á morgun, það verður gott að komast í sveitina og anda að sér fersku fjallalofti í bland við ilminn af páskaeggjunum. Heillangt síðan kappinn fór þarna vestur en það hefur allt sínar skýringa, aðallega þær að mútta hefur ekki verið á landinu. Ísak Máni er farinn að þrá að komast í kjötbollur hjá ömmu, sem mér finnst mjög skiljanlegt.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Mér hefur borist penni
Þá er búið að færa manni þetta þvílíka verkefnið. Það er ljóst að það verður ekki sofið næstu dagana. Mér hefur verið réttur penni áskorandans í hinu ástsæla riti Þeyr, sem er fyrir þá sem ekki vita grundfirskur frétta- og auglýsingamiðill. Áskorandinn hefur þann tilgang, eftir því sem ég kemst næst, að skrifa um eitthvað málefni sem stendur honum næst (s.s. hvað sem er) og varpa að því loknu pennanum áfram á einhvern annan aðila. Þetta er vitaskuld gert til að ýta undir það að í blaðinu sé eitthvað athyglisvert lesefni og er það vel. Það að ég fékk “pennann” á ég Tómasi stórfrænda mínum að þakka. Nú verður lagst undir feld, án þess þó að maður tapi sér í þessu en það er nú skemmtilegra að hafa eitthvað smá vitrænt að segja. Mér skilst að penninn hafi gengið núna á milli brottfluttna Grundfirðinga og hvað get ég sagt, ég er búinn að ákveða hverjum ég afhendi pennann góða. MMMUUUUHHHHAAAAAA………
fimmtudagur, mars 30, 2006
Útvarpsstöðin mín
Tók nettan Lýð Oddsson á þetta. Þið vitið, Lottó-auglýsingarnar. Gúgglaði nafnið mitt og er búinn að vera að fara í gegnum þetta en sökum vinnu (ólíkt Lýð) hef ég nú ekki enn komist í gegnum blaðsíðu 1. Ég hef ekki fundið borg í Tyrklandi sem ber mitt nafn en hinsvegar fann ég þessa þvílíku snilld, útvarpstöð frá Macomb í Bandaríkjunum sem heitir Wium FM 91.3! Hversu kúl er það? Er búinn að prófa að stilla inn en það er yfirleitt eitthvað leiðindar blaður í gangi. Áður en ég tapaði mér og sendi meil þangað til að komast að því hvort ég ætti einhverja ættingja þarna sem hefðu mögulega stofnað stöðina þá róaði ég mig niður og reyndi að komast að því hvers vegna í ósköpum þessi útvarpsstöð bæri þetta fallega nafn og ég tel mig hafa svarið á reiðum höndum. Þessi stöð er í eigu Western Illinois University sem er staðsettur þarna í Macomb og ef maður tekur fyrsta stafinn úr þessum orðum færðu WIUM. Algjör Sérlákur. Áhugasamir geta hlustað hér.
Spurning um að undirbúa heimsókn þangað.
Spurning um að undirbúa heimsókn þangað.
mánudagur, mars 27, 2006
Tölvutæknin
Tölvutæknin er yndisleg.
Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir þá var konan ekki heima frá því snemma á laugardeginum fram á sunnudagskvöld. Hún kom sem sagt heim í gærkvöldi eftir að hafa verið fyrir vestan. Hún kom heim, skellti tveimur töskum á gólfið í forstofunni, einn sængurfatapoki og úlpa fóru sömu leið. Húsbóndinn á heimilinu fékk koss og knús. “Gaman að sjá þig” sagði hún. “Úff, ég er frekar þreytt eftir þetta allt” hélt hún áfram þegar hún rölti inn í stofu, teygði sig í fartölvuna og settist í sófann.
Eftir einhvern tíma lokaði hún fartölvunni, stóð upp og sagði: “Já, helgin var sem sagt svona hjá þér”. Og það besta var að ég varla búinn að segja orð frá því að hún kom inn um dyrnar.
Tölvutæknin er yndisleg.
Eins og glöggir lesendur þessarar síðu hafa tekið eftir þá var konan ekki heima frá því snemma á laugardeginum fram á sunnudagskvöld. Hún kom sem sagt heim í gærkvöldi eftir að hafa verið fyrir vestan. Hún kom heim, skellti tveimur töskum á gólfið í forstofunni, einn sængurfatapoki og úlpa fóru sömu leið. Húsbóndinn á heimilinu fékk koss og knús. “Gaman að sjá þig” sagði hún. “Úff, ég er frekar þreytt eftir þetta allt” hélt hún áfram þegar hún rölti inn í stofu, teygði sig í fartölvuna og settist í sófann.
Eftir einhvern tíma lokaði hún fartölvunni, stóð upp og sagði: “Já, helgin var sem sagt svona hjá þér”. Og það besta var að ég varla búinn að segja orð frá því að hún kom inn um dyrnar.
