Menn virðast þokkalega sáttir með gjöfina sem týndist. Það er ekki annað hægt en að reyna aðeins að af-Svía drenginn.
miðvikudagur, desember 29, 2010
sunnudagur, desember 26, 2010
Jólagjafir í notkun
laugardagur, desember 25, 2010
Jólin þetta árið
Jóladagur að kveldi kominn. Gærdagurinn, þ.e. aðfangadagur, gekk alveg ágætlega fyrir sig. Daði Steinn er reyndar búinn að vera hálfdruslulegur síðustu daga, vikur reyndar og eitthvað var spennustigið rangt stillt því hann var ófáanlegur til að taka sinn hefðbundna lúr þennan mikla pakkadag. Hann var þó alveg í þokkalegum gír þegar pökkunum var slátrað en fékk að skríða upp í bælið þegar örfáir pakkar voru eftir enda búinn að fá nóg.
Heilt yfir voru allir sáttir bara, Logi Snær var nú eitthvað aðeins að kommenta á hlutfallið á milli fata og leikfanga, fannst eitthvað halla á síðari liðinn en var samt þegar allt er tekið með mjög sáttur með þetta. Ég er hinsvegar kominn með athyglisvert vandamál, hrærivél í fyrra og pizzaofn og vöfflujárn í ár. Maður verður að fara stækka við sig.
Jóladagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt, stefnt á hangikjöt í Mosó eins og venjan er. Daði Steinn tók þá upp á því að sýna fullmikil lasleikamerki og mamman tók bíltúr upp á Læknavaktina og í framhaldi svo upp á Barnaspítala. Drengurinn með einhverja vírusdrullu og fékk uppáskrifað púst og stera. Magnaður kokteill. Við hinir mættum í veisluna fyrir hönd fjölskyldunnar en Sigga þurfti því að láta sér hangikjötið nægja upp úr dollunni heima í Breiðholtinu þegar sjúkraskutlinu var lokið. Þó að bragðið hafi verið það sama þá grunar mig að eitthvað hafi vantað upp á stemminguna, ekkert fjölskyldu-mingl hjá henni. En það er ekki spurt að því hvort það séu jólin þegar veikindi eru annars vegar. Drengurinn hlýtur samt að fara að skríða saman.
Jæja, Miami - Lakers að fara byrja...
Heilt yfir voru allir sáttir bara, Logi Snær var nú eitthvað aðeins að kommenta á hlutfallið á milli fata og leikfanga, fannst eitthvað halla á síðari liðinn en var samt þegar allt er tekið með mjög sáttur með þetta. Ég er hinsvegar kominn með athyglisvert vandamál, hrærivél í fyrra og pizzaofn og vöfflujárn í ár. Maður verður að fara stækka við sig.
Jóladagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt, stefnt á hangikjöt í Mosó eins og venjan er. Daði Steinn tók þá upp á því að sýna fullmikil lasleikamerki og mamman tók bíltúr upp á Læknavaktina og í framhaldi svo upp á Barnaspítala. Drengurinn með einhverja vírusdrullu og fékk uppáskrifað púst og stera. Magnaður kokteill. Við hinir mættum í veisluna fyrir hönd fjölskyldunnar en Sigga þurfti því að láta sér hangikjötið nægja upp úr dollunni heima í Breiðholtinu þegar sjúkraskutlinu var lokið. Þó að bragðið hafi verið það sama þá grunar mig að eitthvað hafi vantað upp á stemminguna, ekkert fjölskyldu-mingl hjá henni. En það er ekki spurt að því hvort það séu jólin þegar veikindi eru annars vegar. Drengurinn hlýtur samt að fara að skríða saman.
Jæja, Miami - Lakers að fara byrja...
sunnudagur, desember 19, 2010
Mjúkt verður hart með miklum hausverk
Fimm dagar til jóla og það er verið að cut-a niður to-do-listann. Eitthvað er verið að pakka inn og í dag fóru einhverjir pakkar út úr húsi og aðrir komu inn í staðinn. Svo var það þegar ég var að pakka inn að ég fór að svipast eftir einni gjöf handa litlum frænda. Greip í tómt þegar ég ætlaði að nálgast hana á þeim stað sem ég hélt að hún væri á. Klóraði mér í hausnum og fór í nánari rannsóknarvinnu. Eftir að hafa skimað á líklegum stöðum var ég enn tómhentur og ekki alveg farið að standa á sama. Áhyggjurnar jukust svo til muna þegar konan fór að tengja þetta við nokkra-poka-ferð mína á Sorpu um daginn þar sem ýmislegt fékk að fjúka.
Það var því ekki annað hægt en að fara í þetta af fullum þunga, fór í gegnum alla fataskápa og skúffur á heimilinu, allar hillur í útifataskápnum og þvottahúsinu. Eldhúsið og stofan voru grandskoðuð í kjölfarið en árangurinn varð enginn. Stemmingin var, þegar hér var komið við sögu, í sögulegu lágmarki og ég sá fyrir mér einhvern rekast á þennan ónotaða hlut, með skilamiðanum og öllu, á spottprís í Góða hirðinum eða í þessum Rauða kross-búðum.
Þetta var svo sem ekki spurning um tugi þúsunda en það marga þúsundkalla að maður íhugaði af fullri alvöru hver næstu skref yrðu. Átti maður að hringja í Sorpu eins og geðsjúklingur og fá að fara í gegnum eins og tvo gáma af ruslapokum? Líklega væri best að halda einhverjum hluta af sjálfsvirðingunni og sleppa því símtali. Eitthvað skárra væri að fara og kaupa nýja grip. Reyndar keypti ég þetta í verslun þar sem kunningi minn er að vinna. Ég þyrfti þá að gera upp með mér hvort ég kæmi með einhverja góða sögu, hvers vegna ég þyrfti annan svona grip, eða leggði einfaldlega spilin á borðið og viðurkenndi kjánaskap minn. Draumurinn í þeirri útfærslu væri að ég fyndi frumeintakið sama dag og ég verslaði hið síðara og gæti þá bara farið og skipt öðru eintakinu.
Ætli ég hafi ekki verið að byrja á fjórðu yfirferðinni um íbúðina þegar konan kemur til mín, hálfskömmustuleg, með lítinn pappakassa undir höndum. Kom þá í ljós að fyrir einhverjum dögum síðan þegar þessi gjöf, sem ein og sér yrði mjúkur pakki, var að þvælast á borðstofuborðinu fannst frúnni tilvalið að smella henni ofan í tóman pappakassa sem hún þurftir að losa sér við og umbreyta þessari gjöf í leiðinni í harðan pakka. Kassanum stakk hún svo inn í skáp. Útlit hans tókst að blekkja mig svo rosalega að ég álpaðist ekki til að athuga það, þótt ég hafi íhugað það, líklega í annarrri yfirferðinni.
Rosalega var mér létt.
Það var því ekki annað hægt en að fara í þetta af fullum þunga, fór í gegnum alla fataskápa og skúffur á heimilinu, allar hillur í útifataskápnum og þvottahúsinu. Eldhúsið og stofan voru grandskoðuð í kjölfarið en árangurinn varð enginn. Stemmingin var, þegar hér var komið við sögu, í sögulegu lágmarki og ég sá fyrir mér einhvern rekast á þennan ónotaða hlut, með skilamiðanum og öllu, á spottprís í Góða hirðinum eða í þessum Rauða kross-búðum.
Þetta var svo sem ekki spurning um tugi þúsunda en það marga þúsundkalla að maður íhugaði af fullri alvöru hver næstu skref yrðu. Átti maður að hringja í Sorpu eins og geðsjúklingur og fá að fara í gegnum eins og tvo gáma af ruslapokum? Líklega væri best að halda einhverjum hluta af sjálfsvirðingunni og sleppa því símtali. Eitthvað skárra væri að fara og kaupa nýja grip. Reyndar keypti ég þetta í verslun þar sem kunningi minn er að vinna. Ég þyrfti þá að gera upp með mér hvort ég kæmi með einhverja góða sögu, hvers vegna ég þyrfti annan svona grip, eða leggði einfaldlega spilin á borðið og viðurkenndi kjánaskap minn. Draumurinn í þeirri útfærslu væri að ég fyndi frumeintakið sama dag og ég verslaði hið síðara og gæti þá bara farið og skipt öðru eintakinu.
Ætli ég hafi ekki verið að byrja á fjórðu yfirferðinni um íbúðina þegar konan kemur til mín, hálfskömmustuleg, með lítinn pappakassa undir höndum. Kom þá í ljós að fyrir einhverjum dögum síðan þegar þessi gjöf, sem ein og sér yrði mjúkur pakki, var að þvælast á borðstofuborðinu fannst frúnni tilvalið að smella henni ofan í tóman pappakassa sem hún þurftir að losa sér við og umbreyta þessari gjöf í leiðinni í harðan pakka. Kassanum stakk hún svo inn í skáp. Útlit hans tókst að blekkja mig svo rosalega að ég álpaðist ekki til að athuga það, þótt ég hafi íhugað það, líklega í annarrri yfirferðinni.
Rosalega var mér létt.
fimmtudagur, desember 16, 2010
Á eftir áætlun
Engin sérstök jólastemming hérna. Engin sérstök stemming almennt ef út í það er farið. Daði Steinn er búinn að vera berjast við einhverja pest og hefur því verið í stofufangelsi það sem af er vikunni og klárar hana bara heima úr þessu.
Annars er ég að uppgötva að jólin eru alveg að detta á og ég hef hvergi nærri lokið störfum í undirbúningsvinnu. Samt byrjaði ég snemma að huga að hinum ýmsu málum en ég virðist hafa dottið í þá gryfju að halda að það væri nóg að byrja á verkefninu, restin hlyti að koma af sjálfu sér. Svo er ekki raunin.
Kannski vantar bara snjó.
Annars er ég að uppgötva að jólin eru alveg að detta á og ég hef hvergi nærri lokið störfum í undirbúningsvinnu. Samt byrjaði ég snemma að huga að hinum ýmsu málum en ég virðist hafa dottið í þá gryfju að halda að það væri nóg að byrja á verkefninu, restin hlyti að koma af sjálfu sér. Svo er ekki raunin.
Kannski vantar bara snjó.
laugardagur, desember 11, 2010
Punktur til viðskiptabanka míns
Þið eruð nú meiru pappakassarnir. Þegar ég lít til baka yfir síðustu ár er kannski helst eitt atriði sem þið hafið gert til að gleðja mitt litla, einfalda barnshjarta. Það varð meira að segja efni í pistil hérna um árið, svo glaður var ég. Hálfsorglegur kannski en eins og fyrr segir frekar einfaldur.
Allt í rugli í kerfinu, skuldaafskriftir hægri vinstri hjá gömlu útrásarplebbunum en við hin sem áttum kannski skitinn 200 þúsund kall á einhverjum prumpreikning fengum bara lækkun verðbóta upp í ósmurðan afturendann.
Ég, þessi einfaldi, hélt hinsvegar áfram að brosa enda með ÍR-kortið mitt og fannst það bara æðislegt. A.m.k. þann hluta mánaðarins þegar ég átti eitthvað inná því. Maður fékk svona allskonar komment frá allskonar afgreiðslufólki þegar maður dró gripinn fram, þetta var svolítið gaman bara.
En ekki lengur. Neibb. Fékk eitthvað þurrt, staðlað bréf þar sem mér var tilkynnt að þessi þjónusta væri ekki lengur í boði. Og í kjölfarið fékk ég eitthvað steingelt, hrútleiðinlegt og staðlað kort. Sem ég fékk svo ofan á allt 1000 kr rukkun í heimabankann þegar heim var komið án þess að nokkur minntist á það í ferlinu, framleiðslukostnaður sko. Eru menn ekki í bisness hérna? Þið hefðu örugglega geta selt mér, þessum einfalda, ÍR-kort fyrir eitthvað hærri upphæð.
Takk annars fyrir allt.
Allt í rugli í kerfinu, skuldaafskriftir hægri vinstri hjá gömlu útrásarplebbunum en við hin sem áttum kannski skitinn 200 þúsund kall á einhverjum prumpreikning fengum bara lækkun verðbóta upp í ósmurðan afturendann.
Ég, þessi einfaldi, hélt hinsvegar áfram að brosa enda með ÍR-kortið mitt og fannst það bara æðislegt. A.m.k. þann hluta mánaðarins þegar ég átti eitthvað inná því. Maður fékk svona allskonar komment frá allskonar afgreiðslufólki þegar maður dró gripinn fram, þetta var svolítið gaman bara.
En ekki lengur. Neibb. Fékk eitthvað þurrt, staðlað bréf þar sem mér var tilkynnt að þessi þjónusta væri ekki lengur í boði. Og í kjölfarið fékk ég eitthvað steingelt, hrútleiðinlegt og staðlað kort. Sem ég fékk svo ofan á allt 1000 kr rukkun í heimabankann þegar heim var komið án þess að nokkur minntist á það í ferlinu, framleiðslukostnaður sko. Eru menn ekki í bisness hérna? Þið hefðu örugglega geta selt mér, þessum einfalda, ÍR-kort fyrir eitthvað hærri upphæð.
Takk annars fyrir allt.
sunnudagur, desember 05, 2010
Ein ástæða þess að við eigum ekki bústað
Helgin hvarf eins snögglega og hún birtist. ÍR hélt körfuboltamót fyrir yngstu flokkana og Ísak Máni var að keppa á sunnudeginum. Ég tók hins vegar að mér að taka myndir af öllum liðunum við verðlaunaafhendinguna og þurfti því að verða mættur upp í íþróttahúsið í Seljaskóla á laugardeginum um hádegisbil og var með viðveru þar til klukkan 17. Áður var Ísak Máni að spila á jólatónleikum upp í Seljakirkju sem byrjuðu klukkan 10, við náðum því að vera öll þar. Hann var svo að spila æfingaleik í fótbolta við KR eftir hádegið en þurfti að sjá um það sjálfur því ég var í fyrrgreindu verkefni og mamma hans var með tvo yngri heima enda varla forsvaranlegt að spóka um með lítil börn í -7 gráðum ef hægt er að komast hjá því.
Á sunnudeginum hélt ég áfram verkefni mínu, aðeins skemmtilegra því nú átti maður a.m.k. grísling á svæðinu og að auki var sunnudagurinn aðeins minni í sniðum miðað við laugardaginn. Konan kíkti með tvo yngstu og náði fyrsta leiknum hjá Ísaki en svo þurfti hún að bruna upp í Fífuna í Kópavogi en þar átti Logi Snær að spila fótbolta. Einhversstaðar í þessu ferli öllu þurfti Daði Steinn svo lúrinn sinn. Við Ísak Máni brunuðum svo úr Seljaskóla niður í Fífuna strax eftir körfuboltamótið en þegar við komum á staðinn var Logi Snær búinn að ljúka leik. Skemmtilegt til þess að hugsa að þetta var þriðja helgin í röð sem við eigum erindi í Fífuna sökum íþróttaiðkun drengjanna og þær verða a.m.k. fjórar þar sem Logi Snær á að keppa aftur þá.
Maður kvartar þó ekki yfir verkefnaleysi á meðan.
Á sunnudeginum hélt ég áfram verkefni mínu, aðeins skemmtilegra því nú átti maður a.m.k. grísling á svæðinu og að auki var sunnudagurinn aðeins minni í sniðum miðað við laugardaginn. Konan kíkti með tvo yngstu og náði fyrsta leiknum hjá Ísaki en svo þurfti hún að bruna upp í Fífuna í Kópavogi en þar átti Logi Snær að spila fótbolta. Einhversstaðar í þessu ferli öllu þurfti Daði Steinn svo lúrinn sinn. Við Ísak Máni brunuðum svo úr Seljaskóla niður í Fífuna strax eftir körfuboltamótið en þegar við komum á staðinn var Logi Snær búinn að ljúka leik. Skemmtilegt til þess að hugsa að þetta var þriðja helgin í röð sem við eigum erindi í Fífuna sökum íþróttaiðkun drengjanna og þær verða a.m.k. fjórar þar sem Logi Snær á að keppa aftur þá.
Maður kvartar þó ekki yfir verkefnaleysi á meðan.
miðvikudagur, nóvember 24, 2010
Ekkert bleikt?
Án þess að vera að henda neinum sprengjum hérna þá held að við hjónaleysin séum komin á þá skoðun að nú skuli látið gott heita hvað barneignir varðar. Ég veit að maður á aldrei að segja aldrei, ég hef alveg nærtækt dæmi um fólk sem tók upp á því á seinni ferilstigum að auka við barnafjölda sinn án þess þó að ég muni hvort einhverjar yfirlýsingar um að nú væri komið gott hafi fengið að fjúka áður en síðasta eintakið lét sjá sig. Ég er kannski ekki alveg marktækur því mig minnir að ég hafi verið hættur fyrir daga Daða Steins, eins gott að ég er ekki staðfastari en svo. Það er þá ekkert víst að maður sé hættur, hvað veit maður.