Tölvutæknin er yndisleg.
sunnudagur, mars 26, 2006
Árshátíð
Vinnan hélt árshátið í gærkvöldi og það var vandað til verka eins og venjulega. Byrjaði heima hjá forstjóranum eins og venjan er, í öl og snittur en síðan var öllum mannskapnum komið niður í Laugardal þar sem aðalgeimið var í Félagsheimili Þróttar. Þar sem fyrirtækið vex og dafnar þá voru ansi margir þarna sem ég þekkti engin deili á. Fyrir svona 2-3 árum voru þetta 30+ starfsmenn hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtækinu. Þá mætti maður á árshátið og það var svona ein og ein hræða sem maður var ekki alveg viss hvort væri starfsmaður eða maki. Á ekki svo löngum tíma er búið að versla einhver þrjú batterí, misstór reyndar, sem hafa bæst í pakkann og þaraf er eitt fyrir norðan á Akureyri. Þannig að núna voru þetta rétt rúmlega 100 manns með mökum sem mættu og ég verð að viðurkenna að ég var gjörsamlega týndur þarna. Gott ef ég þekkti deili á 1/3 af mannskapnum. Það hjálpaði ekki að ég missti af árshátiðinni í fyrra vegna veikinda og var því týndari en ella.
Konan kom ekki með í þetta skiptið þar sem hún ákvað að skella sér vestur á Snæfellsnesið og fara á jökulinn með einhverju fólki sem allt þurfti að fara og ná sér í orku. Vona að allir komi þaðan sem endurnærðir orkuboltar.
Þar sem ég var maður einsamall þá fannst mér ég stundum verða hálfgerð afgangsstærð í svona dæmi. Dregið til borðs og þá gilti miðinn með númerið á borðinu fyrir tvo o.s.frv. Leist ekkert á þetta þegar ég sá borðið sem mér var “úthlutað”, 11 hausar að mér meðtöldum, lagermaður hjá okkur og konan hans sem ég þekkti vitaskuld en afgangurinn var allt lið að norðan sem ég hafði aldrei á ævinni séð. Enda vorum við þrjú ekki alveg að digga alla umræðuna og brandarana sem fengu að fljúga þarna um borðið. Maturinn var fínn og skemmtiatriðin sömuleiðis. Krakkar úr Fjölbraut í Garðabæ komu og fluttu tvö lög úr Sister Act eða Systraspili, söngleiknum sem skólinn er að setja upp. Svo komu tveir kóngar á svæðið, nei það voru ekki Simmi og Jói eða Sveppi og Auddi. Það voru Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson. Langflottastir, miðað við undirtektirnar í salnum og það verður ekki sagt að þessir kappar kunni þetta ekki. Ef þetta var ekki nóg fyrir mannskapinn þá kom IceBlue sjálfur, Geir Ólafsson, og söng einhver lög. Ég ákvað þá að standa upp og kíkja á liðið út í smók, jafnvel þótt ég reyki ekki. Þarna á milli atriði var haldið happdrætti þar sem dregnir voru út misspennandi vinningar, allt frá páskaeggjum til utanlandsferðar til Evrópu fyrir tvo. Það fór aldrei svo að kappinn hirti ekki einn vinning og bara þokkalegan held ég. Flug fyrir tvo til Akureyrar og heim aftur, gisting í eina nótt fyrir tvo á KEA Hotels og 8.000 kr inneign hjá veitingarhúsinu Greifanum á Akureyri. Heyrðu, þetta lítur bara ágætlega út svona á prenti, veglegur vinningur.
Maður var svo bara rólegur, tók leigara heim með eitthvað af Breiðholtsbúum og var kominn heim klukkan að verða 2.
Konan kom ekki með í þetta skiptið þar sem hún ákvað að skella sér vestur á Snæfellsnesið og fara á jökulinn með einhverju fólki sem allt þurfti að fara og ná sér í orku. Vona að allir komi þaðan sem endurnærðir orkuboltar.
Þar sem ég var maður einsamall þá fannst mér ég stundum verða hálfgerð afgangsstærð í svona dæmi. Dregið til borðs og þá gilti miðinn með númerið á borðinu fyrir tvo o.s.frv. Leist ekkert á þetta þegar ég sá borðið sem mér var “úthlutað”, 11 hausar að mér meðtöldum, lagermaður hjá okkur og konan hans sem ég þekkti vitaskuld en afgangurinn var allt lið að norðan sem ég hafði aldrei á ævinni séð. Enda vorum við þrjú ekki alveg að digga alla umræðuna og brandarana sem fengu að fljúga þarna um borðið. Maturinn var fínn og skemmtiatriðin sömuleiðis. Krakkar úr Fjölbraut í Garðabæ komu og fluttu tvö lög úr Sister Act eða Systraspili, söngleiknum sem skólinn er að setja upp. Svo komu tveir kóngar á svæðið, nei það voru ekki Simmi og Jói eða Sveppi og Auddi. Það voru Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson. Langflottastir, miðað við undirtektirnar í salnum og það verður ekki sagt að þessir kappar kunni þetta ekki. Ef þetta var ekki nóg fyrir mannskapinn þá kom IceBlue sjálfur, Geir Ólafsson, og söng einhver lög. Ég ákvað þá að standa upp og kíkja á liðið út í smók, jafnvel þótt ég reyki ekki. Þarna á milli atriði var haldið happdrætti þar sem dregnir voru út misspennandi vinningar, allt frá páskaeggjum til utanlandsferðar til Evrópu fyrir tvo. Það fór aldrei svo að kappinn hirti ekki einn vinning og bara þokkalegan held ég. Flug fyrir tvo til Akureyrar og heim aftur, gisting í eina nótt fyrir tvo á KEA Hotels og 8.000 kr inneign hjá veitingarhúsinu Greifanum á Akureyri. Heyrðu, þetta lítur bara ágætlega út svona á prenti, veglegur vinningur.
Maður var svo bara rólegur, tók leigara heim með eitthvað af Breiðholtsbúum og var kominn heim klukkan að verða 2.
miðvikudagur, mars 22, 2006
Það er bara ein Jóhanna systir
Kannski er ég að gera þvílík mistök að birta eftirfarandi sögu. Kannski verður Jóhanna systir brjáluð. En þetta er bara svo fyndið. Og aulalegt.
Sagan er sú að hún rekur gistiheimili á Suðureyri við Súgandafjörð og eitt sumarið komu Svisslendingar sem urðu svona rosalega hrifnir af landi og þjóð. Núna um daginn fékk hún sent frá þeim eitthvað rosalega flott súkkulaði sem hún hélt ekki vatni yfir. En einn hluti af súkkulaðipakkanum var stílaður á stelpu sem var að vinna hjá henni þetta sumar en býr núna á Ísafirði. Ég heyri nú á Jóhönnu að hún var eitthvað að vandræðast með að koma pakkanum til þessarar stelpu, hún var greinilega eitthvað að mikla þetta fyrir sér. Kemur þá upp úr kafinu að þessi stelpa eignaðist barn núna í lok síðasta árs, eignaðist myndarlega litla dömu og allt í góðu með það. Henni er síðan gefið nafn, Solveig Amalía og fljótlega eftir það fer Jóhanna inn á barnalandssíðuna hennar og ákveður að skrifa í gestabókina og dásamar þetta nafn. Eða ekki alveg því henni tókst að klúðra þessu algjörlega og kallaði barnið Sigrúnu Amalíu! Þetta er náttúrulega alveg skelfilega fyndið, þ.e. svo lengi sem maður lenti ekki í þessu sjálfur. Þessi yndislegu mistök má sjá hér. Þetta verður fyrst almennilega fyndið þegar maður sér þetta með eigin augum.
Jóhönnu leið eitthvað asnalega með þetta allt saman en ákvað svo að hringja í þessa stelpu og segja henni frá súkkulaðinu og boða sig í heimsókn, svona bara til að koma með þetta svissneska gull. Ef commentið í gestabókina var ekki nógu mikið klúður þá ákvað þessi yndislega systir mín að ganga alla leið og lét út úr sér í þessu símtali: “Ég verð svo líka að kíkja á hana Sigrúnu…”
Sagan er sú að hún rekur gistiheimili á Suðureyri við Súgandafjörð og eitt sumarið komu Svisslendingar sem urðu svona rosalega hrifnir af landi og þjóð. Núna um daginn fékk hún sent frá þeim eitthvað rosalega flott súkkulaði sem hún hélt ekki vatni yfir. En einn hluti af súkkulaðipakkanum var stílaður á stelpu sem var að vinna hjá henni þetta sumar en býr núna á Ísafirði. Ég heyri nú á Jóhönnu að hún var eitthvað að vandræðast með að koma pakkanum til þessarar stelpu, hún var greinilega eitthvað að mikla þetta fyrir sér. Kemur þá upp úr kafinu að þessi stelpa eignaðist barn núna í lok síðasta árs, eignaðist myndarlega litla dömu og allt í góðu með það. Henni er síðan gefið nafn, Solveig Amalía og fljótlega eftir það fer Jóhanna inn á barnalandssíðuna hennar og ákveður að skrifa í gestabókina og dásamar þetta nafn. Eða ekki alveg því henni tókst að klúðra þessu algjörlega og kallaði barnið Sigrúnu Amalíu! Þetta er náttúrulega alveg skelfilega fyndið, þ.e. svo lengi sem maður lenti ekki í þessu sjálfur. Þessi yndislegu mistök má sjá hér. Þetta verður fyrst almennilega fyndið þegar maður sér þetta með eigin augum.