Ég fékk reyndar oft það komment þegar konan var ólétt af Daða hvort við værum að „reyna við stelpuna.“ Ég hef nú aldrei skilið það þegar fólk ætlar að skella í einn grísling enn og ætlast til að það sé annað hvort kynið, hvort ástæðan sé að jafna einhver kynjahlutföll eða einhver önnur. Hvað gerir maður svo þegar „vitlaust kyn“ kemur úr pakkanum? Verður ógeðslega fúll og reynir aftur? Og aftur? Fyrir mitt leyti var tekin sú ákvörðun að það skipti ekki öllu máli hvort Wíum III myndi pissa standandi eða sitjandi (reyndar segir Jóhanna systir að allir eigi að pissa sitjandi). Þegar svo Daði Steinn kom í ljós og dró andann þá skipti meira máli hvort það væru 10 tær og 10 fingur, ekki hvort hann væri með félaga eður ei. Góðu fréttirnar við það að Daði Steinn var strákur voru kannski þær að maður þekkti betur inn á gauragenið, einhvern tímann hef ég talað um hvað ég verð týndur í Hello Kitty rekkanum í Toys"R"Us.
En ef hann hefði verið stelpa þá hefði það samt ekki orðið neitt mál. Ég hefði klárlega getað farið þarna út og verslað í bleiku deildinni í einhverjum sjoppum. Litla daman sem Logi Snær spilaði við síðasta sumar sýndi vel fram á það. Meira að segja legghlífarnar voru bleikar.
Ég fékk reyndar oft það komment þegar konan var ólétt af Daða hvort við værum að „reyna við stelpuna.“ Ég hef nú aldrei skilið það þegar fólk ætlar að skella í einn grísling enn og ætlast til að það sé annað hvort kynið, hvort ástæðan sé að jafna einhver kynjahlutföll eða einhver önnur. Hvað gerir maður svo þegar „vitlaust kyn“ kemur úr pakkanum? Verður ógeðslega fúll og reynir aftur? Og aftur? Fyrir mitt leyti var tekin sú ákvörðun að það skipti ekki öllu máli hvort Wíum III myndi pissa standandi eða sitjandi (reyndar segir Jóhanna systir að allir eigi að pissa sitjandi). Þegar svo Daði Steinn kom í ljós og dró andann þá skipti meira máli hvort það væru 10 tær og 10 fingur, ekki hvort hann væri með félaga eður ei. Góðu fréttirnar við það að Daði Steinn var strákur voru kannski þær að maður þekkti betur inn á gauragenið, einhvern tímann hef ég talað um hvað ég verð týndur í Hello Kitty rekkanum í Toys"R"Us.
En ef hann hefði verið stelpa þá hefði það samt ekki orðið neitt mál. Ég hefði klárlega getað farið þarna út og verslað í bleiku deildinni í einhverjum sjoppum. Litla daman sem Logi Snær spilaði við síðasta sumar sýndi vel fram á það. Meira að segja legghlífarnar voru bleikar.
föstudagur, nóvember 19, 2010
laugardagur, nóvember 13, 2010
A la Gunni
Barcelona - Villareal og Juventus - AS Roma á laugardagskvöldi þegar lítið annað er að gera og aldrei þessu vant tiltölulega rólegt í stofunni. Þá er bara að taka Gunna á þetta.
föstudagur, nóvember 12, 2010
Í vandræðum með sambandið
Einhver verktakasnillingur á vegum borgarinnar sem var að grafa hérna í hverfinu tók upp á því að slíta í sundur ljósleiðarann núna á þriðjudaginn síðasta. Það þýðir einfaldlega fyrir okkur ekkert sjónvarp, ekkert internet og enginn heimasími. Það sem þetta gerðist síðla dags þá var víst ekki hægt að fara í neinar lagfæringar fyrr en daginn eftir.
Ég man aðeins eftir sjónvarpslausum fimmtudögum en get því miður ekki sagt að ég munu eftir sjónvarpslausum júlí. Þetta þriðjudagskvöld var því ekki fjarri lagi, ansi róleg stemming þar sem tölvuna virkaði á mann sem ansi hreint aumingjalegri græja svona netlaus og svarti skjárinn á sjónvarpinu var hálffurðulegur svona á þriðjudagskvöldi. Ég tók þetta nú ekki alla leið og kveikti á kertum og ráfaði um á náttbuxum en maður reyndi að anda með nefinu og missi sig ekki í einhverja sjálfsvorkunn. Það var óneitanlega rólegri stemming á heimilinu, er ekki frá því að kvöldlesturinn fyrir Loga Snæ hafi verið afslappaðri en oft áður.
Hlutirnir duttu reyndar ekki inn fyrr en um sex-leytið í miðvikudagskvöldinu og þrátt fyrir alla þessa yfirlýstu afslöppun frá því kvöldinu áður þá var ég mjög feginn, maður ætlaði sko ekki að missa af Man City - Man Utd í kassanum. En eftir að hafa eytt 90+ mínútur í það hálfdapra markalausa jafntefli þá hefði kannski verið nær að hafa dautt á draslinu og lesa meira af ævintýrum Bangsímons í staðinn.
Ég man aðeins eftir sjónvarpslausum fimmtudögum en get því miður ekki sagt að ég munu eftir sjónvarpslausum júlí. Þetta þriðjudagskvöld var því ekki fjarri lagi, ansi róleg stemming þar sem tölvuna virkaði á mann sem ansi hreint aumingjalegri græja svona netlaus og svarti skjárinn á sjónvarpinu var hálffurðulegur svona á þriðjudagskvöldi. Ég tók þetta nú ekki alla leið og kveikti á kertum og ráfaði um á náttbuxum en maður reyndi að anda með nefinu og missi sig ekki í einhverja sjálfsvorkunn. Það var óneitanlega rólegri stemming á heimilinu, er ekki frá því að kvöldlesturinn fyrir Loga Snæ hafi verið afslappaðri en oft áður.
Hlutirnir duttu reyndar ekki inn fyrr en um sex-leytið í miðvikudagskvöldinu og þrátt fyrir alla þessa yfirlýstu afslöppun frá því kvöldinu áður þá var ég mjög feginn, maður ætlaði sko ekki að missa af Man City - Man Utd í kassanum. En eftir að hafa eytt 90+ mínútur í það hálfdapra markalausa jafntefli þá hefði kannski verið nær að hafa dautt á draslinu og lesa meira af ævintýrum Bangsímons í staðinn.
fimmtudagur, nóvember 11, 2010
Ljósið í myrkrinu
Við feðgarnir höfum verið nokkuð duglegir að fylgjast með ÍR í körfunni þetta haustið. Maður tók þetta í raun alla leið og er ársmiðahafi nr. 005 í vetur. Árangurinn hefur þó verið frekar dapur þar sem af er, aðeins einn sigur í sex leikjum. Við fórum út á Ásvelli í kvöld og sáum okkar menn etja kappi við Hauka og eftir jafnan leik misstu gestirnir svolítið hausinn og töpuðu með sex stigum.
Á milli 3. og 4. leikhluta leiksins buðu heimamenn hinsvegar upp á skotleik þar sem tveimur körfuboltum var kastað upp í stúkuna, einum Hauka-megin og hinum ÍR-megin. Pallarnir voru nú svo sem ekkert þéttsettnir og með herkjum náði Ísak Máni að góma boltann sem flaug upp í stúkuna til okkar. Skotleikurinn var einfaldur, ein þriggja stiga skottilraun á hvorn, á hefðbundnum fullvaxta körfuknattleiksvelli, og ef hún rataði niður fékk sá hinn sami 5.000 kr inneign í stærstu matvöruverslun Hafnarfjarðar. Stuðningsmaður Haukanna, ungur maður á þrítugsaldri, reið á vaðið en náði ekki að hitta. Ísak Máni steig þá upp og gerði sér lítið fyrir og setti blöðruna niður og uppskar mikið lófaklapp... að mig minnir, ég stökk a.m.k. upp úr sætinu.
Það voru frekar hnipnir ÍR-ingar sem röltu niður af pöllunum eftir leikinn en einn klappaði Ísaki Mána þó á öxlina og sagði: „Jæja, þú ert ljósið í myrkrinu eftir þennan leik.“
Það var smápæling ef þetta hefði nú verið í úrslitakeppninni og skotið hefði gefið flug fyrir tvo til Evrópu eins og var síðasta vetur. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því, kúl var þetta.
Á milli 3. og 4. leikhluta leiksins buðu heimamenn hinsvegar upp á skotleik þar sem tveimur körfuboltum var kastað upp í stúkuna, einum Hauka-megin og hinum ÍR-megin. Pallarnir voru nú svo sem ekkert þéttsettnir og með herkjum náði Ísak Máni að góma boltann sem flaug upp í stúkuna til okkar. Skotleikurinn var einfaldur, ein þriggja stiga skottilraun á hvorn, á hefðbundnum fullvaxta körfuknattleiksvelli, og ef hún rataði niður fékk sá hinn sami 5.000 kr inneign í stærstu matvöruverslun Hafnarfjarðar. Stuðningsmaður Haukanna, ungur maður á þrítugsaldri, reið á vaðið en náði ekki að hitta. Ísak Máni steig þá upp og gerði sér lítið fyrir og setti blöðruna niður og uppskar mikið lófaklapp... að mig minnir, ég stökk a.m.k. upp úr sætinu.
Það voru frekar hnipnir ÍR-ingar sem röltu niður af pöllunum eftir leikinn en einn klappaði Ísaki Mána þó á öxlina og sagði: „Jæja, þú ert ljósið í myrkrinu eftir þennan leik.“
Það var smápæling ef þetta hefði nú verið í úrslitakeppninni og skotið hefði gefið flug fyrir tvo til Evrópu eins og var síðasta vetur. En það þýðir ekkert að velta sér upp úr því, kúl var þetta.
miðvikudagur, nóvember 10, 2010
Tannlæknadraumurinn
Ólíkt sem sumir gætu haldið þá er þetta ekki endurskrifuð saga úr Rauðu seríunni heldur raunverulegur draumur sem mig dreymdi og ætti ekkert erindi í Rauðu seríuna. Draumar eru athyglisverðir, að minnsta kosti mínir. Mér finnst reyndar miður þær staðreyndir að mér dreymir frekar sjaldan og svo hitt að ég gleymi þeim nánast alveg um leið og ég opna augun. Ég man nú þennan ekki alveg niður í þaula en svona meginþemað situr í kollinum á mér og mér finnst það vera algjör steypa. Sem er gaman.
Í draumnum fór ég til tannlæknis upp í Mosó. Staðreynd sem kemur kannski ekkert á óvart þar sem gamli tannsinn minn var einmitt staðsettur í því bæjarfélagi. Þegar þangað var komið reyndist tannlæknirinn vera Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari með meiru. Ekki leist honum á ástandið á kjaftinum á mér og tilkynnti mér að þetta yrðu nokkrar heimsóknir sem ég þyrfti að kíkja til hans og í þokkalegustu meðferð. Ég fer heim að þessu loknu og um kvöldið er komin reikningur í heimabankann minn upp á 390.000 kr. Mér líst ekkert á þetta og fer aftur til hans daginn eftir til að fá nánari útlistun á þessari meðferð. Þegar þangað er komið er sonur hans þarna líka, Þórður, sem er einnig þekktur fyrir knattspyrnuiðkun sína og ég varð svo frægur á sjá í Derby-treyju á Old Trafford um árið. Sem er önnur saga. Guðjón tjáir mér að tennurnar mínar þjáist af einhverju sem hann kallar „halla“ og Þórður kíkir upp í mig líka og tekur undir með karlinum. Held að sonurinn hafi nú ekki verið tannlæknamenntaður líka en ástæðan fyrir því að hann þekkti þetta var sú að hann hafi þjáðst af þessum sama tannkvilla á sínum yngri árum. Ég fer eitthvað að forvitnast um þennan kostnað hjá Guðjóni og þá er mér tjáð að þessi 390.000 kr reikningur hafi eingöngu verið fyrsti af nokkrum en heildarkostnaðurinn við að laga svona „tannhalla“ sé 1.400.000 kr. Því miður fer núna að fjara út af góðri sögu því það eina sem ég man af endirnum er að ég er eitthvað að vandræðast við að fá álit annars tannlæknis.
Svona getur maður verið klikkaður.
Í draumnum fór ég til tannlæknis upp í Mosó. Staðreynd sem kemur kannski ekkert á óvart þar sem gamli tannsinn minn var einmitt staðsettur í því bæjarfélagi. Þegar þangað var komið reyndist tannlæknirinn vera Guðjón Þórðarson, knattspyrnuþjálfari með meiru. Ekki leist honum á ástandið á kjaftinum á mér og tilkynnti mér að þetta yrðu nokkrar heimsóknir sem ég þyrfti að kíkja til hans og í þokkalegustu meðferð. Ég fer heim að þessu loknu og um kvöldið er komin reikningur í heimabankann minn upp á 390.000 kr. Mér líst ekkert á þetta og fer aftur til hans daginn eftir til að fá nánari útlistun á þessari meðferð. Þegar þangað er komið er sonur hans þarna líka, Þórður, sem er einnig þekktur fyrir knattspyrnuiðkun sína og ég varð svo frægur á sjá í Derby-treyju á Old Trafford um árið. Sem er önnur saga. Guðjón tjáir mér að tennurnar mínar þjáist af einhverju sem hann kallar „halla“ og Þórður kíkir upp í mig líka og tekur undir með karlinum. Held að sonurinn hafi nú ekki verið tannlæknamenntaður líka en ástæðan fyrir því að hann þekkti þetta var sú að hann hafi þjáðst af þessum sama tannkvilla á sínum yngri árum. Ég fer eitthvað að forvitnast um þennan kostnað hjá Guðjóni og þá er mér tjáð að þessi 390.000 kr reikningur hafi eingöngu verið fyrsti af nokkrum en heildarkostnaðurinn við að laga svona „tannhalla“ sé 1.400.000 kr. Því miður fer núna að fjara út af góðri sögu því það eina sem ég man af endirnum er að ég er eitthvað að vandræðast við að fá álit annars tannlæknis.
Svona getur maður verið klikkaður.
fimmtudagur, október 28, 2010
Enn fleiri andlitssérmerkingar
Eins og færslur þessarar síðu síðastliðna mánuði hafa borið með sér þá er þetta ekki fyrsti gat-á-hausinn-eða-skurður-á-einhvern-hluta-andlitsins pistillinn þegar fjallað er um ævintýri fjölskyldumeðlimana. Ég væri alveg til í að sjá að þetta væri sá síðasti en ég er ekkert rosalega bjartsýnn. Nú var það Daði Steinn sem tók upp á því að verða fullnáinn við vegg einn, á fimmtudeginum fyrir viku.
Plásturinn fokinn af og búið að losa okkur við allt efnið sem fór í sporin sjö. Mér sýnist að uppábúnar jólakortafjölskyldumyndir verði settar á ís í bili, verst að maður hefur ekki kynnt sér hinar gullnu lausnir fótósjoppsins. Minni þá sem hafa áhuga á að sjá þetta í meiri nærmynd að hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri. Ekki nóg með það heldur er kappinn búinn að vera lasinn í ofanálag alla þessu viku. Efnilegt.
Plásturinn fokinn af og búið að losa okkur við allt efnið sem fór í sporin sjö. Mér sýnist að uppábúnar jólakortafjölskyldumyndir verði settar á ís í bili, verst að maður hefur ekki kynnt sér hinar gullnu lausnir fótósjoppsins. Minni þá sem hafa áhuga á að sjá þetta í meiri nærmynd að hægt er að smella á myndina til að sjá hana stærri. Ekki nóg með það heldur er kappinn búinn að vera lasinn í ofanálag alla þessu viku. Efnilegt.
miðvikudagur, október 27, 2010
Furðuvera
laugardagur, október 16, 2010
Í eitt sinn er allt fyrst
Daði Steinn var klipptur í fyrsta sinn í dag. Hausinn á honum var orðinn hálflufsulegur, sítt að aftan og lufsur að auki fyrir ofan eyrun.
Eins og hjá hinum eintökunum var það móðirin sem tók þetta verk að sér. Menn voru nú ekki alveg sáttir við þessar hrókeringar og báru sig á köflum frekar illa og létu þá vanlíðan alveg í ljós.
Það var nú samt talsvert annað að sjá höfuðið á barninu eftir þetta allt saman.
Það var ekki það eina sem drengurinn prófaði í fyrsta sinn í dag. Ég lét allt krepputal sem vind um eyru þjóta og keypti eina Ben & Jerry´s ísdollu á 998 kr um daginn.
Maður lifandi hvað við vorum að fíla Fudge Brownie ísinn.
Eins og hjá hinum eintökunum var það móðirin sem tók þetta verk að sér. Menn voru nú ekki alveg sáttir við þessar hrókeringar og báru sig á köflum frekar illa og létu þá vanlíðan alveg í ljós.
Það var nú samt talsvert annað að sjá höfuðið á barninu eftir þetta allt saman.
Það var ekki það eina sem drengurinn prófaði í fyrsta sinn í dag. Ég lét allt krepputal sem vind um eyru þjóta og keypti eina Ben & Jerry´s ísdollu á 998 kr um daginn.
Maður lifandi hvað við vorum að fíla Fudge Brownie ísinn.
Rugl á árstíðum
„Má ég fara út í garð?“ gall í Loga Snæ núna seinni partinn. Ég svaraði því að það hlyti að vera í lagi en var að öðru leyti eitthvað annars hugar. Heyri svo þegar hurðinni er skellt aftur. Eftir smá stund fara rigningarhljóðin að vekja meiri athygli á sér og ég fer að spá hvort drengurinn hafi örugglega ekki farið í eitthvað utanyfir sig.
Mér brá smá þegar ég leit út í garð...
Samt sú staðreynd að í dag sé 16. október er nett rugl.
Mér brá smá þegar ég leit út í garð...
Samt sú staðreynd að í dag sé 16. október er nett rugl.
fimmtudagur, október 14, 2010
Dagbók fótboltabullunnar - Sumarið 2010
Ég ákvað að vera jafnklikkaður og í fyrra að halda lista yfir fjölda skipta sem ég færi á völlinn í sumar, núna til að sjá hvort ég gæti ekki toppað mig. Eins og í fyrra þá eru þetta þeir meistaraflokksleikir sem haldir voru á vegum KSÍ, þ.e. inn í þessu eru ekki þeir leikir/mót sem Ísak Máni tók þátt í. 17 leikir komu í hús í fyrra og því var sett takmark á að bæta þá tölu, reyna að taka 20+. Sérstaklega vegna þess að karlinn var með dómaraskírteinið í veskinu og labbaði því inn á alla velli á landinu án þess að borga krónu.
Svona lítur þetta út:
8. maí Varmárvöllur VISA-bikar karla
Afturelding - Grundarfjörður 3:o
- Svolítið dejavú frá árinu 2007 en samt ekki. Aðallega ekki vegna þess að ég var ekki að spila núna eins og 2007. Líka ekki vegna þess að þessi leikur var á gervigrasinu á meðan 2007 leikurinn var á aðalvellinum. Svo ekki vegna þeirra staðreyndar að í þessum leik tapaði Grundó 3:0 en ekki 10:1 eins og 2007. Enda bara 2-3 sem tóku þátt í 2007 leiknum sem tóku þátt í þessum. Sigga hafði skroppið til að knúsa rollur þannig að ég var með alla hersinguna heima. Ég gat samt ekki sleppt því að fara á þennan leik og hagræddi því aðeins svefntímanum hjá Daða þannig að hann svæfi í vagninum megnið ef leiknum og dreif Ísak og Loga með. Reyndar tókst mér að fylla öll sætin í bílnum með því að taka Daníel Dag, vin hans Ísaks með. Skiptir ekki öllu hvort barnaskarinn sem þú ert með telur 3 eða 4 stykki. Frítt inn og ég fékk því ekki að sveifla skírteininu góða.
9. maí Gróttu völlur 1. deild karla
Grótta - ÍR 1:2
- Fyrsti leikurinn í deildinni og það var ekki hægt að sleppa þessu. Konan ekki komin úr sveitinni og lítið annað að gera en að taka sama plan og deginum áður, hagræða svefntímanum hans Daða og taka Ísak og Loga með. Bongóblíða en Daði svaf ekki eins vel og í gær og þurfti því aðeins að hafa meira fyrir honum. ÍR óð í dauðafærum en nýtingin úr þeim var ömurleg. Þorsteinn markmaður hjá ÍR fékk rauða spjaldið á börunum í blálokin og nett háspenna/lífshætta þarna síðustu andartökin en þetta hafðist.
28. maí Kópavogsvöllur 1. deild karla
HK - ÍR 0:0
- Fjórði leikurinn í deildinni og eftir hann voru drengirnir úr Breiðholtinu enn ósigraðir og á toppnum í þokkabót. Þessi leikur fór nú ekki í sögubækurnar og ég man svei mér ekki eftir því að hafa farið á markalausan leik hjá ÍR, hefur yfirleitt verið frekar villt hjá strákunum.
2. júní Laugardalsvöllur VISA-bikar karla
Fram - ÍR 2:1
- Ekki gert mikið að því að fara á ÍR-leiki í bikarkeppninni, þeir hafa verið duglegir síðustu ár að detta snemma út úr keppninni einhversstaðar út á landi. Það var því ekki hægt að sleppa þessu að sjá liðið spila á þjóðarleikvangnum. Ísak Máni og Logi Snær komu með og það var fín mæting úr Breiðholtinum. Úrvalsdeildarliðið gerði það sem þurfti að gera, mark seint í fyrri hálfleiknum og annað í byrjun síðari gerði nánast út um þetta. Sárabótarmark ÍR einni mínútu fyrir leikslok kom of seint til að gera einhverja alvöru spennu.
5. júní ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Fjarðarbyggð 4:1
- Tókum hjólatúr í flottu veðri á þetta, ég ásamt Ísaki og Loga og skelltum okkur á völlinn, fyrsti heimaleikurinn sem við náðum. Konan mætti hins vegar í hálfleik með Daða í hjólavagninum eftir að hann var búinn að taka sinn hefðbundna lúr. ÍR lenti undir en jafnaði fyrir hlé og byrjaði síðari hálfleikinn með látum og settu tvo áður en þeir kláruðu endanlega leikinn. Einhver pirringur út í dómarana hjá tapliðinu og þrjú rauð fuku á loft eftir að búið var að flauta leikinn af. 5 leikir búnir af mótinu, 4 sigrar og 1 jafntefli og toppsætið klárt.
7. júní Fylkisvöllur Pepsi-deild karla
Fylkir - FH 2:2
- Ísak Máni dró mig á völlinn, vildi reyna að næla sér í tvær ákveðnar eiginhandaráritanir á fótboltamyndirnar sínar enda enn með sambönd í gengum sjúkraþjálfara Fylkis. Önnur áritunin komst í hús en hin þurfti að bíða betri tíma. Leikurinn sjálfur frábær skemmtun, bongóblíða, víti, rauð spjöld, fullt af færum og fjögur mörk.
11. júní Fjölnisvöllur 1. deild karla
Fjölnir - ÍR 4:0
- 1. í HM en ég fórnaði báðum leikjunum vegna annarra verkefna og fór m.a. í Grafarvoginn. Fyrrverandi úrvalsdeildarliðið reyndist of stór biti fyrir Breiðholtsstrákana í þetta skiptið.
12. júní Fagrilundur 3. deild karla
Ýmir - Grundarfjörður 3:3
- Úrhelli í gangi en ég reif mig upp og Logi Snær var sá eini sem rétti upp hönd þegar ég spurði hvort einhver ætlaði með til að ná seinni hálfleik. Við græjuðum okkur í pollaföt frá toppi til táar... eða ekki alveg táar því við vorum í fótboltaskóm og tókum bolta með okkur. Staðan var 2:0 fyrir heimamenn þegar við komum og við tókum okkur stöðu á gervigrasvellinum fyrir aftan annað markið þar sem við gátum bæði leikið okkur og horft á leikinn. Ýmir bætti þriðja markinum við fljótlega og ekkert í kortunum sem sagði annað en heimasigur. Vítaspyrna handa gestunum 10 mín fyrir leikslok sem tókst að nýta gaf smá líflínu en rautt spjald í andlitið á sveitaliðinu nokkrum mínútum síðar virtist slá botninn úr þessu. En, annað víti fékkst og staðan orðin 3:2 skömmu fyrir leikslok. Í uppbótartíma, skömmu eftir að dómari leiksins gaf upp að það væri hálf mínúta eftir, fengu Grundfirðingar aukaspyrnu á vallarhelming heimamanna sem var dælt inn á vítateiginn. Eftir klafs í teignum tróð Jón Frímann blöðrunni í netið og það eina sem heimamenn gátu gert var að taka miðjuna áður en dómarinn flautaði leikinn af og fyrsta stig Grundfirðinga í ár staðreynd.
18. júní ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Leiknir 2:1
- Ísak Máni var boltastrákur og við Logi Snær vorum í stúkunni, enda ekki hægt að missa af baráttunni um Breiðholtið. ÍR komst í 2:0 í fyrri hálfleik og gestirnir voru í raun aldrei líklegir en náðu að laga stöðuna í uppbótartíma og settu smá hroll í gang síðustu mínútuna. Jafntefli hefði samt verið algjört rán. Flott veður og fullt af fólki.
21. júní Grundarfjarðarvöllur 3. deild karla
Grundarfjörður - Skallagrímur 0:1
- Vorum í smá fríi í Grundarfirði og því kærkomið að taka einn heimaleik með Tomma og félögum. Daði Steinn svaf heima hjá ömmu á meðan restin af fjölskyldunni skellti sér á leikinn. Óverðskuldað tap í baráttuleik þar sem Skallarnir misstu mann af velli á 50. mínútu en heimamenn náðu ekki að nýta sér það. Gestirnir nýttu hinsvegar eina af fáu sóknum sínum 20 mínútum fyrir leikslok.
Tek ofan fyrir umgjörðinni, leikskrá og hátalarakerfi eru varla staðalbúnaður í 3ju deildinni.
25. júní ÍR völlur (gervigras) 3. deild karla
Léttir - Grundarfjörður 5:2
- Ég ætla nú að telja þennan leik með þrátt fyrir að hafa verið á skýrslu sem sjúkraþjálfari. Ísak Máni átti afmæli og við kíktum ásamt Loga Snæ. Gestirnir byrjuðu í tómu rugli og voru 4:0 undir í hálfleik, manni færri og annar farinn með sjúkrabílnum. Miklu betra í síðari hálfleik, hvort heimamenn urðu værukærir er ekki gott að segja. Tommi frændi stálheppinn að fá ekki tveggja fóta tæklingu í lappirnar á sér, bara gult sagði dómarinn. Þetta er ekki að detta með Grundfirðingunum.
5. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Þróttur 1:1
- Bragðdauft með afbrigðum. Ekki einu sinni til popp í sjoppunni.
16. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Grótta 2:2
- Bongóblíða á föstudagskvöldi og varla kjaftur í bænum. Ísak Máni fór í útilegu með félaga sínum en við Logi Snær kíktum á leikinn. 0:1 undir í hálfleik en heimamenn náðu að komast yfir áður en Gróttan jafnaði. Heilt yfir ekki nógu góð frammistaða gegn botnliðinu og menn fengu bara það sem þeir áttu skilið.
22. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Njarðvík 5:1
- Ætluðum að vera lögð af stað til Grundarfjarðar fyrir helgina góðu en óhapp í Árbæjarlaug hjá Ísaki Mána gerði það að verkum að brottförin færðist yfir á næsta dag. Það gerði það þó að verkum að við gátum kíkt á þennan leik, Ísak Máni með ullasokk á löppinni og forláta Hagkaupspoka yfir honum. Flottur leikur hjá okkar mönnum og nauðsynlegur sigur til að halda sér í topppakkanum.
23. júlí Grundarfjarðarvöllur 3. deild karla
Grundarfjörður - Léttir 4:4
- Var mættur í fjörðinn fyrir bæjarhátíðina Á góðri stund. Fékk símtal frá Tomma frænda tveimur tímum fyrir leik þar sem hann bað mig um að taka myndavélina með sem var lítið mál. Ég var því á rölti um hliðarlínurnar og fékk þetta beint í æð. Grundarfjörður lenti 0:2 undir en náðu að jafna 2:2 fyrir hlé. Aftur settu gestirnir tvö áður en Runni, ungur kjúklingur, kom inná. Hann náði að setja tvö kvikindi og jafna leikinn og fékk svo dauðafæri til að setja þrennuna og gera þetta að innkomu ársins en náði ekki að nýta það. Eiður, fyrrverandi þjálfarinn hans Ísaks Mána, stóð í rammanum hjá ÍR-b liðinu og í fyrsta skipti sem ég sé einhvern leikmann fá sér að éta í miðjum leik þegar hann tók upp banana snemma í síðari hálfleik.
27. júlí Leiknisvöllur (gervigras) 3. deild karla
KB - Grundarfjörður 4:0
- Mætti aftur sem konunglegur hirðljósmyndari sveitaliðsins. Erfitt hjá mínum mönnum frá fyrstu mínútu enda að etja kappi við mjög sterkt lið en samt 0:0 í hálfleik. Ísinn brotnaði hinsvegar á 47. mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning. Það var líka greinilegt að annað liðið hafði tekið útihlaupin í mars af alvöru, hitt ekki.
4. ágúst Kópavogsvöllur Pepsi-deild karla
Breiðablik - Valur 5:0
- Sigga, Logi Snær og Daði Steinn enn að halda verslunarmannahelgina heilaga í Baulumýri og við Ísak Máni því bara einir í kotinu. Engin skipulögð dagskrá hjá okkur og því datt okkur í hug að kíkja á þennan leik, bara svona til að gera eitthvað. Ísak Máni er ánægður með þetta Blikalið, eins og svo margir aðrir þannig að við reyndum að sitja svona miðsvæðið, semi-hlutlaust eitthvað. 1:0 í hálfleik en gestirnir áttu aldrei sjéns í seinni hálfleik.
11. ágúst Laugardalsvöllur Vináttulandsleikur A-landslið karla
Ísland - Liechtenstein 1:1
- Fékk frímiða fyrir mig, Ísak Mána og Loga Snæ í gegnum ÍR, fór á vinnubílnum þannig að ekki þurfti ég að punga út bensíni heldur en samt fannst mér þetta algjör sóun. Man ekki eftir að hafa farið á svona lélegan landsleik og landsliðsþjálfarinn sagði eftir leikinn að hann gæti ekki tekið neitt jákvætt úr leiknum. Þessir 15 hausar sem studdu gestina sköpuðu meiri stemmingu heldur en hinir rúmlega 3000.
17. ágúst ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Fjölnir 0:2
- Ísak Máni og Logi Snær báðir á æfingu á sama tíma þarna fyrir leikinn þannig að menn voru bara að dúlla sér niður á ÍR svæði þennan eftirmiðdag í bongóblíðu. Leikurinn var hinsvegar vonbrigði, þetta var ekki að detta með heimamönnum þrátt fyrir að leika einum fleiri nánast hálfan leikinn. Enn í fjórða sæti en með sigri hefðum við komist af alvöru í toppbaráttupakkann.
20. ágúst Leiknisvöllur 1. deild karla
Leiknir - ÍR 2:0
- Þrátt fyrir að Grundarfjörður hafi verið að spila við Augnablik í Kópavoginum í síðasta leik sumarsins, hreinan úrslitaleik um hvort liðið ræki lestina í C-riðli 3ju deildar þá ákvað ég að taka þennan leik frekar. Heimamenn í efsta sætinu en gestirnir að rembast við að halda sér í toppbaráttunni, og auðvitað heiðurinn í Breiðholtinu. Ég hafði aldrei komið á þennan völl áður en það var ljóst eftir á að sú ákvörðun að skilja Loga Snæ eftir heima var mjög sterk, ég lét Ísak Mána nægja. 0:0 í hálfleik, lítið að gerast, öllum hálfkalt eitthvað og helsta pælingin var hvort það væri hægt að kaupa kakó í sjoppunni. Það var hinsvegar engin þörf fyrir teppið í síðari hálfleik enda blóðhitinn nægur. Rautt spjald á gestina fljótlega í hálfleiknum og leikurinn farinn út um gluggann. Ræði ekki dómarann, til þess er ég alltof hlutdrægur en mínir menn misstu alveg hausinn og því fór sem fór. Efstu-deildar sætið út um gluggann og það sem verra er að Leiknir á hraðri leið upp. Ekki jukust vinsældirnar hvað mig varðar með þennan helv... klúbb, það er ljóst að hann er á svipuðum stað og KR í minni bókahillu. Almenn fúkyrði flugu á milli manna, börn öpuðu eftir foreldrunum, blys tendruð og engin ást og virðing í gangi. Og svo tapaði Grundarfjörður 4:3, þar sem sigurmarkið kom á lokamínutunni.
28. ágúst ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Þór 0:3
- Ekkert nema sigur myndi duga til að halda tölfræðilegum möguleika á að fara upp í efstu deild á lífi. Það var aldrei að fara að gerast eins og þessi leikur spilaðist. Gestirnir miklu betri á flestum sviðum leiksins og allt líf virtist vanta í heimamenn. 3ji tapleikurinn í röð hjá Breiðholtsbúum og áfram næstaefsta deild að ári.