Jóhönnu leið eitthvað asnalega með þetta allt saman en ákvað svo að hringja í þessa stelpu og segja henni frá súkkulaðinu og boða sig í heimsókn, svona bara til að koma með þetta svissneska gull. Ef commentið í gestabókina var ekki nógu mikið klúður þá ákvað þessi yndislega systir mín að ganga alla leið og lét út úr sér í þessu símtali: “Ég verð svo líka að kíkja á hana Sigrúnu…”
þriðjudagur, mars 21, 2006
Lasleiki og aulameiðsli
Logi Snær er lasinn, líklega kominn með flensuna, það er allir með flensuna þessa dagana. Eins og það sé eitthvað töff. Ég skrölti nokkrar ferðir inn til hans síðustu nótt svona til að gefa honum að drekka og athuga með hann, ekkert massa stemming. Mamma hans var svo heima með hann í dag en á morgun er víst komið að mér að standa vaktina. Hann sofnaði hérna í sófanum rúmlega sex í kvöld og lá þar til klukkan að verða átta en þá bar ég hann inn í rúm. Spurning hvort kerfið fari allt til fjandans og hann vakni klukkan fjögur í nótt reiðubúinn til að fara á fætur. Ég held ekki. Ég vona ekki. Svona var annars stemmingin á guttanum núna um kvöldmatarleytið.

Annað mál. Getur maður slasað sig alvarlega með því að sparka í markstöng? Ég mætti á sunnudeginum upp í Austurberg til að taka þátt í þessum 8-liða úrslitum á innanhúsmóti Utandeildarinnar. Fór að því leytinu til á versta veg að við töpuðum leiknum 1:0 og gátum því pillað okkur heim á meðan liðið sem sló okkur út fór alla leið og hirti dolluna. Ekki það að við ættum að vera eitthvað sorgmæddir með úrslitin, töpuðum öllum leikjunum á þessu sama móti í fyrra og fengum á okkur einhver 17 mörk í þremur leikjum þannig að þetta var talsverð bæting. En maður er aldrei sáttur við að tapa og í bræði minni þegar dómarinn flautaði leikinn af þá fann ég ekki upp á neinu gáfulegra en að taka stöngin á markinu fyrir og sparka duglega í hana. Ekki það að hún hafi gert mér nokkurn skapaðan hlut eða haft á einhvern hátt eitthvað með þetta tap okkar að gera. Man ekki alveg hvernig ég hitti stöngina en núna er eins og ég sé marinn á ilinni, það er vont að stíga fast niður. Þvílíkur aulaháttur. Jæja, þetta hlýtur að jafna sig. Boðskapur dagsins: Anda rólega og láta ekki stundarbrjálæði leiða mann í einhverja vitleysu.
Annað mál. Getur maður slasað sig alvarlega með því að sparka í markstöng? Ég mætti á sunnudeginum upp í Austurberg til að taka þátt í þessum 8-liða úrslitum á innanhúsmóti Utandeildarinnar. Fór að því leytinu til á versta veg að við töpuðum leiknum 1:0 og gátum því pillað okkur heim á meðan liðið sem sló okkur út fór alla leið og hirti dolluna. Ekki það að við ættum að vera eitthvað sorgmæddir með úrslitin, töpuðum öllum leikjunum á þessu sama móti í fyrra og fengum á okkur einhver 17 mörk í þremur leikjum þannig að þetta var talsverð bæting. En maður er aldrei sáttur við að tapa og í bræði minni þegar dómarinn flautaði leikinn af þá fann ég ekki upp á neinu gáfulegra en að taka stöngin á markinu fyrir og sparka duglega í hana. Ekki það að hún hafi gert mér nokkurn skapaðan hlut eða haft á einhvern hátt eitthvað með þetta tap okkar að gera. Man ekki alveg hvernig ég hitti stöngina en núna er eins og ég sé marinn á ilinni, það er vont að stíga fast niður. Þvílíkur aulaháttur. Jæja, þetta hlýtur að jafna sig. Boðskapur dagsins: Anda rólega og láta ekki stundarbrjálæði leiða mann í einhverja vitleysu.
laugardagur, mars 18, 2006
Framkvæmdir og fótboltamót
Alltaf einhverjar framkvæmdir hérna megin, núna var það eldhúsið. Máluðum það um síðustu helgi og létum svo smíða borðplötu eins og okkur hafði alltaf langað í og kláruðum svo málið með nýjum stólum. Við erum helv… ánægð með þetta allt saman. Hérna er niðurstaðan, fyrir breytingar og eftir breytingar.


Vatnsberarnir voru að spila í innanhúsmóti Utandeildarinnar í dag og okkur gekk svona glimmrandi vel, unnum 3 leiki en töpuðum einum. Það þýddi að við unnum riðilinn okkar og spilum í úrslitum á morgun. Hef reyndar ekki hugmynd um hvernig framkvæmdin á því verður en vonandi höldum við áfram að gera góða hluti.