11. september ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - ÍA 0:3
- Síðasti heimaleikur liðsins þetta árið og mér fannst ég þurfa að mæta. Rétt náði að sjá Man Utd fá á sig tvö mörk í uppbótartíma á móti Everton og missa 1:3 niður í 3:3 áður en ég skottaðist af stað. Skaginn setti sitt hvort markið við upphaf og lok fyrri hálfleiksins og lítil gleði í þessu. Ætlaði að nýta rétt rúmlega hálfleikinn í að sækja Ísak Mána og Loga Snæ í Smárabíó en gerði mér ekki grein fyrir hversu Karate Kid var löng. Náði því ekki nema rétt síðustu 10 mínútunum á leiknum en það eina sem var búið að gerast var að Skagamenn voru búnir að auka forystuna. 5 tapleikir í röð í deildinni og botninn löngu, löngu farinn úr þessu.
18. september Valbjarnarvöllur 1. deild karla
Þróttur - ÍR 1:1
- Síðasti leikurinn í deildinni þetta sumarið. Uppskeruhátíðin hjá ÍR hafði verið fyrr um daginn en það var enginn sérstök stemming að taka þennan leik. Logi Snær fór í heimsókn til félags síns úti á Álftanesi og restin af fjölskyldunni var í hálfgerðu móki þennan eftirmiðdag. Ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að ná síðari hálfleik. Við Ísak Máni fórum á völlinn en Sigga og Daði Steinn fóru í hina áttina af bílastæðinu og tók Húsdýragarðinn. 0:0 þegar við komum þarna í byrjun síðari hálfleiks en það helsta markverða úr fyrri hálfleiknum var að Þorsteinn, markmaður ÍR, hafði varið vítaspyrnu. Við vorum ekki búnir að vera lengi þegar okkar menn komust yfir en eftir það var frekar róleg stemming. Þangað til í uppbótartíma. Þróttararnir fengu víti sem þeir náðu núna að nýta og í kjölfarið tók einhver farsi við, 3 rauð spjöld og stemmingin á pöllunum jókst til muna. 6. sætið í deildinni staðreynd þetta árið, nokkuð sem menn hefðu tekið fegins hendi fyrir mót en varð smá svekk, í ljósi þess hvernig þetta byrjaði og hvað hefði verið hægt að gera með betri endaspretti á mótinu.
12. október Laugardalsvöllur Undankeppni EM2012 A-landslið karla
Ísland - Portúgal 1:3
- Ronaldo, Nani og félagar á svæðinu og uppselt á völlinn. Ég var á tánum og hafði ákveðið að kaupa flotta miða fyrir mig, Ísak Mána og Loga Snæ, sem ég og gerði. Gestirnir þurftu svo sem engan stjörnuleik til að klára heimamenn sem voru að tapa þriðja leiknum í röð í keppninni og sátu sem fastast á botninum með 0 stig. Útilokað að fá eiginhandaáritanir eða nokkuð slíkt en stórstjörnurnar yrtu varla á nokkurn mann á meðan á veru þeirra stóð hérna. En það var upplifun fyrir drengina að sjá þessa karla í raun og veru.
Niðurstaða sumarsins er þessi: 24 leikir (17 í fyrra) en af þeim voru bara 4 sigurleikir hjá mínum liðum (8 í fyrra), 8 jafntefli (2 í fyrra) og 12 töp (7 í fyrra). Náði 13 leikjum hjá ÍR í deildinni (12 í fyrra) og 1 í bikarnum (0 í fyrra).
Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir að sigurleikirnir væru svona fáir fyrr en ég tók til við að telja þetta, alls ekki nógu gott.
Spurning hvað gerist á næsta ári.
Svona lítur þetta út:
8. maí Varmárvöllur VISA-bikar karla
Afturelding - Grundarfjörður 3:o
- Svolítið dejavú frá árinu 2007 en samt ekki. Aðallega ekki vegna þess að ég var ekki að spila núna eins og 2007. Líka ekki vegna þess að þessi leikur var á gervigrasinu á meðan 2007 leikurinn var á aðalvellinum. Svo ekki vegna þeirra staðreyndar að í þessum leik tapaði Grundó 3:0 en ekki 10:1 eins og 2007. Enda bara 2-3 sem tóku þátt í 2007 leiknum sem tóku þátt í þessum. Sigga hafði skroppið til að knúsa rollur þannig að ég var með alla hersinguna heima. Ég gat samt ekki sleppt því að fara á þennan leik og hagræddi því aðeins svefntímanum hjá Daða þannig að hann svæfi í vagninum megnið ef leiknum og dreif Ísak og Loga með. Reyndar tókst mér að fylla öll sætin í bílnum með því að taka Daníel Dag, vin hans Ísaks með. Skiptir ekki öllu hvort barnaskarinn sem þú ert með telur 3 eða 4 stykki. Frítt inn og ég fékk því ekki að sveifla skírteininu góða.
9. maí Gróttu völlur 1. deild karla
Grótta - ÍR 1:2
- Fyrsti leikurinn í deildinni og það var ekki hægt að sleppa þessu. Konan ekki komin úr sveitinni og lítið annað að gera en að taka sama plan og deginum áður, hagræða svefntímanum hans Daða og taka Ísak og Loga með. Bongóblíða en Daði svaf ekki eins vel og í gær og þurfti því aðeins að hafa meira fyrir honum. ÍR óð í dauðafærum en nýtingin úr þeim var ömurleg. Þorsteinn markmaður hjá ÍR fékk rauða spjaldið á börunum í blálokin og nett háspenna/lífshætta þarna síðustu andartökin en þetta hafðist.
28. maí Kópavogsvöllur 1. deild karla
HK - ÍR 0:0
- Fjórði leikurinn í deildinni og eftir hann voru drengirnir úr Breiðholtinu enn ósigraðir og á toppnum í þokkabót. Þessi leikur fór nú ekki í sögubækurnar og ég man svei mér ekki eftir því að hafa farið á markalausan leik hjá ÍR, hefur yfirleitt verið frekar villt hjá strákunum.
2. júní Laugardalsvöllur VISA-bikar karla
Fram - ÍR 2:1
- Ekki gert mikið að því að fara á ÍR-leiki í bikarkeppninni, þeir hafa verið duglegir síðustu ár að detta snemma út úr keppninni einhversstaðar út á landi. Það var því ekki hægt að sleppa þessu að sjá liðið spila á þjóðarleikvangnum. Ísak Máni og Logi Snær komu með og það var fín mæting úr Breiðholtinum. Úrvalsdeildarliðið gerði það sem þurfti að gera, mark seint í fyrri hálfleiknum og annað í byrjun síðari gerði nánast út um þetta. Sárabótarmark ÍR einni mínútu fyrir leikslok kom of seint til að gera einhverja alvöru spennu.
5. júní ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Fjarðarbyggð 4:1
- Tókum hjólatúr í flottu veðri á þetta, ég ásamt Ísaki og Loga og skelltum okkur á völlinn, fyrsti heimaleikurinn sem við náðum. Konan mætti hins vegar í hálfleik með Daða í hjólavagninum eftir að hann var búinn að taka sinn hefðbundna lúr. ÍR lenti undir en jafnaði fyrir hlé og byrjaði síðari hálfleikinn með látum og settu tvo áður en þeir kláruðu endanlega leikinn. Einhver pirringur út í dómarana hjá tapliðinu og þrjú rauð fuku á loft eftir að búið var að flauta leikinn af. 5 leikir búnir af mótinu, 4 sigrar og 1 jafntefli og toppsætið klárt.
7. júní Fylkisvöllur Pepsi-deild karla
Fylkir - FH 2:2
- Ísak Máni dró mig á völlinn, vildi reyna að næla sér í tvær ákveðnar eiginhandaráritanir á fótboltamyndirnar sínar enda enn með sambönd í gengum sjúkraþjálfara Fylkis. Önnur áritunin komst í hús en hin þurfti að bíða betri tíma. Leikurinn sjálfur frábær skemmtun, bongóblíða, víti, rauð spjöld, fullt af færum og fjögur mörk.
11. júní Fjölnisvöllur 1. deild karla
Fjölnir - ÍR 4:0
- 1. í HM en ég fórnaði báðum leikjunum vegna annarra verkefna og fór m.a. í Grafarvoginn. Fyrrverandi úrvalsdeildarliðið reyndist of stór biti fyrir Breiðholtsstrákana í þetta skiptið.
12. júní Fagrilundur 3. deild karla
Ýmir - Grundarfjörður 3:3
- Úrhelli í gangi en ég reif mig upp og Logi Snær var sá eini sem rétti upp hönd þegar ég spurði hvort einhver ætlaði með til að ná seinni hálfleik. Við græjuðum okkur í pollaföt frá toppi til táar... eða ekki alveg táar því við vorum í fótboltaskóm og tókum bolta með okkur. Staðan var 2:0 fyrir heimamenn þegar við komum og við tókum okkur stöðu á gervigrasvellinum fyrir aftan annað markið þar sem við gátum bæði leikið okkur og horft á leikinn. Ýmir bætti þriðja markinum við fljótlega og ekkert í kortunum sem sagði annað en heimasigur. Vítaspyrna handa gestunum 10 mín fyrir leikslok sem tókst að nýta gaf smá líflínu en rautt spjald í andlitið á sveitaliðinu nokkrum mínútum síðar virtist slá botninn úr þessu. En, annað víti fékkst og staðan orðin 3:2 skömmu fyrir leikslok. Í uppbótartíma, skömmu eftir að dómari leiksins gaf upp að það væri hálf mínúta eftir, fengu Grundfirðingar aukaspyrnu á vallarhelming heimamanna sem var dælt inn á vítateiginn. Eftir klafs í teignum tróð Jón Frímann blöðrunni í netið og það eina sem heimamenn gátu gert var að taka miðjuna áður en dómarinn flautaði leikinn af og fyrsta stig Grundfirðinga í ár staðreynd.
18. júní ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Leiknir 2:1
- Ísak Máni var boltastrákur og við Logi Snær vorum í stúkunni, enda ekki hægt að missa af baráttunni um Breiðholtið. ÍR komst í 2:0 í fyrri hálfleik og gestirnir voru í raun aldrei líklegir en náðu að laga stöðuna í uppbótartíma og settu smá hroll í gang síðustu mínútuna. Jafntefli hefði samt verið algjört rán. Flott veður og fullt af fólki.
21. júní Grundarfjarðarvöllur 3. deild karla
Grundarfjörður - Skallagrímur 0:1
- Vorum í smá fríi í Grundarfirði og því kærkomið að taka einn heimaleik með Tomma og félögum. Daði Steinn svaf heima hjá ömmu á meðan restin af fjölskyldunni skellti sér á leikinn. Óverðskuldað tap í baráttuleik þar sem Skallarnir misstu mann af velli á 50. mínútu en heimamenn náðu ekki að nýta sér það. Gestirnir nýttu hinsvegar eina af fáu sóknum sínum 20 mínútum fyrir leikslok.
Tek ofan fyrir umgjörðinni, leikskrá og hátalarakerfi eru varla staðalbúnaður í 3ju deildinni.
25. júní ÍR völlur (gervigras) 3. deild karla
Léttir - Grundarfjörður 5:2
- Ég ætla nú að telja þennan leik með þrátt fyrir að hafa verið á skýrslu sem sjúkraþjálfari. Ísak Máni átti afmæli og við kíktum ásamt Loga Snæ. Gestirnir byrjuðu í tómu rugli og voru 4:0 undir í hálfleik, manni færri og annar farinn með sjúkrabílnum. Miklu betra í síðari hálfleik, hvort heimamenn urðu værukærir er ekki gott að segja. Tommi frændi stálheppinn að fá ekki tveggja fóta tæklingu í lappirnar á sér, bara gult sagði dómarinn. Þetta er ekki að detta með Grundfirðingunum.
5. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Þróttur 1:1
- Bragðdauft með afbrigðum. Ekki einu sinni til popp í sjoppunni.
16. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Grótta 2:2
- Bongóblíða á föstudagskvöldi og varla kjaftur í bænum. Ísak Máni fór í útilegu með félaga sínum en við Logi Snær kíktum á leikinn. 0:1 undir í hálfleik en heimamenn náðu að komast yfir áður en Gróttan jafnaði. Heilt yfir ekki nógu góð frammistaða gegn botnliðinu og menn fengu bara það sem þeir áttu skilið.
22. júlí ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Njarðvík 5:1
- Ætluðum að vera lögð af stað til Grundarfjarðar fyrir helgina góðu en óhapp í Árbæjarlaug hjá Ísaki Mána gerði það að verkum að brottförin færðist yfir á næsta dag. Það gerði það þó að verkum að við gátum kíkt á þennan leik, Ísak Máni með ullasokk á löppinni og forláta Hagkaupspoka yfir honum. Flottur leikur hjá okkar mönnum og nauðsynlegur sigur til að halda sér í topppakkanum.
23. júlí Grundarfjarðarvöllur 3. deild karla
Grundarfjörður - Léttir 4:4
- Var mættur í fjörðinn fyrir bæjarhátíðina Á góðri stund. Fékk símtal frá Tomma frænda tveimur tímum fyrir leik þar sem hann bað mig um að taka myndavélina með sem var lítið mál. Ég var því á rölti um hliðarlínurnar og fékk þetta beint í æð. Grundarfjörður lenti 0:2 undir en náðu að jafna 2:2 fyrir hlé. Aftur settu gestirnir tvö áður en Runni, ungur kjúklingur, kom inná. Hann náði að setja tvö kvikindi og jafna leikinn og fékk svo dauðafæri til að setja þrennuna og gera þetta að innkomu ársins en náði ekki að nýta það. Eiður, fyrrverandi þjálfarinn hans Ísaks Mána, stóð í rammanum hjá ÍR-b liðinu og í fyrsta skipti sem ég sé einhvern leikmann fá sér að éta í miðjum leik þegar hann tók upp banana snemma í síðari hálfleik.
27. júlí Leiknisvöllur (gervigras) 3. deild karla
KB - Grundarfjörður 4:0
- Mætti aftur sem konunglegur hirðljósmyndari sveitaliðsins. Erfitt hjá mínum mönnum frá fyrstu mínútu enda að etja kappi við mjög sterkt lið en samt 0:0 í hálfleik. Ísinn brotnaði hinsvegar á 47. mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning. Það var líka greinilegt að annað liðið hafði tekið útihlaupin í mars af alvöru, hitt ekki.
4. ágúst Kópavogsvöllur Pepsi-deild karla
Breiðablik - Valur 5:0
- Sigga, Logi Snær og Daði Steinn enn að halda verslunarmannahelgina heilaga í Baulumýri og við Ísak Máni því bara einir í kotinu. Engin skipulögð dagskrá hjá okkur og því datt okkur í hug að kíkja á þennan leik, bara svona til að gera eitthvað. Ísak Máni er ánægður með þetta Blikalið, eins og svo margir aðrir þannig að við reyndum að sitja svona miðsvæðið, semi-hlutlaust eitthvað. 1:0 í hálfleik en gestirnir áttu aldrei sjéns í seinni hálfleik.
11. ágúst Laugardalsvöllur Vináttulandsleikur A-landslið karla
Ísland - Liechtenstein 1:1
- Fékk frímiða fyrir mig, Ísak Mána og Loga Snæ í gegnum ÍR, fór á vinnubílnum þannig að ekki þurfti ég að punga út bensíni heldur en samt fannst mér þetta algjör sóun. Man ekki eftir að hafa farið á svona lélegan landsleik og landsliðsþjálfarinn sagði eftir leikinn að hann gæti ekki tekið neitt jákvætt úr leiknum. Þessir 15 hausar sem studdu gestina sköpuðu meiri stemmingu heldur en hinir rúmlega 3000.
17. ágúst ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Fjölnir 0:2
- Ísak Máni og Logi Snær báðir á æfingu á sama tíma þarna fyrir leikinn þannig að menn voru bara að dúlla sér niður á ÍR svæði þennan eftirmiðdag í bongóblíðu. Leikurinn var hinsvegar vonbrigði, þetta var ekki að detta með heimamönnum þrátt fyrir að leika einum fleiri nánast hálfan leikinn. Enn í fjórða sæti en með sigri hefðum við komist af alvöru í toppbaráttupakkann.