Vatnsberarnir voru að spila í innanhúsmóti Utandeildarinnar í dag og okkur gekk svona glimmrandi vel, unnum 3 leiki en töpuðum einum. Það þýddi að við unnum riðilinn okkar og spilum í úrslitum á morgun. Hef reyndar ekki hugmynd um hvernig framkvæmdin á því verður en vonandi höldum við áfram að gera góða hluti.
föstudagur, mars 17, 2006
Úti að aka
Ég er heilt yfir góður ökumaður. Sumum finnst reyndar ökulagið mitt full glannalegt á köflum en það breytir samt ekki mínu áliti á mér sem ökumanni. Ég er búinn að hafa bílpróf næstum því í 14 ár og hef átt minn eigin bíl örugglega í einhver 12 ár. Það skal alveg viðurkennast að ég hef ekki flekklausan feril en stórslysalausan. Á mínum ökumannsferli hef ég verið tekinn tvisar fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi en að öðru leyti hefur þetta verið án stórra áfalla. Reyndar missti ég einu sinni vinstra framdekkið undan bílnum á leið minni frá Grundarfirði til Reykjavíkur en það tengist nú ekki mínum hæfileikum til að keyra bíl heldur frekar ástandið á þeim bíl sem um ræðir. Skrifa kannski þá sögu síðar.
Sökum vinnunnar þá keyri ég mikið og maður hefur nú séð eitt og annað í umferðinni en kveikjan af þessum pistli var lítið atvik sem gerðist núna í vikunni:
Ég var að keyra á Sæbrautinni og sé að það kemur gult ljós á gatnamótunum framundan. Ég dreg úr hraðanum og geri mig líklegan til að stoppa en bílinn við hliðina á mér gefur í og fer yfir á hvínandi rauðu ljósi. Mér brá svolítið því bíllinn var merktur ÆFINGARAKSTUR en dró þá ályktun að einhver hefði bara gleymt að taka miðann af, það gæti ekki verið að einhver sem væri í æfingarakstri myndi aka svona. Tveimur gatnamótum seinna lendi ég við hliðina á þessum bíl og mér til mikillar hrellingar situr ung stelpa bak við stýrið, líklega á bílprófsaldri, og eldri kona við hliðina á henni. Veit ekki hvort þetta var móðir-dóttir ökutími en hvað sem þetta var þá var það slæmt.
Ég reyni að vera góð fyrirmynd í akstri sem og öðru, sérstaklega gagnvart drengjunum mínum. Stundum fæ ég illt auga frá konunni þegar við, eða öllu heldur ég, erum að keyra. Enda get ég alveg kvittað upp á það að stundum má ég alveg draga andann djúpt og slaka á. Ég hef hinsvegar tekið eftir einu sem ég get ekki alveg útskýrt. Mér finnst að ég keyri öðruvísi þegar ég keyri sjálfskipta bíla, tala nú ekki um ef þeir eru með þægilegum sætum og svona vel úr garði gerðir. Maður dettur í einhvern chill fíling, lætur bara fara vel um sig og stýrir, allt voða afslappað og letilegt.
Spurning hvað það þýði, kannski ekki neitt. Kannski er þetta bara réttlæting á því að fara að kaupa sér nýjan bíl, einhvern þægilegan slyddujeppa, sjálfskiptan með leðursætum, topplúgu og cruise control. Eða kaupa… ég hef auðvitað ekkert efni á kaupa eitt né neitt, er þetta ekki frekar spurning um að skrifa bara nafnið sitt á eitthvað blað? Nei, ætli maður verði ekki bara eitthvað áfram stoltur eigandi Renualt Megane Scenic, hvað svo sem síðar verður…
Sökum vinnunnar þá keyri ég mikið og maður hefur nú séð eitt og annað í umferðinni en kveikjan af þessum pistli var lítið atvik sem gerðist núna í vikunni:
Ég var að keyra á Sæbrautinni og sé að það kemur gult ljós á gatnamótunum framundan. Ég dreg úr hraðanum og geri mig líklegan til að stoppa en bílinn við hliðina á mér gefur í og fer yfir á hvínandi rauðu ljósi. Mér brá svolítið því bíllinn var merktur ÆFINGARAKSTUR en dró þá ályktun að einhver hefði bara gleymt að taka miðann af, það gæti ekki verið að einhver sem væri í æfingarakstri myndi aka svona. Tveimur gatnamótum seinna lendi ég við hliðina á þessum bíl og mér til mikillar hrellingar situr ung stelpa bak við stýrið, líklega á bílprófsaldri, og eldri kona við hliðina á henni. Veit ekki hvort þetta var móðir-dóttir ökutími en hvað sem þetta var þá var það slæmt.
Ég reyni að vera góð fyrirmynd í akstri sem og öðru, sérstaklega gagnvart drengjunum mínum. Stundum fæ ég illt auga frá konunni þegar við, eða öllu heldur ég, erum að keyra. Enda get ég alveg kvittað upp á það að stundum má ég alveg draga andann djúpt og slaka á. Ég hef hinsvegar tekið eftir einu sem ég get ekki alveg útskýrt. Mér finnst að ég keyri öðruvísi þegar ég keyri sjálfskipta bíla, tala nú ekki um ef þeir eru með þægilegum sætum og svona vel úr garði gerðir. Maður dettur í einhvern chill fíling, lætur bara fara vel um sig og stýrir, allt voða afslappað og letilegt.
föstudagur, mars 10, 2006
Konungurinn í Latabæ
“Þú stendur þig vel og ert klár strákur en mér finnst þú stundum svolítið latur” Þarna stóð ég steinrunninn á bókasafninu í grunnskólanum í Grundarfirði, svona 13-14 ára pjakkur, þegar þáverandi íslenskukennarinn minn og núverandi umhverfisráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, lét þessi orð falla í minn garð. Ég veit ekki alveg af hverju ég man svona vel eftir þessu en af einhverjum ástæðum situr þetta í mér. Kannski hefur hún hitt naglann á höfuðið, sem hlýtur að vera sorglegt því leti telst ekki beint vera eftirsóttur eiginleiki. Ég vona nú samt að þetta hafi verið eitthvað orðum aukið hjá háttvirtum umhverfisráðherra en þó viðurkenni ég að stundum get ég verið svolítið góður við sjálfan mig.