20. ágúst Leiknisvöllur 1. deild karla
Leiknir - ÍR 2:0
- Þrátt fyrir að Grundarfjörður hafi verið að spila við Augnablik í Kópavoginum í síðasta leik sumarsins, hreinan úrslitaleik um hvort liðið ræki lestina í C-riðli 3ju deildar þá ákvað ég að taka þennan leik frekar. Heimamenn í efsta sætinu en gestirnir að rembast við að halda sér í toppbaráttunni, og auðvitað heiðurinn í Breiðholtinu. Ég hafði aldrei komið á þennan völl áður en það var ljóst eftir á að sú ákvörðun að skilja Loga Snæ eftir heima var mjög sterk, ég lét Ísak Mána nægja. 0:0 í hálfleik, lítið að gerast, öllum hálfkalt eitthvað og helsta pælingin var hvort það væri hægt að kaupa kakó í sjoppunni. Það var hinsvegar engin þörf fyrir teppið í síðari hálfleik enda blóðhitinn nægur. Rautt spjald á gestina fljótlega í hálfleiknum og leikurinn farinn út um gluggann. Ræði ekki dómarann, til þess er ég alltof hlutdrægur en mínir menn misstu alveg hausinn og því fór sem fór. Efstu-deildar sætið út um gluggann og það sem verra er að Leiknir á hraðri leið upp. Ekki jukust vinsældirnar hvað mig varðar með þennan helv... klúbb, það er ljóst að hann er á svipuðum stað og KR í minni bókahillu. Almenn fúkyrði flugu á milli manna, börn öpuðu eftir foreldrunum, blys tendruð og engin ást og virðing í gangi. Og svo tapaði Grundarfjörður 4:3, þar sem sigurmarkið kom á lokamínutunni.
28. ágúst ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - Þór 0:3
- Ekkert nema sigur myndi duga til að halda tölfræðilegum möguleika á að fara upp í efstu deild á lífi. Það var aldrei að fara að gerast eins og þessi leikur spilaðist. Gestirnir miklu betri á flestum sviðum leiksins og allt líf virtist vanta í heimamenn. 3ji tapleikurinn í röð hjá Breiðholtsbúum og áfram næstaefsta deild að ári.
11. september ÍR völlur 1. deild karla
ÍR - ÍA 0:3
- Síðasti heimaleikur liðsins þetta árið og mér fannst ég þurfa að mæta. Rétt náði að sjá Man Utd fá á sig tvö mörk í uppbótartíma á móti Everton og missa 1:3 niður í 3:3 áður en ég skottaðist af stað. Skaginn setti sitt hvort markið við upphaf og lok fyrri hálfleiksins og lítil gleði í þessu. Ætlaði að nýta rétt rúmlega hálfleikinn í að sækja Ísak Mána og Loga Snæ í Smárabíó en gerði mér ekki grein fyrir hversu Karate Kid var löng. Náði því ekki nema rétt síðustu 10 mínútunum á leiknum en það eina sem var búið að gerast var að Skagamenn voru búnir að auka forystuna. 5 tapleikir í röð í deildinni og botninn löngu, löngu farinn úr þessu.
18. september Valbjarnarvöllur 1. deild karla
Þróttur - ÍR 1:1
- Síðasti leikurinn í deildinni þetta sumarið. Uppskeruhátíðin hjá ÍR hafði verið fyrr um daginn en það var enginn sérstök stemming að taka þennan leik. Logi Snær fór í heimsókn til félags síns úti á Álftanesi og restin af fjölskyldunni var í hálfgerðu móki þennan eftirmiðdag. Ég reif mig upp úr sófanum og ákvað að ná síðari hálfleik. Við Ísak Máni fórum á völlinn en Sigga og Daði Steinn fóru í hina áttina af bílastæðinu og tók Húsdýragarðinn. 0:0 þegar við komum þarna í byrjun síðari hálfleiks en það helsta markverða úr fyrri hálfleiknum var að Þorsteinn, markmaður ÍR, hafði varið vítaspyrnu. Við vorum ekki búnir að vera lengi þegar okkar menn komust yfir en eftir það var frekar róleg stemming. Þangað til í uppbótartíma. Þróttararnir fengu víti sem þeir náðu núna að nýta og í kjölfarið tók einhver farsi við, 3 rauð spjöld og stemmingin á pöllunum jókst til muna. 6. sætið í deildinni staðreynd þetta árið, nokkuð sem menn hefðu tekið fegins hendi fyrir mót en varð smá svekk, í ljósi þess hvernig þetta byrjaði og hvað hefði verið hægt að gera með betri endaspretti á mótinu.
12. október Laugardalsvöllur Undankeppni EM2012 A-landslið karla
Ísland - Portúgal 1:3
- Ronaldo, Nani og félagar á svæðinu og uppselt á völlinn. Ég var á tánum og hafði ákveðið að kaupa flotta miða fyrir mig, Ísak Mána og Loga Snæ, sem ég og gerði. Gestirnir þurftu svo sem engan stjörnuleik til að klára heimamenn sem voru að tapa þriðja leiknum í röð í keppninni og sátu sem fastast á botninum með 0 stig. Útilokað að fá eiginhandaáritanir eða nokkuð slíkt en stórstjörnurnar yrtu varla á nokkurn mann á meðan á veru þeirra stóð hérna. En það var upplifun fyrir drengina að sjá þessa karla í raun og veru.
Niðurstaða sumarsins er þessi: 24 leikir (17 í fyrra) en af þeim voru bara 4 sigurleikir hjá mínum liðum (8 í fyrra), 8 jafntefli (2 í fyrra) og 12 töp (7 í fyrra). Náði 13 leikjum hjá ÍR í deildinni (12 í fyrra) og 1 í bikarnum (0 í fyrra).
Ég verð að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir að sigurleikirnir væru svona fáir fyrr en ég tók til við að telja þetta, alls ekki nógu gott.
Spurning hvað gerist á næsta ári.
mánudagur, október 11, 2010
Sýklaútflutningur
Heyrst hefur að pestin sem ég flutti frá Reykjavík til Grundarfjarðar hafi borist frá aðila tengdum mér yfir í annað aðila algjörlega ótengdum mér. Það sem gerir þetta athyglisverða viðbót við góða sögu er að þessi ótengdi aðili var kominn til Tenerife þegar menn þurftu allt í einu að fara tefla við páfann í tíma og ótíma.
Ég skal viðurkenna það að ég er með smá móral.
Ég skal viðurkenna það að ég er með smá móral.
sunnudagur, október 10, 2010
Fækkun valkosta
10.10.10
Enn ein svala dagsetningin sem líður og ekkert gerist. Framundan eru 11.11.11 og 12.12.12 en síðan verður þetta hefðbundið. Gæti mögulega reddað mér á 11.12.13 ef stemming væri fyrir þeirri leið.
Hmmm...
Enn ein svala dagsetningin sem líður og ekkert gerist. Framundan eru 11.11.11 og 12.12.12 en síðan verður þetta hefðbundið. Gæti mögulega reddað mér á 11.12.13 ef stemming væri fyrir þeirri leið.
Hmmm...
laugardagur, október 09, 2010
Svalasta 7an
Logi Snær var að keppa í fótbolta í dag. Hann stendur sig nokkuð vel í þessum pakka þótt ég eigi enn eftir að sjá hvernig hann kemur til með að fíla/höndla æfingar 3x í viku. Úrslitin voru ekkert að detta beint með mönnum en þeir náðu að böggla inn einu marki í þremur leikjum, 15 sekúndum fyrir leikslok í síðasta leik sem dugði til 1:0 sigur á móti Val og þá eru menn bara góðir.
Þetta hittist akkúrat á einhverja körfuboltahátíð hjá ÍR í Seljaskóla svo ég gat skutlað Ísaki Mána þangað áður en haldið var upp í Egilshöll og ég rétt náði svo síðustu troðslunni hjá nýja Kananum í troðslukeppninni þegar við komum til baka en það var einmitt síðasti dagskráliðurinn hjá körfuboltadeildinni.
Daði Steinn var ótrúlega góður þarna upp í Egilshöll enda menn búnir að vinna heimavinnuna sína og komu með að heiman pakka sem innihélt m.a. kleinur, banana og vatnsbrúsa. Og auðvitað eitt stykki fótbolta.
Konan? Núna er helgi að hausti. Að smala.
Þetta hittist akkúrat á einhverja körfuboltahátíð hjá ÍR í Seljaskóla svo ég gat skutlað Ísaki Mána þangað áður en haldið var upp í Egilshöll og ég rétt náði svo síðustu troðslunni hjá nýja Kananum í troðslukeppninni þegar við komum til baka en það var einmitt síðasti dagskráliðurinn hjá körfuboltadeildinni.
Daði Steinn var ótrúlega góður þarna upp í Egilshöll enda menn búnir að vinna heimavinnuna sína og komu með að heiman pakka sem innihélt m.a. kleinur, banana og vatnsbrúsa. Og auðvitað eitt stykki fótbolta.
Konan? Núna er helgi að hausti. Að smala.
föstudagur, október 08, 2010
Old boys ferilinn
Eigum við ekki halda utan um 30+ ferilinn, bara svona upp á djókið? Þetta eru vitaskuld bara þeir leikir sem ég tók þátt í, en ég missti af tveimur leikjum í sumar, einum sigri og einu tapi.
9 leikir: 3-0-6
31. maí Fífan
Breiðablik - Fylkir 5:0
3. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Carl 2:5
8. júní Fylkisvöllur
Fylkir - KÍBV 3:4
10. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Afturelding 0:1
14. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Víkingur 1:5
24. ágúst Njarðvíkurvöllur
Njarðvík - Fylkir 2:5
8. september Risinn
FH - Fylkir 3:9
14. september Fylkisvöllur
Fylkir - ÍR 3:6
21. september Þróttaravöllur
Þróttur - Fylkir 2:5
Þetta fór heldur brösulega af stað en menn náðu að klára þetta með smá vott af sæmd þarna í lokin og enduðum í 8. sæti í 12 liða deild. Reyndar sá ég á netinu að búið var að þurrka út úrslitin hjá Carl og þá komum við út úr mótinu í 5. sæti af 11 liðum. Veit svo sem ekki hvað veldur, kannski er Carl ekki nógu mikið alvöru félag eða eitthvað slíkt. Niðurstaðan er frekar svipuð í báðum tilvikunum, miðjumoð.
Kjarninn voru gamlir Vatnsberar þannig að þetta voru nú engin ofboðsleg viðbrigði, nema kannski helst að spilað er 7-manna bolti á hálfum velli. Maður var fljótur að finna það að maður hefur ekkert í hitt lengur að gera, það er bara þannig. Þetta var sambærilegt Vatnsberunum að því leytinu til að við vorum ekkert að mæta með mikið af varamönnum í leiki, oftast vorum við bara nákvæmlega 7 sem mættum. Með aðeins stærri hóp hefði kannski verið hægt að snúa einhverjum af þessum tapleikjum í einhver úrslit. Það er alltaf næsta ár.
9 leikir: 3-0-6
31. maí Fífan
Breiðablik - Fylkir 5:0
3. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Carl 2:5
8. júní Fylkisvöllur
Fylkir - KÍBV 3:4
10. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Afturelding 0:1
14. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Víkingur 1:5
24. ágúst Njarðvíkurvöllur
Njarðvík - Fylkir 2:5
8. september Risinn
FH - Fylkir 3:9
14. september Fylkisvöllur
Fylkir - ÍR 3:6
21. september Þróttaravöllur
Þróttur - Fylkir 2:5
Þetta fór heldur brösulega af stað en menn náðu að klára þetta með smá vott af sæmd þarna í lokin og enduðum í 8. sæti í 12 liða deild. Reyndar sá ég á netinu að búið var að þurrka út úrslitin hjá Carl og þá komum við út úr mótinu í 5. sæti af 11 liðum. Veit svo sem ekki hvað veldur, kannski er Carl ekki nógu mikið alvöru félag eða eitthvað slíkt. Niðurstaðan er frekar svipuð í báðum tilvikunum, miðjumoð.
Kjarninn voru gamlir Vatnsberar þannig að þetta voru nú engin ofboðsleg viðbrigði, nema kannski helst að spilað er 7-manna bolti á hálfum velli. Maður var fljótur að finna það að maður hefur ekkert í hitt lengur að gera, það er bara þannig. Þetta var sambærilegt Vatnsberunum að því leytinu til að við vorum ekkert að mæta með mikið af varamönnum í leiki, oftast vorum við bara nákvæmlega 7 sem mættum. Með aðeins stærri hóp hefði kannski verið hægt að snúa einhverjum af þessum tapleikjum í einhver úrslit. Það er alltaf næsta ár.
mánudagur, október 04, 2010
Alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn
Mér finnst rétt að aðvara lesendur þessa pistils að innhald hans felur m.a. í sér lýsingar af uppköstum, niðurgangi og tengdum viðbjóði. Því vil ég benda viðkvæmum á að skella sér inn á einhverjar aðrar síður ef það treystir sér ekki í þetta.
Fórum í ferðalag þessa helgi. Forsaga málsins var sú að Sigga fór ein helgina þar á undan í réttir. Hluti af ástæðu þess að hún fór ein var að leiðindarveður var þá helgina og Loga Snæ fannst í kjölfarið hann svolítið svikinn. Þá var samið um það að ef veðrið yrði betra næstu helgina yrði málið skoðað að hann fengi að fara með mömmu sinni í eitthvað rollustúss. Þegar leið á vikuna var spáin svona allt í lagi og var stefnan tekin á þetta. Við hinir þrír sem eftir sátum veltum því fyrir okkur að kíkja til Grundarfjarðar á meðan, taka eina heimsókn svona áður en allar íþróttaæfingarnar hjá drengjunum fara á fullt og áður en menn þurfa að huga að færð á vegum o.þ.h.
En í vikunni kom smá babb í bátinn. Um kvöldmatarleytið á miðvikudeginum tók Daði Steinn upp á því að skila öllu magainnhaldi sínu sömu leið og það fór inn. Tók nokkrar spýjur eftir það, fyrst einhverju slímgummsi og svo tók græna gallið við. Hann svaf samt ágætlega um nóttina og daginn eftir var mamma hans með hann heima og strákurinn var alveg ágætur. Að því leytinu til að hann var ekki að skila neinum mat en vitaskuld var hann í hálfgerðum hægagangi. Ég var heima á föstudeginum, strákurinn þokkalegur og við ákváðum að vera ekkert að tvínóna við þetta heldur skella okkur öll af stað.
Planið var einfalt, stefnan sett á Baulumýri en þar fóru Sigga og Logi Snær úr en við hinir héldum áfram til Grundarfjarðar. Komum í fjörðinn um kvöldmatarleyti og hamborgarar á boðstólnum. Mér var búið að vera smá illt í maganum en það var fullkomlega eðlilegt þar sem eina sem ég var búinn að borða þann daginn var Cheerios í morgunmat, roast-beef samloka rúmlega 11 og svo eitthvað kex á leiðinni. Þetta var fullkomlega eðlilegt. Daði Steinn var reyndar með einhvern afturkreisting sem lýsti sér í því að ég var varla búinn að skipta á honum fyrr en ný sprengja kom með tilheyrandi mengun á samfellur og sokkabuxur. Við vorum því varla búnir að vera á svæðinu í klukkutíma þegar hann var búinn að skíta út, í bókstaflegri merkingu, flest af þeim fötum sem ég kom með fyrir hann. Svo vorum við bara að chilla fyrir framan sjónvarpið eftir matinn þegar ég fór að velta fyrir mér af hverju magaverkinn fór ekki, ég meina núna var ég búinn að borða og ætti því að vera góður.
Ég fann að þetta var ekki í lagi, svitaperlu fóru að kreistast fram úr enninu og ef það er hægt að segja að maður geti fundið fölleikann færast yfir sig þá var það þarna. Ekki var hægt að sitja við svo búið heldur skellti ég mér inn á kamarinn og settist á hann til að hafa það á hreinu. Ég man einu sinni eftir því að útvarpsmaður einn tilkynnti veikindi hjá samstarfsmanni sínum með þeim orðum að hann væri heima að „míga með rassgatinu“. Þetta lýsti vel stemmingunni. Ég staulaðist fram frekar myglaður og fór í það að koma Daða í rúmið. Notaði tækifærið og lagðist hjá honum aðeins til að slaka á en í þann mund hringdi konan. Hún heyrði að stemmingin var ekkert sérstök en hughreysti mig með þeim orðum að þetta væri þó á niðurleið en ekki uppleið. Ég var varla búinn að leggja frá mér símtólið þegar líkaminn öskraði á mig að hlutirnir væru ekki í lagi. Aftur staulast karlinn inn á náðhúsið og sest á postulínið. Rétt búinn að ganga frá málum og er í þann mund að standa upp þegar ég finn að uppleið nálgast. Næ að snúa mér við með ótrúlegri snerpu miðað við ástandið á karlinum um leið og ég sturta niður og skila kvöldmatnum í klósettið, sömu leið og hann fór inn. Það var greinilegt að salatblöð eins og voru á hamborgaranum þurfa lengri tíma en tvo til að meltast. Djöfulgangurinn var svo mikill að mér fannst réttast að henda mér í sturtu þegar öllu var lokið, þ.e. þegar ég var búinn að þrífa klósettið sjálft, gólfið, vegginn og hornið á baðkarinu sem er þarna við hliðina. Svo var lítið annað að gera en að staulast hríðskjálfandi upp í rúm þarna um hálftíu leytið, koma sér í fósturstellinguna og reyna að sofna. Verst var stöffið sem hafði þrýst sér upp í nefið og var farið að losna, lítið annað að gera en að drösla því fyrst niður í háls og svo áfram niður. Ekki hægt að segja að þetta hafi verið þægindasvefn en svo sem ekki nema tvær ferðir á klósettið, með mismiklum árangri.