Stundum vildi ég að ég væri íþróttaálfurinn. Hoppandi og skoppandi allan daginn geðveikt ýkt hress og allt í gangi. Man eftir að hafa séð Magnús Scheving í Innlit-Útlit fyrir einhverjum misserum þar sem hann var að lýsa því þegar hann stóð í framkvæmdum heima hjá sér, var að nostra við fataskápinn hjá sér sem var mjög flottur en þetta var svo fáránleg handavinna að þetta tók hann þvílíkan tíma. Allt á hvolfi heima hjá honum, hann að föndra einhverjar drúsidúllur á fataskápinn heima við á milli þess að þeysast út af einhverjum Latabæjarfundum út um allan bæ. Hvað geri ég? Er að redda einu sérsmíðuðu eldhúsborði og mála eldhúsið og er að bugast yfir þessu “öllu” saman. Kem mér varla að verki og konan lýsir áhyggjum yfir þessu ástandsleysi á kappanum.
Tapparnir sem eiga að fara undir fæturnar á borðstofustólana svo þeir rispi ekki gólfið sem konan keypti fyrir einhverjum dögum gegn því að ég myndi setja þá undir fæturnar eru enn í umbúðunum upp á borðstofuborðinu. Ég veit af þeim og sé þá alltaf útundan mér þegar ég er að vappa í kringum borðstofuborðið en ekkert gerist. Veit að ef ég kem mér í þetta þá tekur þetta bara nokkrar mínútur en samt gerist ekki neitt.
Kannski er þetta bara vítamínskortur. Spurning um að fjárfesta í einu glasi af einhverju. Sá ég ekki Latabæjarvítamín til sölu í einhverri búðinni núna um daginn?
Stundum vildi ég að ég væri íþróttaálfurinn. Hoppandi og skoppandi allan daginn geðveikt ýkt hress og allt í gangi. Man eftir að hafa séð Magnús Scheving í Innlit-Útlit fyrir einhverjum misserum þar sem hann var að lýsa því þegar hann stóð í framkvæmdum heima hjá sér, var að nostra við fataskápinn hjá sér sem var mjög flottur en þetta var svo fáránleg handavinna að þetta tók hann þvílíkan tíma. Allt á hvolfi heima hjá honum, hann að föndra einhverjar drúsidúllur á fataskápinn heima við á milli þess að þeysast út af einhverjum Latabæjarfundum út um allan bæ. Hvað geri ég? Er að redda einu sérsmíðuðu eldhúsborði og mála eldhúsið og er að bugast yfir þessu “öllu” saman. Kem mér varla að verki og konan lýsir áhyggjum yfir þessu ástandsleysi á kappanum.
Tapparnir sem eiga að fara undir fæturnar á borðstofustólana svo þeir rispi ekki gólfið sem konan keypti fyrir einhverjum dögum gegn því að ég myndi setja þá undir fæturnar eru enn í umbúðunum upp á borðstofuborðinu. Ég veit af þeim og sé þá alltaf útundan mér þegar ég er að vappa í kringum borðstofuborðið en ekkert gerist. Veit að ef ég kem mér í þetta þá tekur þetta bara nokkrar mínútur en samt gerist ekki neitt.
Kannski er þetta bara vítamínskortur. Spurning um að fjárfesta í einu glasi af einhverju. Sá ég ekki Latabæjarvítamín til sölu í einhverri búðinni núna um daginn?
mánudagur, mars 06, 2006
FORZA ROMA
Þetta er fótboltapistill. Fannst réttast að aðvara þá sem finnst tíma sínum eytt í eitthvað annað betra.
Þennan pistil ákvað ég að skrifa þann 26. febrúar sl., en þó ekki fyrr en ákveðnum kafla lyki í ítalskri knattspyrnusögu, sem gerðist svo núna á sunnudaginn en þá lauk sigurleikjahrinu AS Roma. Eftir 11 sigurleiki í röð gerði liðið jafntefli núna á sunnudaginn við Inter en það er nýtt met í ítölsku deildinni.