Var slumpufær á laugardeginum, hélt tveimur ristuðum brauðsneiðum niðri ásamt einhverjum orkudrykkjum og kóki. Sigga hringdi svo í mig. Logi Snær hafði dottið í sama uppleiðarpakka og ég á föstudagskvöldið. Það var með einskærri lagni að hann var yfir klósettskálinni þegar gusan kom, það hefði ekki verið neitt sérstakt að fá allan pakkann yfir timburgólfið í Baulumýri. Mín megin hélt Daði Steinn áfram að gera í bleyjuna eins enginn væri morgundagurinn og þvottavélin og þurrkarinn voru langt í frá að halda við stórskotahríðinni hans, sem var í mýkri kantinum.
En sögunni er ekki lokið, ónei. Á laugardeginum vildi Ísak Máni fá að fara að kíkja á Sunderland - Man Utd. Ég var náttúrulega ekkert spes og Daði Steinn í engu ástandi til að verða skilinn eftir þannig að það var ekkert annað hægt en að senda frumburðinn á bæjarpöbbinn, Kaffi 59. Með 500 kall, nóg fyrir litlum skammti af frönskum og kók í gleri, fór hann einn á hlaupahjólinu sínu á pöbbinn. Svo, einhverju síðar, þegar ég var á leiðinni út í rusl með eina af mjúksprengjunum hans Daða mæti ég honum í dyrunum. Helfölum. Þá hafði karlgreyinu orðið illt og tekið eitt stykki uppkast á pöbbnum, kannski vel þekkt athöfn meðal gesta staðarins, en ekki ef þú ert bara 11 ára. Hann náði samt að bjarga sér, fékk Óla Sigga til að skutla sér heim og krumpaðist niður í sófann. Hann var nú orðin vel rólfær um kvöldið.
Allir svona la-la á sunnudeginum, við strákarnir fórum og sóttum Siggu og Loga Snæ og héldum áfram heim. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir mannskapinn en að halda til sinna starfa í dag sem gekk ágætlega, Gatorade dröslaði mér í gegnum daginn. Það má því segja að við höfum gert okkar til að útbreiða pestina en samkvæmt síðustu fréttum hafa flestir komið betur út úr þessu en við.
Þetta var ljóta vitleysan.
Fórum í ferðalag þessa helgi. Forsaga málsins var sú að Sigga fór ein helgina þar á undan í réttir. Hluti af ástæðu þess að hún fór ein var að leiðindarveður var þá helgina og Loga Snæ fannst í kjölfarið hann svolítið svikinn. Þá var samið um það að ef veðrið yrði betra næstu helgina yrði málið skoðað að hann fengi að fara með mömmu sinni í eitthvað rollustúss. Þegar leið á vikuna var spáin svona allt í lagi og var stefnan tekin á þetta. Við hinir þrír sem eftir sátum veltum því fyrir okkur að kíkja til Grundarfjarðar á meðan, taka eina heimsókn svona áður en allar íþróttaæfingarnar hjá drengjunum fara á fullt og áður en menn þurfa að huga að færð á vegum o.þ.h.
En í vikunni kom smá babb í bátinn. Um kvöldmatarleytið á miðvikudeginum tók Daði Steinn upp á því að skila öllu magainnhaldi sínu sömu leið og það fór inn. Tók nokkrar spýjur eftir það, fyrst einhverju slímgummsi og svo tók græna gallið við. Hann svaf samt ágætlega um nóttina og daginn eftir var mamma hans með hann heima og strákurinn var alveg ágætur. Að því leytinu til að hann var ekki að skila neinum mat en vitaskuld var hann í hálfgerðum hægagangi. Ég var heima á föstudeginum, strákurinn þokkalegur og við ákváðum að vera ekkert að tvínóna við þetta heldur skella okkur öll af stað.
Planið var einfalt, stefnan sett á Baulumýri en þar fóru Sigga og Logi Snær úr en við hinir héldum áfram til Grundarfjarðar. Komum í fjörðinn um kvöldmatarleyti og hamborgarar á boðstólnum. Mér var búið að vera smá illt í maganum en það var fullkomlega eðlilegt þar sem eina sem ég var búinn að borða þann daginn var Cheerios í morgunmat, roast-beef samloka rúmlega 11 og svo eitthvað kex á leiðinni. Þetta var fullkomlega eðlilegt. Daði Steinn var reyndar með einhvern afturkreisting sem lýsti sér í því að ég var varla búinn að skipta á honum fyrr en ný sprengja kom með tilheyrandi mengun á samfellur og sokkabuxur. Við vorum því varla búnir að vera á svæðinu í klukkutíma þegar hann var búinn að skíta út, í bókstaflegri merkingu, flest af þeim fötum sem ég kom með fyrir hann. Svo vorum við bara að chilla fyrir framan sjónvarpið eftir matinn þegar ég fór að velta fyrir mér af hverju magaverkinn fór ekki, ég meina núna var ég búinn að borða og ætti því að vera góður.
Ég fann að þetta var ekki í lagi, svitaperlu fóru að kreistast fram úr enninu og ef það er hægt að segja að maður geti fundið fölleikann færast yfir sig þá var það þarna. Ekki var hægt að sitja við svo búið heldur skellti ég mér inn á kamarinn og settist á hann til að hafa það á hreinu. Ég man einu sinni eftir því að útvarpsmaður einn tilkynnti veikindi hjá samstarfsmanni sínum með þeim orðum að hann væri heima að „míga með rassgatinu“. Þetta lýsti vel stemmingunni. Ég staulaðist fram frekar myglaður og fór í það að koma Daða í rúmið. Notaði tækifærið og lagðist hjá honum aðeins til að slaka á en í þann mund hringdi konan. Hún heyrði að stemmingin var ekkert sérstök en hughreysti mig með þeim orðum að þetta væri þó á niðurleið en ekki uppleið. Ég var varla búinn að leggja frá mér símtólið þegar líkaminn öskraði á mig að hlutirnir væru ekki í lagi. Aftur staulast karlinn inn á náðhúsið og sest á postulínið. Rétt búinn að ganga frá málum og er í þann mund að standa upp þegar ég finn að uppleið nálgast. Næ að snúa mér við með ótrúlegri snerpu miðað við ástandið á karlinum um leið og ég sturta niður og skila kvöldmatnum í klósettið, sömu leið og hann fór inn. Það var greinilegt að salatblöð eins og voru á hamborgaranum þurfa lengri tíma en tvo til að meltast. Djöfulgangurinn var svo mikill að mér fannst réttast að henda mér í sturtu þegar öllu var lokið, þ.e. þegar ég var búinn að þrífa klósettið sjálft, gólfið, vegginn og hornið á baðkarinu sem er þarna við hliðina. Svo var lítið annað að gera en að staulast hríðskjálfandi upp í rúm þarna um hálftíu leytið, koma sér í fósturstellinguna og reyna að sofna. Verst var stöffið sem hafði þrýst sér upp í nefið og var farið að losna, lítið annað að gera en að drösla því fyrst niður í háls og svo áfram niður. Ekki hægt að segja að þetta hafi verið þægindasvefn en svo sem ekki nema tvær ferðir á klósettið, með mismiklum árangri.
Var slumpufær á laugardeginum, hélt tveimur ristuðum brauðsneiðum niðri ásamt einhverjum orkudrykkjum og kóki. Sigga hringdi svo í mig. Logi Snær hafði dottið í sama uppleiðarpakka og ég á föstudagskvöldið. Það var með einskærri lagni að hann var yfir klósettskálinni þegar gusan kom, það hefði ekki verið neitt sérstakt að fá allan pakkann yfir timburgólfið í Baulumýri. Mín megin hélt Daði Steinn áfram að gera í bleyjuna eins enginn væri morgundagurinn og þvottavélin og þurrkarinn voru langt í frá að halda við stórskotahríðinni hans, sem var í mýkri kantinum.
En sögunni er ekki lokið, ónei. Á laugardeginum vildi Ísak Máni fá að fara að kíkja á Sunderland - Man Utd. Ég var náttúrulega ekkert spes og Daði Steinn í engu ástandi til að verða skilinn eftir þannig að það var ekkert annað hægt en að senda frumburðinn á bæjarpöbbinn, Kaffi 59. Með 500 kall, nóg fyrir litlum skammti af frönskum og kók í gleri, fór hann einn á hlaupahjólinu sínu á pöbbinn. Svo, einhverju síðar, þegar ég var á leiðinni út í rusl með eina af mjúksprengjunum hans Daða mæti ég honum í dyrunum. Helfölum. Þá hafði karlgreyinu orðið illt og tekið eitt stykki uppkast á pöbbnum, kannski vel þekkt athöfn meðal gesta staðarins, en ekki ef þú ert bara 11 ára. Hann náði samt að bjarga sér, fékk Óla Sigga til að skutla sér heim og krumpaðist niður í sófann. Hann var nú orðin vel rólfær um kvöldið.
Allir svona la-la á sunnudeginum, við strákarnir fórum og sóttum Siggu og Loga Snæ og héldum áfram heim. Það var ekkert annað í stöðunni fyrir mannskapinn en að halda til sinna starfa í dag sem gekk ágætlega, Gatorade dröslaði mér í gegnum daginn. Það má því segja að við höfum gert okkar til að útbreiða pestina en samkvæmt síðustu fréttum hafa flestir komið betur út úr þessu en við.
Þetta var ljóta vitleysan.
miðvikudagur, september 29, 2010
Kreppa?
Mér brá bara þegar ég opnaði ísskápinn í kvöld til að leita að einhverju ætilegu. Ástandið inn í þessu raftæki hefur alveg farið fram hjá mér í öllu daglega amstrinu en það verður að segjast að þetta lítur frekar illa út svona rétt fyrir mánaðarmót.
Maður á samt ekki að kvarta, ég hef tök á því að bæta úr þessu á morgun þótt það sé ekki enn komið mánaðarmót. Það er víst betra en margur annar á Íslandi í dag.
Maður á samt ekki að kvarta, ég hef tök á því að bæta úr þessu á morgun þótt það sé ekki enn komið mánaðarmót. Það er víst betra en margur annar á Íslandi í dag.
fimmtudagur, september 23, 2010
Óvenjuleg vika
Þessi vika er búin að vera hálffurðuleg á þessu heimilinu. Ísak Máni fór á mánudaginn í skólaferðaleg að Reykjum í Hrútafirði, svokallaðar skólabúðir, og er væntanlegur aftur á morgun. Þetta er venja hjá 6. bekkjunum í Breiðholtsskóla á hverju ári. Hálfskrítið að hafa kappann ekki á svæðinu en þetta minnir mann á að þessi grey verða á endanum fullorðin og komast líklega alveg þokkalega af án manns.
Hin árlega réttarhelgi hjá Siggu er núna um þessa helgi en hún ákvað að taka þetta alla leið og fór vestur í gær, væntanleg aftur á sunnudaginn. Spáir hálfblautu á svæðinu um helgina þannig að þetta hljómar ekkert rosalega spennandi fyrir okkur sem höfum farið þangað um þessi tímamót og hangið á kantinum þannig að við sitjum hjá þetta árið.
Við strákarnir verður að finna okkur eitthvað til dundurs í höfuðborginni um helgina í staðinn.
Hin árlega réttarhelgi hjá Siggu er núna um þessa helgi en hún ákvað að taka þetta alla leið og fór vestur í gær, væntanleg aftur á sunnudaginn. Spáir hálfblautu á svæðinu um helgina þannig að þetta hljómar ekkert rosalega spennandi fyrir okkur sem höfum farið þangað um þessi tímamót og hangið á kantinum þannig að við sitjum hjá þetta árið.
Við strákarnir verður að finna okkur eitthvað til dundurs í höfuðborginni um helgina í staðinn.
mánudagur, september 20, 2010
Fín helgi bara
Helgin var nokkuð góð bara.
Á laugardeginum var uppskeruhátíð knattspyrnudeildar ÍR. Aðallega verið að veita viðurkenningar í yngri flokkum félagsins og endað svo með grilli. Við áttum núna tvo fulltrúa á svæðinu. Logi Snær fékk svokallaða þátttökuviðurkenningu eins og allir krakkarnir í 8. flokk, og reyndar 7. flokkur líka ef út í það er farið. Skemmtilegt að sá sem afhenti honum verðlaunin er varnarnagli úr meistaraflokknum og sömuleiðis sonur kennarans hans Loga. Svona er heimurinn lítill í Breiðholtinu.
Ísak Máni var svo lánsamur að koma líka út með verðlaun, aðeins erfiðara þar sem ekki er verið að dæla út þátttökuviðurkenningum á alla þegar menn eru komnir upp í 5. flokk. Hann fékk háttvísisverðlaun 5. flokks og fékk þennan forláta bikar upp á það.
Svo var nú bara chillað, við Ísak Máni kíktum á restina af síðasta leik sumarsins hjá ÍR, útileikur á móti Þrótti. Þar voru menn líka að fylgjast með úrslitum úr öðrum leikjum og á einhvern ótrúlegan hátt klúðruðu frændur okkar úr efra, Leiknir, því að koma sér upp í úrvalsdeildina. Get ekki sagt að ég hafi grátið það neitt sérstaklega, að „stolt Breiðholtsins“ hafi gert upp á bak. Lét samt fá orð flakka yfir þeirri staðreynd, við erum jú sko svo háttvís á þessu heimili.
Ég tala nú ekki um 3:2 sigur Manchester United á Liverpool og þrennuna hans Berbatovs.
Fyrsta þrenna leikmanns rauðu djöflanna á móti Liverpool síðan Stan Pearson gerði það 1946. Hver man ekki eftir því?
Á laugardeginum var uppskeruhátíð knattspyrnudeildar ÍR. Aðallega verið að veita viðurkenningar í yngri flokkum félagsins og endað svo með grilli. Við áttum núna tvo fulltrúa á svæðinu. Logi Snær fékk svokallaða þátttökuviðurkenningu eins og allir krakkarnir í 8. flokk, og reyndar 7. flokkur líka ef út í það er farið. Skemmtilegt að sá sem afhenti honum verðlaunin er varnarnagli úr meistaraflokknum og sömuleiðis sonur kennarans hans Loga. Svona er heimurinn lítill í Breiðholtinu.
Ísak Máni var svo lánsamur að koma líka út með verðlaun, aðeins erfiðara þar sem ekki er verið að dæla út þátttökuviðurkenningum á alla þegar menn eru komnir upp í 5. flokk. Hann fékk háttvísisverðlaun 5. flokks og fékk þennan forláta bikar upp á það.
Svo var nú bara chillað, við Ísak Máni kíktum á restina af síðasta leik sumarsins hjá ÍR, útileikur á móti Þrótti. Þar voru menn líka að fylgjast með úrslitum úr öðrum leikjum og á einhvern ótrúlegan hátt klúðruðu frændur okkar úr efra, Leiknir, því að koma sér upp í úrvalsdeildina. Get ekki sagt að ég hafi grátið það neitt sérstaklega, að „stolt Breiðholtsins“ hafi gert upp á bak. Lét samt fá orð flakka yfir þeirri staðreynd, við erum jú sko svo háttvís á þessu heimili.
Ég tala nú ekki um 3:2 sigur Manchester United á Liverpool og þrennuna hans Berbatovs.
Fyrsta þrenna leikmanns rauðu djöflanna á móti Liverpool síðan Stan Pearson gerði það 1946. Hver man ekki eftir því?
sunnudagur, september 12, 2010
laugardagur, september 04, 2010
Dollan var í seilingarfjarlægð en...
10 leikir, 8 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap, sumarið hjá C-liði ÍR í 5. flokk. Það gaf sigur í riðlinum og sæti í úrslitunum. Sem var í dag. Þriggja liða úrslitariðill, tveir leikir og sigur í þeim riðli myndi þýða úrslitaleikinn sjálfan við sigurvegara úr hinum úrslitariðlinum.
Spilað á heimavelli, KR voru fyrri andstæðingar dagsins. 1:1 og grátlegt að ná ekki að kreista fram sigur. En fyrst Þór tókst að sigra KR þá var málið í okkar höndum, sigur á Þór og úrslitaleikurinn yrði okkar. 1:2 tap í jöfnum leik þýddi hinsvegar að draumurinn um dolluna var lokið, a.m.k. þetta árið.