Forsagan er að fyrir þetta tímabil áttu þrjú lið met yfir fjölda sigurleikja í röð í ítölsku deildinni: Juventus (1931-32), AC Milan (1950-51) og Bologna (1963-64) spiluðu 10 sigurleiki í röð. Eftir vægast sagt brösuga byrjun á tímabilinu hjá mínum mönnum þá duttu menn í gírinn og tóku við að vinna hvern leikinn á fætur öðrum. Maður var farinn að svitna svolítið þegar farið var að tala um að þetta met gæti mögulega verið slegið. Sérstaklega þegar ég reiknaði það út að 11. leikurinn yrði á móti erkióvinunum í Lazio. Svo hafðist það að jafna þetta met með 10. sigurleiknum í röð, á móti Empoli, en sá sigur kostaði því gulldrengurinn Totti meiddist alvarlega í leiknum og er víst tæpur varðandi HM í sumar. Ég var með hnút í maganum fyrir Lazio leikinn, alveg viss um að þessum fasistum myndi takast að að eyðileggja þetta fyrir mér. En það tókst, 2:0 fyrir Roma og sigurvíman var algjör. Totti fagnaði á hliðarlínunni og Di Canio labbaði niðurlútur af velli, 26. febrúar 2006 verður minnst með gylltu letri í ítalskri knattspyrnusögu.
Auðvitað vonaðist maður að hægt væri að bæta aðeins við metið í næsta leik á móti Inter. Vorum 1:0 yfir þegar einn mesti pappakassi Ítala, Marco Materazzi, jafnaði leikinn á 90. mínútu og úrslitin urðu 1:1, ekki tókst að landa 12. sigurleiknum. Fúlt að fá á sig jöfnunarmark svona seint í leiknum en samt sem áður, metið er okkar og ég hef enga trú á því að það verði tekið af okkur í bráð.
Hérna í lokin eru sigurleikirnir 11:
21. desember 2004 - Chievo 4:0
8. janúar 2005 - Treviso 0:1
15. janúar 2005 - AC Milan 1:0
18. janúar 2005 - Reggina 3:1
22. janúar 2005 - Udinese 1:4
29. janúar 2005 - Livorno 3:0
4. febrúar 2005 - Parma 0:3
8. febrúar 2005 - Cagliari 4:3
12. febrúar 2005 - Siena 0:2
19. febrúar 2005 - Empoli 1:0
26. febrúar 2005 - Lazio 0:2
Þennan pistil ákvað ég að skrifa þann 26. febrúar sl., en þó ekki fyrr en ákveðnum kafla lyki í ítalskri knattspyrnusögu, sem gerðist svo núna á sunnudaginn en þá lauk sigurleikjahrinu AS Roma. Eftir 11 sigurleiki í röð gerði liðið jafntefli núna á sunnudaginn við Inter en það er nýtt met í ítölsku deildinni.

Forsagan er að fyrir þetta tímabil áttu þrjú lið met yfir fjölda sigurleikja í röð í ítölsku deildinni: Juventus (1931-32), AC Milan (1950-51) og Bologna (1963-64) spiluðu 10 sigurleiki í röð. Eftir vægast sagt brösuga byrjun á tímabilinu hjá mínum mönnum þá duttu menn í gírinn og tóku við að vinna hvern leikinn á fætur öðrum. Maður var farinn að svitna svolítið þegar farið var að tala um að þetta met gæti mögulega verið slegið. Sérstaklega þegar ég reiknaði það út að 11. leikurinn yrði á móti erkióvinunum í Lazio. Svo hafðist það að jafna þetta met með 10. sigurleiknum í röð, á móti Empoli, en sá sigur kostaði því gulldrengurinn Totti meiddist alvarlega í leiknum og er víst tæpur varðandi HM í sumar. Ég var með hnút í maganum fyrir Lazio leikinn, alveg viss um að þessum fasistum myndi takast að að eyðileggja þetta fyrir mér. En það tókst, 2:0 fyrir Roma og sigurvíman var algjör. Totti fagnaði á hliðarlínunni og Di Canio labbaði niðurlútur af velli, 26. febrúar 2006 verður minnst með gylltu letri í ítalskri knattspyrnusögu.
Auðvitað vonaðist maður að hægt væri að bæta aðeins við metið í næsta leik á móti Inter. Vorum 1:0 yfir þegar einn mesti pappakassi Ítala, Marco Materazzi, jafnaði leikinn á 90. mínútu og úrslitin urðu 1:1, ekki tókst að landa 12. sigurleiknum. Fúlt að fá á sig jöfnunarmark svona seint í leiknum en samt sem áður, metið er okkar og ég hef enga trú á því að það verði tekið af okkur í bráð.
Hérna í lokin eru sigurleikirnir 11:
21. desember 2004 - Chievo 4:0
8. janúar 2005 - Treviso 0:1
15. janúar 2005 - AC Milan 1:0
18. janúar 2005 - Reggina 3:1
22. janúar 2005 - Udinese 1:4
29. janúar 2005 - Livorno 3:0
4. febrúar 2005 - Parma 0:3
8. febrúar 2005 - Cagliari 4:3
12. febrúar 2005 - Siena 0:2
19. febrúar 2005 - Empoli 1:0
26. febrúar 2005 - Lazio 0:2
föstudagur, mars 03, 2006
Öfgafullir andskotar
Þetta er ekki pistill um sykur. Þetta er pistill um öfga. Ég þoli ekki öfga. Þótt þetta sé ekki pistill um sykur, heldur öfga, þá er kveikjan af þessum pistli sykur, eða öllu heldur umræða um sykur. Þrátt fyrir að ég vinni hjá stærsta sykurinnflytjanda landsins þá tel ég mig ekki vera neinn sérstakan talsmann sykurs. Enda snýst þetta ekki um sykur, heldur öfga.
Á einni sjónvarpsstöðinni hérna á skerinu er nýbyrjaður einhver heilsuþáttur þar sem teknir eru einhverjir einstaklingar sem buðu sig fram og vildu breyta hjá sér matarræðinu og vona að það tryggi þeim betri líðan. Hið besta mál allt saman. Sá fyrsta þáttinn og þvílíkir öfgar. Sykur var settur í sama flokk og eiturlyf. Er ekki í lagi hjá þessu liði, ég bara spyr? Enda var einn virtasti næringarfræðingurinn á Íslandi ekki lengi að skjóta þetta lið í kaf, á vinsamlegum nótum þó. Greinina má sjá hér.
Ég trúi því að allt sé gott í hófi. Ef þú hreyfir þig af einhverju viti og borðar fjölbreyttan mat þá líður þér betur en ef þú gerir það ekki. Ég trúi því ekki að maður eigi að henda út sykri, hvítu hveiti, morgunkorni o.s.frv. og éta í staðinn ekki nema bygg, rúsínur í vatnsbaði og gufusoðið grænmeti. Kannski öfgafull einföldun en samt... Auðvitað er algjör steypa að 13 ára unglingur komist ekki í gegnum daginn án þess að innbyrða einn lítra af gosi, súkkulaðisnúð og bland í poka fyrir 200 kall. Hófið er lykillinn að þessu.
Það fer bara ótrúlega í mínar fínustu þegar menn taka upp á einhverju, hvort sem það tengist heilsu eða einhverju öðru og verða svo helteknir af því að ekkert annað kemst að. Tala nú ekki um þegar þessir sömu menn eru gjörsamlega óþreytandi að boða út fagnaðarerindið í sínum öfgum.
Kannski er ég bara svona öfgafullur í minni andstöðu gegn öfgum.
Á einni sjónvarpsstöðinni hérna á skerinu er nýbyrjaður einhver heilsuþáttur þar sem teknir eru einhverjir einstaklingar sem buðu sig fram og vildu breyta hjá sér matarræðinu og vona að það tryggi þeim betri líðan. Hið besta mál allt saman. Sá fyrsta þáttinn og þvílíkir öfgar. Sykur var settur í sama flokk og eiturlyf. Er ekki í lagi hjá þessu liði, ég bara spyr? Enda var einn virtasti næringarfræðingurinn á Íslandi ekki lengi að skjóta þetta lið í kaf, á vinsamlegum nótum þó. Greinina má sjá hér.
Ég trúi því að allt sé gott í hófi. Ef þú hreyfir þig af einhverju viti og borðar fjölbreyttan mat þá líður þér betur en ef þú gerir það ekki. Ég trúi því ekki að maður eigi að henda út sykri, hvítu hveiti, morgunkorni o.s.frv. og éta í staðinn ekki nema bygg, rúsínur í vatnsbaði og gufusoðið grænmeti. Kannski öfgafull einföldun en samt... Auðvitað er algjör steypa að 13 ára unglingur komist ekki í gegnum daginn án þess að innbyrða einn lítra af gosi, súkkulaðisnúð og bland í poka fyrir 200 kall. Hófið er lykillinn að þessu.
Það fer bara ótrúlega í mínar fínustu þegar menn taka upp á einhverju, hvort sem það tengist heilsu eða einhverju öðru og verða svo helteknir af því að ekkert annað kemst að. Tala nú ekki um þegar þessir sömu menn eru gjörsamlega óþreytandi að boða út fagnaðarerindið í sínum öfgum.
Kannski er ég bara svona öfgafullur í minni andstöðu gegn öfgum.
fimmtudagur, mars 02, 2006
Nýja myndavélin
Ég er enn drullufúll yfir myndavélaklikkinu út í London. Ömurlegt að eiga nánast engar myndir eftir svona ferð. Fór niður í Elko í dag með gripinn en var ekki alveg viss um hverju ég átti von á. Þóttist nú vera með allt á hreinu mín megin, var með nótuna, hafði ekki átt vélina í eitt ár og þegar hún var versluð var keypt einhver rándýr trygging. Gæinn sem kíkti á þetta var ekki að skilja af hverju vélin lét svona eins og hún lét. Fór svo að ég fékk bara nýja vél, sömu týpu og ég átti en eitthvað nýrra módel (verð að vísa í linkinn fyrir nánari lýsingar). Ég gekk út bara nokkuð sáttur en ég er samt fúll yfir myndunum sem ég hefði geta átt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)