Uppskeruhátíð klúbbsins 18. september, tvær vikur í frí frá fótbolta eftir það og svo hefst alvaran aftur. Þetta er víst ekkert svona walk-in-the-park neitt. Ekkert frekar en lífið sjálft.
Spilað á heimavelli, KR voru fyrri andstæðingar dagsins. 1:1 og grátlegt að ná ekki að kreista fram sigur. En fyrst Þór tókst að sigra KR þá var málið í okkar höndum, sigur á Þór og úrslitaleikurinn yrði okkar. 1:2 tap í jöfnum leik þýddi hinsvegar að draumurinn um dolluna var lokið, a.m.k. þetta árið.
Uppskeruhátíð klúbbsins 18. september, tvær vikur í frí frá fótbolta eftir það og svo hefst alvaran aftur. Þetta er víst ekkert svona walk-in-the-park neitt. Ekkert frekar en lífið sjálft.
þriðjudagur, ágúst 31, 2010
Dagmamman - taka tvö
Þá má kannski segja að hið hefðbundna haustrútína sé að komast í gang. Öll frí að mestu lokið og allir komnir á sína staði ef svo má segja. Ísak Máni kominn í 6. bekk og Logi Snær búinn að færa sig upp um skólastig með tilheyrandi gleði. Daði Steinn er svo farinn úr öryggisneti heimilisins og kominn til dagmömmu. Sömu dagmömmu og Logi Snær var hjá. Aðlögunin gekk nokkuð vel en sá pakki lenti á mér. Reyndi að vera aðeins ábyrgari núna heldur en í síðustu aðlögun. Hún átti að lenda á mér en það varð eitthvað hálfendasleppt. Sagan af því er nokkuð góð þótt ég muni hana bara svona í grófum dráttum.
Við eru stödd á því herrans ári 2005, febrúar ef ég man rétt. Ég var búinn að fá grænt ljós á frí í vinnunni vegna dagmömmuaðlöguninnar hjá Loga Snæ sem var að skríða í eins árs aldur. Svo gerðist það að Tommi frændi hafði samband við mig en rómantíska, vikulanga, ferðin hans og Rúnu til London/Manchester var í uppnámi því Rúna komst ekki sökum veikinda. Ekki var hægt að fá allan pakkann endurgreiddan og því vantaði hann nýjan ferðafélaga. Mig minnir að ég hafi þurft að fá meira frí hjá vinnuveitandanum og að heimkoman hefði verið í miðri aðlögun, þ.e. Sigga þurfti að byrja aðlögunina og svo átti ég að taka við. Ég gleymi aldrei svipnum á yfirmanninum þegar ég útskýrði þessa brjáluðu hugmynd fyrir honum: „Dabbi minn, ef þú færð konuna þína til að samþykkja þetta þá ætla ég ekki að standa í vegi fyrir þér.“
Það varð úr að konan samþykkti það, að hleypa mér í rómatíska vikuferð til Bretlands með Tomma, á meðan ég átti í raun að vera að gera eitthvað allt annað. Helv... fínn túr, þvældumst um London og Manchester, fórum m.a. á Manchester - Portsmouth, tókum einhvern safnapakka á þetta og gistum á ansi hreint athyglisverðum hótelholum. Sögunni var þó hvergi nærri lokið þótt ferðinni hafi lokið. Við erum að tala um að í Englandi um mánaðarmótin febrúar/mars er ekkert endilega hlýtt úti og menn ekkert með föðurlandið með sér svona í útlöndum. Það fór líka svo að þegar heim var komið varð karlinn bara fárveikur. Mætti til dagmömmunnar, rétt nýlentur, ásamt Siggu til að sækja drenginn. Hafði aldrei talað við konuna en ég var alveg eins og rotta þarna á forstofugólfinu, illa sofinn með bullandi hita í svitabaði og kom varla upp orði. Fór heim og lá veikur, og þá meina ég veikur, í heila viku. Missti m.a. af árshátíðinni hjá vinnunni það árið.
Ekki öll vitleysan eins, en samt gaman að þessu.
Við eru stödd á því herrans ári 2005, febrúar ef ég man rétt. Ég var búinn að fá grænt ljós á frí í vinnunni vegna dagmömmuaðlöguninnar hjá Loga Snæ sem var að skríða í eins árs aldur. Svo gerðist það að Tommi frændi hafði samband við mig en rómantíska, vikulanga, ferðin hans og Rúnu til London/Manchester var í uppnámi því Rúna komst ekki sökum veikinda. Ekki var hægt að fá allan pakkann endurgreiddan og því vantaði hann nýjan ferðafélaga. Mig minnir að ég hafi þurft að fá meira frí hjá vinnuveitandanum og að heimkoman hefði verið í miðri aðlögun, þ.e. Sigga þurfti að byrja aðlögunina og svo átti ég að taka við. Ég gleymi aldrei svipnum á yfirmanninum þegar ég útskýrði þessa brjáluðu hugmynd fyrir honum: „Dabbi minn, ef þú færð konuna þína til að samþykkja þetta þá ætla ég ekki að standa í vegi fyrir þér.“
Það varð úr að konan samþykkti það, að hleypa mér í rómatíska vikuferð til Bretlands með Tomma, á meðan ég átti í raun að vera að gera eitthvað allt annað. Helv... fínn túr, þvældumst um London og Manchester, fórum m.a. á Manchester - Portsmouth, tókum einhvern safnapakka á þetta og gistum á ansi hreint athyglisverðum hótelholum. Sögunni var þó hvergi nærri lokið þótt ferðinni hafi lokið. Við erum að tala um að í Englandi um mánaðarmótin febrúar/mars er ekkert endilega hlýtt úti og menn ekkert með föðurlandið með sér svona í útlöndum. Það fór líka svo að þegar heim var komið varð karlinn bara fárveikur. Mætti til dagmömmunnar, rétt nýlentur, ásamt Siggu til að sækja drenginn. Hafði aldrei talað við konuna en ég var alveg eins og rotta þarna á forstofugólfinu, illa sofinn með bullandi hita í svitabaði og kom varla upp orði. Fór heim og lá veikur, og þá meina ég veikur, í heila viku. Missti m.a. af árshátíðinni hjá vinnunni það árið.
Ekki öll vitleysan eins, en samt gaman að þessu.
miðvikudagur, ágúst 25, 2010
Í 1. bekk
Þá kom loksins að því að Logi Snær byrjaði í skólanum, fyrsti dagurinn í dag. Hann fór reyndar í viðtal til kennarans á mánudaginn en í dag byrjaði alvaran. Allt gekk þetta vel en það var ekki laust við það að það hafi verið þreyttur drengur sem lagðist á koddann í kvöld.
Eitthvað skildi hann þó ekki vesenið í pabba sínum í morgun sem þurfti endilega vera að þvo honum í framan og laga til hárið hans. Drengurinn lét þetta gullkorn flakka við það tilefni:
„Pabbi, ég þarf ekki að vera fínn á fyrsta skóladaginn, ég þarf bara að vera ég.“
Þetta er náttúrulega alveg priceless.
Eitthvað skildi hann þó ekki vesenið í pabba sínum í morgun sem þurfti endilega vera að þvo honum í framan og laga til hárið hans. Drengurinn lét þetta gullkorn flakka við það tilefni:
„Pabbi, ég þarf ekki að vera fínn á fyrsta skóladaginn, ég þarf bara að vera ég.“
Þetta er náttúrulega alveg priceless.
þriðjudagur, ágúst 24, 2010
Ekki nýr af nálinni
Ég er búinn að vera sprikla með 30+ ára liði Fylkis í sumar, svokallað Old-boys. Árangur liðsins mjög slappur, fyrsti sigurinn kom í kvöld í sjöundu tilraun sumarsins, en það hefur samt verið ágætisgleði í þessu og það skiptir víst ekki minna máli.
Svo var það um daginn að það var úrvalsdeildarleikur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og Fylkir var að spila. Ég var inní eldhúsi þegar Logi Snær kemur úr stofunni.
Logi Snær: „Pabbi, liðið sem þú spilar með er að spila núna í sjónvarpinu, bara núna í alvörunni.“
Pabbinn: „Ef Fylkir er að spila núna og ég spila með Fylki, af hverju er ég þá ekki að spila?“
Logi Snær (hlær dátt): „Pabbi, þú ert ekki í Pepsi-deildinni, þú spilar bara með gömlu körlunum. Þetta eru nýju karlarnir.“
Svo var það um daginn að það var úrvalsdeildarleikur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og Fylkir var að spila. Ég var inní eldhúsi þegar Logi Snær kemur úr stofunni.
Logi Snær: „Pabbi, liðið sem þú spilar með er að spila núna í sjónvarpinu, bara núna í alvörunni.“
Pabbinn: „Ef Fylkir er að spila núna og ég spila með Fylki, af hverju er ég þá ekki að spila?“
Logi Snær (hlær dátt): „Pabbi, þú ert ekki í Pepsi-deildinni, þú spilar bara með gömlu körlunum. Þetta eru nýju karlarnir.“
mánudagur, ágúst 23, 2010
Grænir fingur
Ísak Máni var með skika í skólagörðunum þetta sumarið, nokkuð sem við höfðum ekki reynt áður. Þessu fylgdi nokkur vinna, m.a. að vökva, reyta arfa og önnur tilfallandi verkefni. Það verður að viðurkennast að ég kom nú ekki mikið nálægt þessu, móðir hans var öflugari í að aðstoða drenginn enda þekki ég varla mun á einhverjum dýrindis kryddjurtum og hefðbundnum arfa. En ég þurfti að fara með honum til að ná í megnið af uppskerunni í síðustu viku, að undanskildum kartöflunum sem fyrrnefnd móðir var búin að redda. Mér til mikillar gleði fékk Ísak Máni góða aðstoð frá starfsmanni garðanna og því var ekki mikil mold sem endaði undir nöglunum á mér. Þegar heim var komið sá Ísak Máni um að skola uppskeruna, sem var nokkuð góð held ég bara.
Salatblað, einhver?
mánudagur, ágúst 16, 2010
Dagur 1 með pabba...
sunnudagur, ágúst 15, 2010
Í ÍR-treyjunni í fyrsta sinn
Þá getur maður sagt að maður sé formlega farinn að endurupplifa sig. Logi Snær tók þátt í sínu fyrsta alvöru fótboltamóti í dag. 8. flokkur ÍR tók þátt í Atlantis-mótinu á vegum Aftureldingar en spilað var á Tungubökkum. Veðurspáin var ekki alveg nógu þurr þannig að það setti smá hnút í fullorðna fólkið í fjölskyldunni.
Mæting 08:50 í morgun sem small ótrúlega vel við dagskrána hans Ísaks Mána en hann var að fara í síðasta daginn í Úrvalsbúðir KKÍ, upp í Grafarvogi. Tveir leikir í röð hjá Loga Snæ í þokkalegu veðri og svo kom tæplega tveggja tíma bið í síðari tvo leikina. Sá tími nýttist í að skjótast eftir Ísaki og taka sér smá pásu upp í Bröttuhlíð. Veðrið var orðið heldur verra í síðari hlutanum en með réttum útbúnaði hafðist þetta allt saman.
Logi Snær var helsáttur enda fyrsta medalían í höfn, nokkuð sem hann er búinn að tala lengi um. Sigurhlutfallið var ekkert sérstakt en strákurinn setti þrjú mörk, eitt þeirra má sjá -HÉR- og skemmti sér vel, um það snýst þetta fyrst og fremst.
Mæting 08:50 í morgun sem small ótrúlega vel við dagskrána hans Ísaks Mána en hann var að fara í síðasta daginn í Úrvalsbúðir KKÍ, upp í Grafarvogi. Tveir leikir í röð hjá Loga Snæ í þokkalegu veðri og svo kom tæplega tveggja tíma bið í síðari tvo leikina. Sá tími nýttist í að skjótast eftir Ísaki og taka sér smá pásu upp í Bröttuhlíð. Veðrið var orðið heldur verra í síðari hlutanum en með réttum útbúnaði hafðist þetta allt saman.
Logi Snær var helsáttur enda fyrsta medalían í höfn, nokkuð sem hann er búinn að tala lengi um. Sigurhlutfallið var ekkert sérstakt en strákurinn setti þrjú mörk, eitt þeirra má sjá -HÉR- og skemmti sér vel, um það snýst þetta fyrst og fremst.
laugardagur, ágúst 14, 2010
Vinstri eða hægri, nema hvorttveggja sé
Er nýjasta guttinn örvhentur eða rétthentur, örvfættur eða réttfættur? Þetta eru pælingar sem koma upp á yfirborðið öðru hvoru hérna á heimilinu og var meira að segja efni í smá pistil -HÉRNA- í vor. Síðan þá hefur maður farið úr vinstri yfir til hægri og aftur til baka en er ekki miklu nær.
Strákurinn var í smástuði í dag og þá greip karlinn hreyfimyndavélina. Örvfættur eða réttfættur?
Myndbandið er -HÉRNA-
Strákurinn var í smástuði í dag og þá greip karlinn hreyfimyndavélina. Örvfættur eða réttfættur?
Myndbandið er -HÉRNA-
föstudagur, ágúst 13, 2010
mánudagur, ágúst 09, 2010
Olísmótið 2010
Selfoss var það um helgina sem var nú að líða. Ísak Máni var að keppa á Olísmótinu svokallaða og undirritaður tók að sér eitt af fararstjórarhlutverkunum, ekki hið fyrsta og væntanlega ekki hið síðasta. Reyndar má segja að maður hafi vaknað við vondan draum þegar þeir sem áttu drengi á eldra árinu fóru að ræða um það að þetta væri eiginlega síðasta mótið þeirra af þessu tagi. En þeir sem eru á eldra árinu fara upp í 4. flokk í haust og þá tekur við alvara lífsins, 11 manna bolti og engin svona smámót. Ísak Máni er á yngra árinu þannig að það er copy/paste hjá okkur að ári, Akureyri og svo væntanlega þetta mót líka. En allt líður þetta hraðar en maður gerir sér oft grein fyrir.
Fjölskyldan hélt af stað á föstudagsmorgni en planið var að Sigga yrði þarna með tvo yngstu drengina á föstudeginum en kæmi svo bara til að sjá leikina á sunnudeginum, tæki laugardaginn bara heima. Eftir að hyggja var það með betri ákvörðunum sem hægt var að taka. Þvílíku djö... úrhelli hef ég sjaldan lent í eins og á laugardeginum, drengirnir í hvítu ÍR treyjunum litu frekar út eins og keppendur í blautbolskeppni frekar en nokkru öðru og lyktin í salnum sem við höfðum til afnota var orðin frekar sveitt og úldin þegar leið á. Ég var nú ekki að sveifla myndavélinni við þessar aðstæður en stal hérna tveimur myndum af netinu sem fanga kannski aðeins stemminguna.
Fótboltalega séð gekk vel, eftir stutt hraðmót á föstudeginum var liðunum raðað í riðla. Ísak og co unnu fyrstu 4 leikina og áttu kappi við ÍBV í síðasta leik í hreinum úrslitaleik á sunnudeginum um sigurinn í riðlunum, gullmedalíu, bikar og síðast en ekki síst heiðurinn. Í stuttu máli tapaðist úrslitaleikurinn 2:0 og það voru þung skref hjá drengjunum af velli, sérstaklega í ljósi þess að það voru eingöngu verðlaun fyrir fyrsta sætið, engin silfurmedalía í boði. Fyrirliðinn var því heldur niðurlútur enda ekki á hverjum degi sem menn sjá glitta í bikar, tala nú ekki um akkúrat þegar menn bera fyrirliðabandið.
En flottur árangur enga síður. Flott veður á sunnudeginum og aðeins hægt að vera með myndavélina. Það hefði verið gaman að sjá þessa hörku aukaspyrnu hjá drengnum í netinu en markvörðurinn náði að verja. Menn skilja samt sáttir í leikslok og þannig á það að vera.
Fjölskyldan hélt af stað á föstudagsmorgni en planið var að Sigga yrði þarna með tvo yngstu drengina á föstudeginum en kæmi svo bara til að sjá leikina á sunnudeginum, tæki laugardaginn bara heima. Eftir að hyggja var það með betri ákvörðunum sem hægt var að taka. Þvílíku djö... úrhelli hef ég sjaldan lent í eins og á laugardeginum, drengirnir í hvítu ÍR treyjunum litu frekar út eins og keppendur í blautbolskeppni frekar en nokkru öðru og lyktin í salnum sem við höfðum til afnota var orðin frekar sveitt og úldin þegar leið á. Ég var nú ekki að sveifla myndavélinni við þessar aðstæður en stal hérna tveimur myndum af netinu sem fanga kannski aðeins stemminguna.
Fótboltalega séð gekk vel, eftir stutt hraðmót á föstudeginum var liðunum raðað í riðla. Ísak og co unnu fyrstu 4 leikina og áttu kappi við ÍBV í síðasta leik í hreinum úrslitaleik á sunnudeginum um sigurinn í riðlunum, gullmedalíu, bikar og síðast en ekki síst heiðurinn. Í stuttu máli tapaðist úrslitaleikurinn 2:0 og það voru þung skref hjá drengjunum af velli, sérstaklega í ljósi þess að það voru eingöngu verðlaun fyrir fyrsta sætið, engin silfurmedalía í boði. Fyrirliðinn var því heldur niðurlútur enda ekki á hverjum degi sem menn sjá glitta í bikar, tala nú ekki um akkúrat þegar menn bera fyrirliðabandið.
En flottur árangur enga síður. Flott veður á sunnudeginum og aðeins hægt að vera með myndavélina. Það hefði verið gaman að sjá þessa hörku aukaspyrnu hjá drengnum í netinu en markvörðurinn náði að verja. Menn skilja samt sáttir í leikslok og þannig á það að vera.
mánudagur, júlí 26, 2010
Á góðri stund 2010
Við fórum til Grundarfjarðar og það varð ljóst að einhver sá að sér því fyrir utan þennan rigningarúða sem stóð yfir í 20 mínútur á laugardeginum þá var þetta bara meira sól og sumarylur. Jóhanna og co létu sjá sig líka og því var þetta smá púsluspil að koma einni 5 manna fjölskyldu og annarri 4ra manna (ég tel Búbba ekki með) fyrir á Smiðjustíg 9. Það gekk hins vegar vel upp og allir sáttir og gleðin við völd á öllum vígstöðum:
fimmtudagur, júlí 22, 2010
Opið bréf til æðri máttarvalda
Til þín sem öllu ræður.
Ertu ekki að grínast með þetta? Þú vissir vel að stefnan var sett á Grundarfjörð þessa helgi, við förum ALLTAF til Grundarfjarðar þessa helgi. Ég er meira að segja í fríi á föstudaginn, ég er nánast ALLTAF í fríi á föstudegi þessa helgi.
Það er búið að vera þvílíkt sólarveður hérna síðustu daga að það hálfa hefði verið nóg en svo dettur þér í hug að fara láta þykkna yfir öllu núna og droparnir á veðurspánum hafa lítið sem ekkert breyst alla vikuna en reyndar var þetta aðeins farið að skána í kvöld. Ég er ekki að fara fram á 20°C + en rigning...
Rigning eða sól, það breytir svo sem engu þannig, það er ekki eins og við ætluðum að hætta við að fara.
En rigningarspáin var ekki nógu mikil niðurbrotsstarfsemi. Byrjaðir á þeim yngsta sem fékk bullandi hita og eyrnabólgu takk fyrir. Logi Snær fylgdi svo á eftir með hita. Ísak Máni var ekki líklegur að fá hita en hann þurfti samt að fá einhvern pakka. Og þvílíkur pakki, hvernig er hægt að láta sér þetta detta til hugar? Að 11 ára gamall drengur geti fengið málingarflís á bólakaf, þá meina ég bólakaf, í stóru tánna á sér þegar hann er að renna sér í vatnsrennibraut hlýtur að vera eitthvað met. Eins súrrealískt og þetta hljómar þá er okkur ekki beint hlátur í hug, ég meina mamman var kölluð út og upp á heilsugæslu í Mjódd með drenginn þar sem þurfti að taka nöglina af og núna er hann á annarri löppinni og ber sig aumlega. Þetta er allt að gerast 5 tímum fyrir hina eiginlegu brottför.
Ég segi nú bara eins og Skrámur hérna um árið þegar hann skrifaði Jóla: „Hvað ertu að reyna að gera okkur eiginlega?“
En bara þér að segja, þá ætlum við samt að fara, ekki í kvöld þó eins og ráðgert var, heldur á morgun og ætlum að hafa það fínt, takk fyrir.
Kveðja,
Davíð.
Ertu ekki að grínast með þetta? Þú vissir vel að stefnan var sett á Grundarfjörð þessa helgi, við förum ALLTAF til Grundarfjarðar þessa helgi. Ég er meira að segja í fríi á föstudaginn, ég er nánast ALLTAF í fríi á föstudegi þessa helgi.
Það er búið að vera þvílíkt sólarveður hérna síðustu daga að það hálfa hefði verið nóg en svo dettur þér í hug að fara láta þykkna yfir öllu núna og droparnir á veðurspánum hafa lítið sem ekkert breyst alla vikuna en reyndar var þetta aðeins farið að skána í kvöld. Ég er ekki að fara fram á 20°C + en rigning...
Rigning eða sól, það breytir svo sem engu þannig, það er ekki eins og við ætluðum að hætta við að fara.
En rigningarspáin var ekki nógu mikil niðurbrotsstarfsemi. Byrjaðir á þeim yngsta sem fékk bullandi hita og eyrnabólgu takk fyrir. Logi Snær fylgdi svo á eftir með hita. Ísak Máni var ekki líklegur að fá hita en hann þurfti samt að fá einhvern pakka. Og þvílíkur pakki, hvernig er hægt að láta sér þetta detta til hugar? Að 11 ára gamall drengur geti fengið málingarflís á bólakaf, þá meina ég bólakaf, í stóru tánna á sér þegar hann er að renna sér í vatnsrennibraut hlýtur að vera eitthvað met. Eins súrrealískt og þetta hljómar þá er okkur ekki beint hlátur í hug, ég meina mamman var kölluð út og upp á heilsugæslu í Mjódd með drenginn þar sem þurfti að taka nöglina af og núna er hann á annarri löppinni og ber sig aumlega. Þetta er allt að gerast 5 tímum fyrir hina eiginlegu brottför.
Ég segi nú bara eins og Skrámur hérna um árið þegar hann skrifaði Jóla: „Hvað ertu að reyna að gera okkur eiginlega?“
En bara þér að segja, þá ætlum við samt að fara, ekki í kvöld þó eins og ráðgert var, heldur á morgun og ætlum að hafa það fínt, takk fyrir.
Kveðja,
Davíð.
þriðjudagur, júlí 20, 2010
Bullandi hiti í bullandi hita
Helgin var nokkuð góð. Ákváðum, reyndar ekki fyrr en á föstudeginum, að fara ekki neitt og taka bara blíðuna í borginni frekar en að skottast eitthvert á bílnum. Við vorum greinilega í minnihlutahóp því það fór svo að hvert sem við fórum um helgina til að sleikja sólina þá var þar minna af fólki en venjan er, sem var bara mjög þægilegt. Ísaki Mána var reyndar boðið í tjaldvagnaútilegu með félaga sínum og fjölskyldu hans sem hann þáði en við hin fundum okkur eitthvað annað til dundurs. Við Logi Snær fórum á ÍR völlinn á föstudeginum og svo var tekið snemmt sund á laugardeginum áður en Húsdýragarðinum voru gerð góð skil. Áður en við fórum svo heim að grilla vildi Logi endilega taka einn snöggan útsýnishring upp í Hallgrímskirkju og tók mömmu sína með sér. Eitthvað var Daði Steinn orðinn tuskulegur eftir allt þetta saman og við nánari mælingar var ljóst að kappinn var kominn með vænan skammt af rúmlega hita.
Aftur var mælt á sunnudagsmorgninum og staðan á drengnum verri ef eitthvað var. Það var því ljóst að hjólreiðatúrinn í Nauthólsvíkina sem hefði átt að vera að veruleika varð að bíða betri tíma. Plan B var að fara með Loga Snæ í sund og fórnaði ég mér í það verkefni á meðan Sigga og Daði Steinn voru heima. Ekki var samt hægt að hanga allan daginn inni með sjúklinginn og því var tölt niður í Elliðaárdal þegar hann tók lúrinn í vagninum sínum, það var hægt að vaða og þessháttar. Það hittist svo á að þegar við vorum að nálgast útidyrnar hjá okkur eftir þá ferð var Ísak Máni að renna í hlað eftir útileguna sína.
Í gær var farið með Daða Stein til læknis. Eyrnabólga og lyfjaskammtur í takt við það.
Ekki það að sögunni sé lokið því Logi Snær var orðinn eitthvað skrítinn líka. Samt var keyrt á prógrammi dagsins. Hjólaði upp í skólagarða með Ísaki en þaðan var labbað niður í Mjódd til að fara í bíó með skólagarðakrökkunum. Labbaði aftur upp í skólagarða til að ná í hjólið sitt og hjólaði heim. Labbað með mömmu sinni niður í Mjódd og heim aftur áður en hann fór hjólandi á fótboltaæfingu. Var víst frekar „afslappaður“ á æfingunni en þurfti samt að hjóla heim aftur að henni lokinni. Mældur áðan og niðurstaðan var svipuð og hjá yngri bróðir hans, fullmikið hitastig.
Og svo er bara spáð rigningu um næstu helgi í Grundarfirði ofan á allt. Það eru víst skin og skúrir í þessu öllu.
Aftur var mælt á sunnudagsmorgninum og staðan á drengnum verri ef eitthvað var. Það var því ljóst að hjólreiðatúrinn í Nauthólsvíkina sem hefði átt að vera að veruleika varð að bíða betri tíma. Plan B var að fara með Loga Snæ í sund og fórnaði ég mér í það verkefni á meðan Sigga og Daði Steinn voru heima. Ekki var samt hægt að hanga allan daginn inni með sjúklinginn og því var tölt niður í Elliðaárdal þegar hann tók lúrinn í vagninum sínum, það var hægt að vaða og þessháttar. Það hittist svo á að þegar við vorum að nálgast útidyrnar hjá okkur eftir þá ferð var Ísak Máni að renna í hlað eftir útileguna sína.
Í gær var farið með Daða Stein til læknis. Eyrnabólga og lyfjaskammtur í takt við það.
Ekki það að sögunni sé lokið því Logi Snær var orðinn eitthvað skrítinn líka. Samt var keyrt á prógrammi dagsins. Hjólaði upp í skólagarða með Ísaki en þaðan var labbað niður í Mjódd til að fara í bíó með skólagarðakrökkunum. Labbaði aftur upp í skólagarða til að ná í hjólið sitt og hjólaði heim. Labbað með mömmu sinni niður í Mjódd og heim aftur áður en hann fór hjólandi á fótboltaæfingu. Var víst frekar „afslappaður“ á æfingunni en þurfti samt að hjóla heim aftur að henni lokinni. Mældur áðan og niðurstaðan var svipuð og hjá yngri bróðir hans, fullmikið hitastig.
Og svo er bara spáð rigningu um næstu helgi í Grundarfirði ofan á allt. Það eru víst skin og skúrir í þessu öllu.
miðvikudagur, júlí 14, 2010
Erfiðri fæðingu lokið
Það er spurning hvort maður geti ekki sagt löngu og stöngu fæðingarferli hafi formlega lokið í dag. Ég talaði nefnilega um það -HÉR- fyrir tæpum tveimur árum hvort knattspyrnuferill Loga Snæs væri að fæðast. Eitthvað gekk þetta illa og eftir nokkrar æfingar þar sem drengurinn tók ekki í mál að taka þátt ákváðum við að setja málið á ís. Málið var rætt svona lauslega öðru hvoru en drengurinn var einfaldlega ekki að taka það í mál að fara á formlegar æfingar þrátt fyrir að dunda sér mikið með boltann og vera jafnvel virkur þátttakandi með Ísaki Mána og félögum úti á sparkvelli.
Svo fór drengurinn að biðja um nýja takkaskó, n.b. ekki nýja gervigrasskó heldur skó með alvöru tökkum. Foreldarnir voru ekki alveg að sjá notagildið í þeim kaupum en féllust á það að ef hann færi að æfa þá fengi hann nýja takkaskó. 8. júní sl. mætti hann á fótboltaæfingu hjá 8. flokk ÍR og tók fullan þátt eins og að drekka vatn. 11. júní var svo mætt niður í Jóa Útherja, nánast á sama tíma og nýja adidas-sendingin með HM skónum sem var viðeigandi því á meðan við vorum þarna að máta skó komst S-Afríka yfir á móti Mexíkó í opnunarleik HM.
Hann er búinn að mæta á þessar vikulegar æfingar síðan, svona þegar við höfum verið á svæðinu. Svo kom að því. Á æfingu í gær var tilkynnt að það yrði vinaleikur, eins og það var kallað, á móti Breiðablik í dag. Menn urðu nokkuð spenntir enda var tilkynnt að þeir ættu að koma í öllum græjum en fengju keppnistreyjur á staðnum. Við yfirferð á græjunum þóttu Lotto-stuttbuxurnar sem komu víst upprunarlega frá Jökli frænda engan vegin nógu góðar þannig að splæast var í nýjar stuttbuxur. Reyndar kom svo í ljós að búningastjórinn var erlendis þannig að menn þurftu að láta sér vesti duga, sem var smá skúffelsi hjá mínum.
En gleðin var við völd í blíðvirðinu í Kópavoginum og það var víst fyrir öllu.
Svo fór drengurinn að biðja um nýja takkaskó, n.b. ekki nýja gervigrasskó heldur skó með alvöru tökkum. Foreldarnir voru ekki alveg að sjá notagildið í þeim kaupum en féllust á það að ef hann færi að æfa þá fengi hann nýja takkaskó. 8. júní sl. mætti hann á fótboltaæfingu hjá 8. flokk ÍR og tók fullan þátt eins og að drekka vatn. 11. júní var svo mætt niður í Jóa Útherja, nánast á sama tíma og nýja adidas-sendingin með HM skónum sem var viðeigandi því á meðan við vorum þarna að máta skó komst S-Afríka yfir á móti Mexíkó í opnunarleik HM.
Hann er búinn að mæta á þessar vikulegar æfingar síðan, svona þegar við höfum verið á svæðinu. Svo kom að því. Á æfingu í gær var tilkynnt að það yrði vinaleikur, eins og það var kallað, á móti Breiðablik í dag. Menn urðu nokkuð spenntir enda var tilkynnt að þeir ættu að koma í öllum græjum en fengju keppnistreyjur á staðnum. Við yfirferð á græjunum þóttu Lotto-stuttbuxurnar sem komu víst upprunarlega frá Jökli frænda engan vegin nógu góðar þannig að splæast var í nýjar stuttbuxur. Reyndar kom svo í ljós að búningastjórinn var erlendis þannig að menn þurftu að láta sér vesti duga, sem var smá skúffelsi hjá mínum.
En gleðin var við völd í blíðvirðinu í Kópavoginum og það var víst fyrir öllu.
laugardagur, júlí 10, 2010
Úrvalsbúðir 2010
Ísak Máni fékk skemmtilegt bréf í pósti núna á vordögum en það var frá KKÍ, þ.e. Körfuknattleikssambandi Íslands ef menn eru ekki sterkir á svellinu í þessum skammstöfunum öllum. Kom þá í ljós að hann hafði verið tilnefndur af ÍR til að taka þátt í æfingabúðum fyrir úrvalshópa KKÍ eins og það heitir víst en er nokkurskonar undanfari yngri landsliða. Ekki samt alveg eins og sé búið að velja hann í eitthvað landslið enda góður slatti af strákum úr liðum frá öllu landinu tilnefndir í þetta. En þetta þykir talsverð upphefð og flott enda unglingalandsliðsþjálfarar og fleiri reyndar kempur sem stjórna þessum æfingum. Þetta eru æfingar yfir tvær helgar, sú fyrri var í byrjun júní en sú seinni verður um miðjan ágúst. Við rákumst svo á þetta myndband á netinu eftir þessa fyrri helgi og þar glittir nokkrum sinnum í guttann á fyrstu hálfu mínútunni, reyndar ekki í „action“ en honum fannst þetta ekki slæmt.
Gaman að þessu.
Gaman að þessu.
föstudagur, júlí 09, 2010
Decision drama
Voðalega er þetta orðið mikið drama í kringum þessa karla, ekki skrítið að þeir séu meira og minna hálf veruleikafirrtir. Ég verð nú að vera sammála gömlu hetjunni minni, Sir Charles Barkley, auðvitað átti karlinn að halda sig í Cleveland og reyna að landa titlinum þar. Að taka þetta með Miami er ekki sami sjarminn og svo er þetta líka liðið hans Dwayne Wade. Ef þú ert 25 ára, ungur og graður, þá áttu bara að reyna að kýla á þetta með liðinu þar sem þú ert maðurinn. Þegar árin fara að færast yfir og hnéin og bakið fara að gefa sig þá er alltaf hægt að fá sig treidaðann yfir í eitthvað líklegt meistaralið og reyna taka þetta á lokametrunum sbr. Gary Payton, Karl Malone og vitaskuld Sir Charles þótt það hafi nú ekki gengið hjá þeim öllum.
En svo er kannski meira stuð í Miami heldur en Cleveland þegar þú ert bara 25 ára.
En svo er kannski meira stuð í Miami heldur en Cleveland þegar þú ert bara 25 ára.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)